Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 12
12 2. apríl 2004 FÖSTUDAGUR KAMBÓDÍSKIR VEIÐIMENN Kambódísk hjón leggja net á Mekong-fljóti þar sem það rennur í gegnum Phnom Penh. Veiði í fljótinu hefur dregist saman um helming frá síðasta ári. Kárahnjúkar: Annar risabor til landsins KÁRAHNJÚKAR Skip Samskipa, m/s BBC Singapore, kom til landsins frá Bandaríkjunum í gær með annan risaborinn af þremur sem nota á til að bora aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar. Borinn verður notaður í að- göngum 2 við Axará. Vegur farmurinn sem fer að Kára- hnjúkum samtals um eitt þúsund tonn og átti flutningur frá Reyðarfirði upp á virkjunarsvæðið að hefjast síðustu nótt. Það eru stórflutningadeild Sam- skipa sem hefur umsjón með flutn- ingi borsins frá Bandaríkjunum til Reyðarfjarðar og Landflutningar hafa annast undirbúning flutning- anna frá Reyðarfirði upp á virkjunar- svæðið. Fyrirkomulag flutninganna frá Reyðarfirði að að göngum 2 við Axará verður með svipuð sniði og þegar fyrsti risaborinn var fluttur á virkjunarsvæðið. Akstursplan hefur verið samþykkt af lögregluyfirvöld- um í Fjarðabyggð og á Austur-Héraði. Er stefnt að því að ljúka flutning- um á öllum lausum hlutum úr bornum næstu þrjár til fjórar nætur. Aðstæð- ur eystra til slíkra flutninga eru til muna betri nú en fyrir jól. Einnig er leiðin að aðgöngum 2 við Axará held- ur styttri en að aðgöngum 3 í Glúms- staðadal, eða sem nemur tveggja tíma akstri. Undirbúningur er hafinn hjá Sam- skipum á flutningi þriðju borvélar- innar til landsins. Hún er væntaleg til Reyðarfjarðar með m/s BBC Iceland upp úr miðjum apríl, einnig frá Phildadelphia í Bandaríkjunum. Sú borvél mun verða flutt að aðgöngum 1 á Teigsbjargi. ■ Spá svipaðri lax- veiði og í fyrra Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir horfur á svipaðri laxveiði í sumar og í fyrrasumar. Laxveiðin í fyrra var um tvö prósent undir meðalveiði síðasta aldarfjórðungs. LAXVEIÐI „Þær tölur sem borist hafa benda til að stangveiðin á síð- asta sumri hafi verið nærri 34.000 laxar. Veiðin var því nánast sú sama og árið áður en þá veiddust 33.767 laxar á stöng,“ sagði Guðni Guðbergsson fiskifræðingur á ársfundi Veiðimálastofnunar, sem haldinn var á Hvanneyri í Borgar- firði, í liðinni viku. Veiðin í fyrra undir meðaltali Stangveiðin í fyrrasumar var um 2% undir meðalveiði áranna 1974–2002. Aflinn í stangveiðinni, þ.e. fjöldi veiddra að frádregnum fjölda þeirra sem sleppt var aftur var um 28.550 laxar. Þetta er um 3% aukning frá árinu 2002 en um 17% undir meðalafla síðustu 30 ára. Af löxum veiddum á stöng var um 5.360 sleppt aftur en það er um 15,8% af veiðinni. Hlutfall þeirra laxa sem sleppt er hefur farið vaxandi frá árinu 1996 þeg- ar það var 2,3% og var sumarið 2002 komið í 17,7% af laxveið- inni. Hlutfall slepptra laxa hefur því lækkað frá árinu áður. Heild- arþungi stangaveiddra laxa var um 86 tonn sumarið 2003. „Á síðasta sumri varð minnkun í fjölda smálaxa í veiði en jafn- framt varð lítils háttar aukning í veiði stórlaxa, einkum á Norð- austurlandi. Ekki er ljóst af hverju fækkun á smálaxi á Norð- urlandi stafar. Á árum áður var nokkuð sterk fylgni milli veiði á smálaxi og stórlaxi árið á eftir. Góð smálaxaár gáfu vísbendingar um góða veiði á stórlaxi árið eftir. Þessi tengsl halda ekki lengur á sama hátt og áður. Þess er þó vænst að smálaxinn haldi sínum hlut á komandi sumri og að bati í stórlaxi ætti einnig að geta hald- ist. Vegna þeirrar langtímaþróun- ar sem orðið hefur í fækkun stór- laxa, eru