Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 2. apríl 2004 ■ LEIKSÝNING■ TÓNLEIKAR 27 Leikritið Eldað með Elvis, semgengið hefur fyrir fullu húsi í Loftkastalanum frá áramótum, verður sýnt á Akureyri næstu vik- una. Frumsýningin fyrir norðan verður í kvöld. Bæta þurfti við aukasýningu á skírdag klukkan 16, því uppselt var orðið á allar sýningar fyrir norðan. Sérstök hátíðarsýning verður á miðvikudagskvöldið að viðstöddum höfundi verksins, Lee Hall, sem einnig skrifaði handrit- ið að kvikmyndinni um Billy Elliot. Í Eldað með Elvis fer Steinn Ármann Magnússon með hlutverk lamaðs fjölskylduföður, sem áður var Elvis-eftirherma. Ófullnægða eiginkonu hans leikur Halldóra Björnsdóttir, brjóstgóða dóttur þeirra leikur Álfrún Örnólfsdótt- ir, en Friðrik Friðriksson fer með hlutverk deildarstjóra hjá Myll- unni sem hristir heldur betur upp í lífi mæðgnanna. Þýðandi er Hallgrímur Helga- son og leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson, sem nýverið hefur tek- ið við starfi leikhússtjóra á Akur- eyri. ■ Fyrsti opinberi samsöngurinnsem skráðar heimildir eru um fór fram 2. apríl 1854 á Langa loft- inu í Lærða skólanum, þar sem skólapiltar sungu undir stjórn Péturs Guðjónssonar sem þá var organisti við Dómkirkjuna í Reykjavík. Til að minnast þess að 150 ár eru liðin frá þessum fyrstu opinberu kóratónleikum efna sjö íslenskir karlakórar til dagskrár og tónleika. „Pétur Guðjónsson var oft kall- aður faðir söngs á Fróni, því þegar hann kemur heim á námi fer hann að æfa fjögurra radda söng og þýð- ir söngvabækur, þannig að þjóðin er ekki lengur að syngja bara upp úr sömu sálmabókinni,“ segir Ey- þór Eðvarðsson, formaður Karla- kórsins Fóstbræðra. „Þess vegna munum við koma saman við Suður- götukirkjugarð ásamt Lúðrasveit Reykjavíkur og Jón Þórarinsson leggur blómsveig að leiði Péturs. Svo munum við ganga með lúðra- sveitina í fararbroddi að Mennta- skólanum í Reykjavík, þar sem við munum syngja „Þú álfu vorrar yngsta land“ með texta Hannesar Hafstein í tilefni af heimastjórn- arafmælinu. Þaðan verður haldið í Langholtskirkju þar sem við mun- um halda hátíðartónleika klukkan 20.“ Í Langholtskirkju mun hver kór syngja þrjú lög og munu tón- leikarnir enda á samsöng þar sem kórarnir munu meðal annars syngja þjóðsönginn. „Sveinbjörn var einn af nemendum Péturs, sem var organisti Dómkirkjunnar. Þar sem þjóðsöngurinn var fyrst fluttur í Dómkirkjunni var Pétur Guðjónsson sá maður sem æfði fyrstur þjóðsönginn í stofunni hjá sér. Við erum að tileinka honum þennan dag, meðal annars með því að syngja þjóðsönginn. Jafn- framt því sem sungið er til heið- urs Pétri og fyrsta samsöngsins er þetta 150 ára afmæli íslenska karlakórsins, því karlakór er elsta tónleikaform þjóðarinnar.“ ■ umræðufund um hryðjuverk í ljósi ný- liðinna atburða á Spáni. Á undan um- ræðu flytja Magnús Þ. Bernharðsson, Brynhildur Ólafsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir stutt erindi.  12.10 Félagsfræðingafélag Ís- lands stendur fyrir málþingi í stofu 101 í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Íslands, undir yfirskriftinni Börn og sjón- varp á Íslandi: málþing um fjölmiðla- rannsóknir.  13.00 Ís-Forsa, samtök áhugafólks um rannsóknir og þróunarstarf á sviði félagsráðgjafar, halda málþing undir yfir- skriftinni Fræðastörf í fyrirrúmi. Tengsl fræða og fags í félagsráðgjöf á Grand Hóteli, Reykjavík. ■ ■ FUNDIR  09.00 IMG Deloitte stendur fyrir námstefnu um Vinnustaðavandamál á Hótel Sögu.  12.05 Umræðufundur um hryðju- verk í ljósi nýliðinna atburða á Spáni verður haldinn á vegum Háskóla Íslands og Alþjóðamálastofnunar Háskólans í hátíðarsal Háskólans. Á undan umræðu flytja Magnús Þ. Bernharðsson, Bryn- hildur Ólafsdóttir og Hólmfríður Garð- arsdóttir stutt erindi. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. Elvis til Akureyrar ELDAÐ MEÐ ELVIS Ófullnægða eiginkonan gamnar sér með deildarstjóranum. Kóratónleikar í 150 ár KARLAKÓR KEFLAVÍKUR, KARLAKÓRINN FÓSTBRÆÐUR OG KARLAKÓRINN ÞRESTIR Auk þessara karlakóra munu Karlakór Reykjavíkur, Karlakór Selfoss, Karlakórinn Stefnir og Karlakór Hreppamanna taka þátt í afmælistónleikum í tilefni þess að 150 ár eru liðin frá fyrsta opinbera samsöngnum á Íslandi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K AR ÍT AS ÍV AR SD Ó TT IR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.