Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 29.05.2004, Qupperneq 6
6 29. maí 2004 LAUGARDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 71,55 -0,60% Sterlingspund 131,35 0,02% Dönsk króna 11,78 0,20% Evra 87,65 0,21% Gengisvísitala krónu 122,09 -0,33% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 275 Velta 6.844 milljónir ICEX-15 2.665 0,21% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 268.329 Actavis Group hf. 88.871 Íslandsbanki hf. 56.955 Mesta hækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. 7,25% Burðarás hf. 1,04% Medcare Flaga 0,86% Mesta lækkun Kögun hf. -1,80% AFL fjárfestingarfélag hf. -0,83% Marel hf. -0,68% Erlendar vísitölur DJ* 10.192,1 -0,1% Nasdaq* 1.987,1 0,1% FTSE 4.430,7 -0,5% DAX 3.902,7 -0,3% NK50 1.413,3 0,3% S&P* 1.119,7 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir vikurflutningaskipið semstrandaði við innsiglinguna í Þorláks- höfn í vikunni? 2Íslandsmeistarar KR í knattspyrnunáði í sín fyrstu stig í Landsbanka- deildinni í vikunni. Hverja sigruðu KR- ingar og hvernig? 3Rússneska olíufyrirtækið Yukos ramb-ar á barmi gjaldþrots vegna skatta- skulda. Hver er eigandi Yukos? Svörin eru á bls. 22 Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöðum í Biskupstungum: Kærum okkur ekki um að eiga kirkju SAFNAÐARMÁL „Við kærum okkur ekkert um að eiga kirkju,“ sagði Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöð- um í Biskupstungum um þær fregnir að gleymst hefði í land- búnaðarráðuneytinu að undan- skilja kirkjuna á Torfastöðum, þegar hún og Ólafur Einarsson bóndi hennar keyptu jörðina af ríkinu árið 1997. Drífa sagði að málið hefði orð- ið ljóst með þeim hætti að einhver í sóknarnefndinni hefði uppgötv- að að kirkjan hefði verið seld með jörðinni. „Við gerðum ekkert veður út af þessu, það skipti engu máli,“ sagði Drífa. „Við litum aldrei svo á að við ættum kirkjuna, en hins vegar var hún ekki undanskilin í kaup- samningi á sínum tíma. Ég geri ráð fyrir að ráðherra landbúnaðar hafi forgöngu um að gengið verði frá þessu máli eins og menn telja að það eigi að vera.“ Drífa sagði að samkomulag eigenda Torfastaða við safnaðar- nefndina hefði verið gott og þeim Torfastaðahjónum þætti vænt um kirkjuna og söfnuðinn. „Þetta er mjög einfalt mál og verið að gera úlfalda úr mýflugu í fréttaflutningi af því,“ sagði Drífa og bætti við að þau hjónin skrifuðu að sjálf- sögðu undir samning um að- skilnað kirkju og jarðar þegar til þess kæmi. ■ Lögreglan leitar vitorðsmanna Lögreglan leitar nú hugsanlegra vitorðsmanna Íslendings sem tekinn var með tvö kíló af amfetamíni og kókaíni í Leifsstöð á mánudag. Eng- inn hafði verið yfirheyrður vegna málsins í gær utan umrædds manns. LÖGREGLUMÁL Rannsókn lögregl- unnar í Reykjavík á máli Íslend- ings sem tekinn var með tvö kíló af amfetamíni og kókaíni í Leifs- stöð beinist nú meðal annars að því hverjir séu í vitorði með hon- um. Með tilliti til magns fíkniefn- anna sem maðurinn reyndi að koma inn í landið þykir fullljóst að hann hafi verið í samstarfi við einhverja hér. Nær útilokað þykir að hann hafi ætlað sér að vera einn um að koma efnunum í verð, samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins. Fleiri höfðu þó ekki ver- ið yfirheyrðir síðdegis í gær. Það var Tollgæslan á Keflavík- urflugvelli sem fann fíkniefnin við eftirlit á íslenskum manni sem var að koma frá Kaupmannahöfn síðastliðinn