veiðimenn enn hvattir til að hlífa honum. Er bæði talið rétt að sýna varfærni í nýtingu þegar slík minnkun kemur fram til verndunar erfðaþátta og einnig er meirihluti stórlaxanna hrygnur sem leggja til mun fleiri hrogn en smálaxahrygnur og því mikilvæg- ar til viðhalds stofna. Í heild má vænta þess að laxgengd í sumar geti orðið svipuð og hún var síð- asta sumar,“ sagði Guðni Guð- bergsson. Vaxandi nýting „Verðmæti veiðinýtingar í fersku vatni á Íslandi heldur áfram að vaxa og laxastofnar hér á landi hafa haldið sínum hlut bet- ur en víðast annars staðar,“ sagði Sigurður Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Veiðimálastofunar. „Veiðileyfamarkaðurinn veltur einum milljarði á hverju ári og það er hægt að auka þá veltu. Engu að síður eru blikur á lofti. Stórlaxar eru færri en áður var og hefur niðursveiflan á honum var- að alltof lengi. Það þarf því að efla rannsóknir en það kostar sitt. Ljóst er að þekking okkar á sjáv- ardvöl laxins er af skornum skammti. Síðustu árin hefur Veiðimálastofnun lagt meiri áher- slu á þetta svið,“ sagði Sigurður. Benóný Jónsson, suðurlands- deild Veiðimálastofnunar sagði að stutt yrði í það að gerð yrði rann- sókn á „veiða og sleppa“ dæminu. Kanna þyrfti hvað yrði um laxana sem sleppt er aftur í árnar og hvort þeir hrygni með öðrum löx- um í ánum. Þessi rannsókn hefur án efa mikið gildi og hennar er þörf sem fyrst en í fyrra var 5.360 löxum sleppt aftur í árnar. „Við þurftum að taka erfiðar ákvarðanir í fyrra en ég ekki óvinur veiðimanna, mér sárnaði hvernig veiðimenn töluðu um mig síðasta haust,“ sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, en hann var gestur á fundinum. Guðni beindi orðum sínum meðal annars til Óðins Sigþórssonar, for- manns Landssambands veiði- félaga, sem veittist hart að ráð- herranum, þegar tilskipun ESS var samþykkt á Alþingi. „Þessar deilur í fyrra eru gleymdar af minni hálfu og núna eigum við bara samleið hér eftir, ég og veiðimenn,“ sagði landbún- aðarráðherra. ■ Opið um helgar frá 10 -16 Dalvegi 6-8 · Kópavogi · Sími 535 3515 www.kraftvelar.is Er garðurinn í þínum höndum ? – hefur þú séð DV í dag? Þorsteinn sagður hafa reynt að stinga 4 milljónum undan HAMID KARZAI Forseti Afganistans veifar til fréttamanna fyrir framan Bellevue-höllina í Berlín. Afganar biðja um hjálp: Vantar 2000 milljarða BERLÍN Hamid Karzai, forseti Afganistans, hefur óskað eftir frekari aðstoð frá alþjóðasam- félaginu til að stöðva framleiðslu ólöglegra eiturlyfja í landi sínu. Afgönsk stjórnvöld vonast til þess að fá alþjóðlega styrki upp á sem svarar tæpum 2000 milljörðum ís- lenskra króna á næstu sjö árum. Karzai sagði að eiturlyf væru að „grafa undan tilvist“ heima- lands síns þegar hann ávarpaði viðstadda á fjáröflunarráðstefnu í Berlín. Forsetinn ítrekaði nauð- syn þess að aðstoða bændur við að snúa sér að ræktun annarra plantna en þeirra sem notaðar eru til að framleiða eiturlyf. Embættismenn frá fimmtíu löndum taka þátt í ráðstefnunni sem lýkur í dag. ■ FYRSTI RISABORINN Annar af þremur risaborum sem notaðir verða til að bora aðrennslisgöng Kárahnjúka- virkjunar kom til landsins í gær og verður fluttur á vinnusvæðið næstu nætur. Þriðji og síðasti borinn er væntanlegur til landsins um miðjan mánuðinn. Veiði GUNNAR BENDER ■ skrifar um horfur og spá fyrir laxveiði komandi sumars. SÁTTIR Guðni Ágústsson og Óðinn Sigþórsson takast í hendur eftir orðaskipti á fundinum, en þeir ræddu mál smástund. Ekki er vitað hvort þeir skildu sáttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.