Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 28

Fréttablaðið - 02.04.2004, Page 28
Skólavörðustíg 21 101 Reykjavík Símar 552 2419 / 698 7273 Opið virka daga kl. 12:00-18.00 og laugardaga kl. 12:00-16.00 Andblær liðinna ára Antik-Húsið Sófalist FALLEGAR YFIRBREIÐSLUR FYRIR SÓFA OG STÓLA Síðumúla 20, 2 hæð (fyrir ofan Öndvegi) Upplýsingar um opnunartíma í síma 553 0444 og 692 8022 www.sofalist.is Gamalt og gott Að róta í gömlu dóti er gaman eins og allir vita. Þessi fallegi vigt fæst í Skeifunni Húsgagnamiðlun Smiðjuvegi. Ljósin í bænum: Snjóbolti Hnífapör eru mismunandi að gerð og gæðum og útlitið breyti- legt þótt þau þjóni öll sama til- ganginum. Ekki ber að vanmeta hnífapörin, þau skipta jafn miklu máli og kristalsglösin og kertin á fallega álögðu veislu- borði, fyrir utan að koma ofan í okkur næringunni. Margar búðir í bænum selja afar vönduð hnífapör, bæði þessi hefðbundnu, hversdags og spari, en einnig er töluvert úrval af sérhönnuðum hnífapörum fyrir mismunandi mat eins og steik- ina, laxinn, spaghettiíið og eftir- matinn. Hnífapör: Jafn mikilvæg og kristalsglösin Praktískt Hnífapör á standi frá Habitat. Einfalt Frá Lífi og list. Hagkvæmt Úr Byggt og búið.Vinsælt ÚrByggt og búið. Íslensk hönnun: Púðarnir eru fyrst og fremst myndverk Svava Kristín Egilson myndlist- arkona hefur opnað sýningu á púðum og fleiri myndverkum í versluninni Sætir sófar í Kópa- vogi, en í febrúar sýndi hún verk sín í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Þeg- ar ég var búin að taka niður sýn- inguna fór ég á stúfana og fann mér góða veggi fyrir verkin mín hér í Sætum sófum,“ segir Svava Kristín en veggverkin hennar eru blanda af textíl og málverk- um. „Ég hanna einnig og sauma púða svo ég setti líka upp púða- sýningu. Ég legg áherslu á púð- ana sem myndverk, en þeir mynda nokkurs konar ramma utan um myndirnar.“ Svava Kristín stundaði nám á listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti en fór eftir það í hús- mæðraskóla þar sem hún lærði að vefa og sauma. Hún stundaði svo nám í ljósmyndun í tvö ár. „Ég nýti mér ljósmyndir mikið í hugmyndaöflun, nota mynda- stemningar. Það má segja að ég festi hugmyndir á blað með ljós- myndum.“ Svava Kristín lærði líka tækniteiknun en endaði svo í Myndlistarskólanum á Akureyri. „Þá var leið mín í raun valin.“ Svava Kristín nýtir sér fjöl- breytta reynslu sína og blandar gjarnan saman ólíkum aðferð- um. „Ég sauma í málverkin og stundum minna þau á bútasaum. Ég þrykki líka og nota því graf- íktækni eins og dúkristur. Það má eiginlega segja að ég vinni út frá hjartanu hverju sinni. Nú er ég til dæmis farin að vinna svolítið með gluggaverk og önn- ur gegnsæ myndverk.“ Svava Kristín bjó í Eyjafjarð- arsveit og var fyrst með vinnu- stofu í bílskúrnum heima hjá sér. Nú er hún hins vegar flutt í Hafnarfjörð og er með vinnu- stofu í Hafnarfirði. „Húsið er kallað Gamli dvergur, en þarna var áður trésmíðaverkstæði. Vinnustofan mín er opin al- menningi þegar ég er á staðn- um, en opnunartíminn er svolít- ið óreglulegur ennþá,“ segir hún. audur@frettabladid.is Púðarnir ramma inn myndirnar Svava Kristín saumar mikið, bæði púða og í málverkin sín. FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA Myndirnar á veggjunum eru blanda af textílverkum og málverkum Svava Kristín nýtir sér fjölbreytta menntun sína við listsköpunina. Á glæsilegri hæð við Hagamel hangir sögufrægt ljós yfir sófa- borðinu í betri stofunni. Ljósið er eftir hönnuðinn Poul Henn- ingsen sem hóf störf með danska hönnuðinum Louis Poul- sen árið1924. Ljósið, sem kallað er „Snjóboltinn“, hannaði Henn- ingsen sama ár og hann hóf störf hjá Poulsen en þetta ein- staka ljós kom til landsins 1982 og var hengt upp ásamt fleiri ljósum sömu gerðar á Hótel Valhöll á Þingvöllum. Árið 1990 voru öll ljósin tekin niður því þau þóttu ekki í takt við tísku- straumana það árið og voru lögð til hliðar. Í dag hafa þessi ljós gengið í endurnýjun lífdaga og gömlu dönsku Valhallarljós- in hanga nú á íslenskum heimil- um úti um allan bæ.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.