mánudag. Hafði hann falið efnin innanklæða á nokkrum stöðum en hafði ekki límt þau á líkamann eins og gjarnan er gert þegar um er að ræða tilraunir til smygls af þessu tagi. Maðurinn reyndist vera með eitt kíló af kókaíni og eitt kíló af amfetamíni. Er þetta mesta magn þessara efna sem einn maður hefur reynt að smygla inn í landið til þessa. Hann var úrskurðaður í 3 vikna gæslu- varðhald í Héraðsdómi Reykja- víkur á þriðjudag, daginn eftir komuna til landsins. Umræddur maður er 39 ára. Samkvæmt upplýsingum blaðsins hefur hann gerst brotlegur við lög áður, en þau brot munu ekki varða við fíkniefnalöggjöfina né vera stórvægileg. Egill Stephensen saksóknari hjá lögreglunni í Reykjavík kvaðst ekki vilja tjá sig um málið. Rannsókn væri í fullum gangi, en væri á afar viðkvæmu stigi enn sem komið væri. Tollgæslan á Keflavíkurflug- velli hefur lagt hald á 15 kíló af hassi það sem af er þessu ári. Það er meira magn heldur en allt árið í fyrra. Einnig hefur verið lagt hald á meira magn af hörðum efn- um nú en allt árið í fyrra. Hvað varðar amfetamín og kókaín lagði lögregla hald á rúmlega kíló af amfetamíni og um hundrað grömm af kókaíni á síðasta ári, þannig að magnið sem hald hefur verið lagt á þessu ári er þegar orðið umtalsvert meira. jss@frettabladid.is ÞORKELL SIGURLAUGSSON Eftir langan og fjölbreyttan feril hjá Eim- skipafélaginu fer hann og sinnir þróun í Háskólanum í Reykjavík. Breytingar hjá Burðarási: Lykilstjórn- andi kveður VIÐSKIPTI Þorkell Sigurlaugsson, einn lykilstarfsmanna Burðaráss, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Háskólans í Reykjavík. Þorkell á að baki lang- an feril sem einn af lykilstjórn- endum Eimskipafélagsins og Burðaráss. Hann hefur gegnt stjórnunarstörfum í fyrirtækinu frá árinu 1977. Þorkell mun meðfram nýju starfi hjá Háskólanum sinna áfram verkefnum fyrir Burðarás, en hann er meðal annars stjórnar- formaður Marels. Auk stjórnun- arstarfa í Eimskipafélaginu hefur Þorkell ritað fjölda greina og bækur um stjórnun og viðskipta- líf. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR EGILSSTAÐIR Tveir menn af höf- uðborgarsvæðinu gistu fanga- geymslur lögreglunnar á Egils- stöðum í fyrrinótt. Þeir gengu um bæinn með óspektum og drykkjulátum. Lögreglan gat lítið tjónkað við þeim en lét þá lausa í gærmorgun. Ekki er vitað um ferðir þeirra síðan. www.plusferdir.is Benidorm 29.955 kr. N E T M.v. 2 fullorðna og 2 börn 2ja-11 ára í íbúð með 1 svefnherbergi í 7 nætur á Halley 16. júní. Innifalið er flug, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Verð miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman 39.990 kr. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 16. júní Verð frá KIRKJUSALA Kirkjan á Torfastöðum í Biskupstungum var ekki undanskilin í samningum þegar land- búnaðarráðuneytið seldi jörðina fyrir hönd ríkisins árið 1997. Það verður nú leiðrétt. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HARÐUR ÁREKSTUR Jeppi og fólksbíll rákust á nálægt Akra- nesi um tvöleytið í fyrradag. Bíl- stjórarnir voru fluttir til aðhlynn- ingar á sjúkrahúsið á Akranesi. Engir farþegar voru í bílunum. LEIFSSTÖÐ Maðurinn sem tekinn var með 2 kíló af fíkniefnum innan klæða í Leifsstöð var að koma frá Kaupmannahöfn. KÓKAÍN Ljóst þykir að maðurinn hafi verið í sam- starfi við aðra um að koma efnunum í verð. Myndin er sviðsett.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.