Fréttablaðið - 02.04.2004, Síða 11

Fréttablaðið - 02.04.2004, Síða 11
11FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 2 vikur á t oppnum í USA! Hvað gerir þú ef kærasta þín þjáist af minnisleysi? ADAMSANDLERDREWBARRYMORE ROBSCNHEIDER 50FIRSTDATES PÁSKAMYNDIN 2004 Ekki gleyma að fara með hana í bíól! Fyndnasta mynd ársins er komin í bíó! Upplifðu f yrsta stefn umótið... endalaust ! Samningar grunnskóla- kennara lausir: Erum rólegir segir formaðurinn KJARAVIÐRÆÐUR „Þótt samningar séu nú lausir þá erum við rólegir. Þetta tekur sinn tíma, en staðan er svipuð og hún hefur verið,“ segir Finnbogi Sigurðsson, for- maður Félags grunnskólakenn- ara, en samningar þeirra runnu út í gær. Finnbogi segist binda vonir við þá lotu sem framundan er, en fundur hefur verið boðaður með launanefnd sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag. ■ ALÞINGI „Minnsti bátur sem er skráður með rækju á Flæmingja- grunni, Frú Magnhildur VE, er um 10,5 brúttórúmlesta bátur, skráður með um 600 tonn af rækju. Minnsti bátur á Íslandi með skráðan rækjukvóta, Hrönn HF, er um tveggja brúttólesta trilla, sem getur ekki veitt rækju. Það er verið að braska með rækju og skrá á þessa báta til að leigja frá sér dýrari tegund,“ sagði Kristján Möller, Samfylkingunni, þegar lög um stjórn fiskveiða voru til umræðu á Alþingi. Kristján gagnrýndi fram- kvæmd laganna og benti á að í svari sjávarútvegsráðherra um eftirstöðvar rækjukvóta undan- farinna fiskveiðistjórnarára kæmi margt skringilegt í ljós, sem ekki stæðist. Þessi flutningur á rækju væri til þess eins að auð- velda þeim aðilum leigu á þorski frá sér, sem væru að reyna að uppfylla 50% veiðiskyldu. Hann nefndi dæmi um sex tonna bát, Þröst ÞH, sem leigði til sín rúm- lega 60 tonn af rækju á um 680 þúsund krónur, en leigði frá sér þorsk á sama tíma fyrir um sjö milljónir. Sjávarútvegsráðherra sagði til athugunar í ráðuneytinu hvort rétt væri og hvernig bregðast ætti við þessum aflaheimildaflutningi og sagði Kristján mikilvægt að ljúka þeirri athugun sem fyrst. „Mér finnst þessi tegund af skjalatöskuútgerð koma miklu óorði á kvótakerfið sem slíkt,“ sagði Kristján. ■ LÆKKAR VEXTI Vextir hjá Landsbankanum lækkuðu í gær. Vaxtakjör: Landsbank- inn lækkar vexti VIÐSKIPTI Landsbankinn tilkynnti í gær um vaxtalækkun. Útláns- vextir lækka um allt að 0,75 pró- sentustig en innlánsvextir um allt að 0,4 prósentustigum. Jafnhliða vaxtalækkuninni hafa verið gerðar breytingar á flokkun útlána. Lánþegar hjá bankanum færast einum vaxta- flokki ofar sem hefur í för með sér vaxtalækkun þótt vextir í hverjum flokki lækki ekki. Í tilkynningu frá bankanum segir að þessar breytingar séu gerðar til þess að auka svigrúm bankans til að mæta þörfum við- skiptavina sinna. Eftir breytingarnar eru vextir verðtryggðra skuldabréfa lægstir 5,4% en voru 6,15%. Vextir á yfir- dráttarlánum og fjölgreiðslu- samningum greiðslukorta haldast óbreyttir. Afurðalán í íslenskum krónum bera 7,75% vexti eftir breyting- arnar í gær en voru 8,5% áður. Vextir á innlánsreikningum lækka einnig. Verðtryggðir reikn- ingar til fimm ára bera nú 4,1% vexti en báru 4,5% vexti og vextir á sparireikningi lækka úr 4,7% í 4,4%. ■ Þriggja mánaða fangelsi: Sló bjórglasi í andlit manns DÓMSMÁL Maður var dæmdur í sex mánaða fangelsi í Hæstarétti fyr- ir að hafa slegið annan mann í andlitið með bjórglasi inni á skemmtistað. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Reykjaness en helmingur refsing- arinnar er skilorðsbundin til þriggja ára. Í dómi Héraðsdóms Reykja- ness kemur fram að maðurinn hafi áður sætt sektargreiðslu vegna brots á áfengislögum. Þótti árásin með öllu vera tilefnislaus og hrottafengin og hefði hæglega getað leitt til stórkostlegra meiðsla eða örkumla. Því var ekki talið hægt skilorðsbinda refsing- una nema að hluta. Maðurinn sem var sleginn hlaut nokkra skurði í andliti. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Kristján Möller, Samfylkingunni: Brask í skjalatöskuútgerð KRISTJÁN MÖLLER Þingmaður Samfylk- ingarinnar gagnrýndi framkvæmd fisk- veiðistjórnarlaganna á Alþingi og sagði margt skringilegt koma í ljós í svari sjávarútvegsráðherra um eftirstöðvar rækjukvóta undan- farinna fiskveiði- stjórnarára. VIÐBURÐUR HJÁ BIFHJÓLAKÖPPUM Árlega safnast þúsundir bifhjólaeigenda og aðdáenda þeirra í Bakken-skemmtigarð- inum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Garðurinn hefur verið opn- aður gestum og gangandi eftir vetrarfrí.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.