Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 29.05.2004, Qupperneq 10
29. maí 2004 LAUGARDAGUR FYRSTI LEIKURINN Í MARAÞONFJÖLTEFLI Hrafn Jökulsson, formaður Skákfélagsins Hróksins, hóf í gærmorgun sögulegt maraþon- fjöltefli í Smáralind. Fyrsti leikurinn var leikinn klukkan níu og var áætlað að fjölteflið stæði til klukkan 16 í dag, eða í 30 tíma. Hrafn teflir við fjölbreyttan hóp mótherja, þjóð- kunna einstaklingja jafnt sem grunnskólabörn. Tilgangurinn með þessu framtaki Hrafns er að safna fé til styrktar barnastarfi Hróksins. DÓMSMÁL Málið má rekja aftur til síðari hluta árs 2002. Málsaðilar höfðu gert með sér samning um viðskipti á líkkistum og fylgihlut- um. Eigendur Fjöl-smíðar töldu að Útfararstofan hefði ekki staðið við samninginn, ekki greitt reikninga á réttum tíma og að auki hafið að versla við aðra aðila. Eftir lang- varandi innheimtuaðgerðir höfð- uðu eigendur Líkkistuvinnustof- unnar mál á hendur Útfararstofu Íslands til greiðslu skuldar upp á 3,6 milljónir króna, auk dráttar- vaxta og málskostnaðar á tímabil- inu 20. ágúst til 23. október 2002. Eigandi Útfararstofunnar taldi að framlagðir reikningar væru alltof margir og alltof háir. Þá kvað hann útilokað að hann hefði pantað og fengið afhentan slíkan fjölda af líkkistum og fylgihlutum sem Fjöl-smíð krefði hann nú um greiðslu á. Þar munaði 21 líkkistu, að hans sögn. Vildi hann lækka kröfuna sem því næmi. Niðurstaða dómsins var sú að í málinu væri Fjöl-smíð að krefja Útfararstofu Íslands um greiðslu á samtals 54 líkkistum auk annars, svo sem sængurfata, klúta, líkflutninga, krossa auk annars. Hefði eigandi líkkistu- vinnustofunnar lagt fram yfirlit frá kirkjugörðum Reykjavíkur- prófastsdæma þar sem fram kæmi að samtals 55 útfarir hefðu verið skráðar á Útfararstofuna á umræddu tímabili. Þá hefðu farið fram níu jarðarfarir á vegum forsvarsmanns Útfararstofunnar í kirkjugarðinum í Hafnarfirði á sama tímabili. Í gildi hefði verið samningur þar sem Útfararstofan hefði skuldbundið sig til að kaupa allar kistur, sængur, kodda, blæjur og standa hjá Fjöl-smíð. Uppsagnarfrestur þess samnings hefði enn verið í gildi þegar flutt- ar hefðu verið inn 100 líkkistur með Dettifossi á vegum eiganda Útfararstofunnar. Taldi dómurinn „stórfelld kaup hans á líkkistum frá Lettlandi benda til þess að hann hafi engan vilja haft til að eiga frekari viðskipti við stefn- anda eftir að til uppsagnar“ samn- ings kom. Var eigandi Útfararstofunnar dæmdur til að greiða Fjöl-smíð fram komnar kröfur ásamt dráttarvöxtum. Jafnframt var honum gert að greiða Líkkistu- vinnustofunni 500 þúsund krónur í málskostnað. jss@frettabladid.is Hefur þú séð DV í dag? DAGBLAÐIÐ VÍSIR 121. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 29. MAÍ 2004 ] VERÐ KR. 250 Besti megrunarkúrinn erefnaskiptakúr Landspítalans bls. 45 Atli Helgason lögfræðingur var á kafi í dópi þegar hann varð besta vini sínum og viðskiptafélaga að bana fyrir fjórum árum. Líf hans snerist við á einni nóttu þegar hann játaði og martröðin rann upp fyrir honum. Í ítarlegu viðtali við DV segir Atli að sér sé engin vorkunn og hann biður bara um miskunn fyrir fjölskyldu sína. Sjálfur tekur hann út sína refsingu – 16 ára fangelsi. Flott á Porsche Logiog Svanhildur á geggjuðum sportbíl Bls. 41 Margrét FrímannsGlöð yfir því að fá að verða fimmtug Bls.30-31 4árumeftir morðið 28bestuelskhugarbæjarins Hafnfirski snyrtipinninn með 2 kíló a f dópi í Leifsst öð Átök í Kongó: Kosta fjóra lífið KINSHASA, AP Deilur milli hersveita stjórnvalda í Kongó og uppreisnar- gjarnra fyrrum hermanna hafa blossað upp í borginni Bukavu í austurhluta landsins. Átökin höfðu í gær kostað fjóra lífið, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóð- unum. Þá særðist erlendur starfs- maður Sameinuðu þjóðanna í átök- unum. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna gengu vopnaðir um á göt- um úti en ekki hafði verið skotið að þeim, að sögn talsmanns Sameinuðu þjóðanna í höfuðborginni Kinshasa. Ekki var vitað í gær hvað olli átökunum. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DAGPENINGAR Um næstu mánaða- mót hækka dagpeningagreiðslur til starfsmanna ríkisins um 2.600 krónur á dag þegar ferðast sé inn- anlands. Munu þeir því njóta dag- peninga að upphæð 15.700 kr. sem ætlaðar eru til að dekka kostað við fæði og gistingu. Dagpeningar vegna ferðalaga erlendis standa hins vegar í stað en ríkisstarfs- maður fær 27.007 krónur á dag sé hann staddur í Tókýó, New York, London eða Washington. Sé við- komandi annars staðar greiðist aðeins 22.241 króna. Taka ber fram að erlendir dagpeningar greiðast eftir svokölluðu SDR- gengi sem ríkið ákvað sjálft að taka upp á verðbólgutímum hér áður fyrr og stendur ekki til að breyta því þó krónan hafi styrkst til muna síðan. Akstursgreiðslur til starfs- manna ríkisins hækka ennfremur um tæpar fimm krónur á hvern kílómetra. ■ Fjármálaráðuneytið: Dagpeningagreiðslur hækka TÆPLEGA 16 ÞÚSUND Á DAG Það má víða gista vel og njóta góðs matar á landsbyggðinni fyrir þann pening dag hvern. LÍKKISTUR FRÁ LETTLANDI Útfararstofa Íslands flutti inn 100 líkkistur frá Lettlandi í apríl 2002, að því er fram kemur í dómskjölum. Hún var dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku vegna vanskila og samningsrofa. Líkkistuvinnustofa vann útfararstofu Líkkistuvinnustofan Fjöl-smíð í Hafnarfirði vann nýverið allsérstætt mál gegn Útfararstofu Íslands ehf. fyrir héraðsdómi. Málið snerist um samningsrof og vanskil, meðal annars vegna kaupa á 54 líkkistum. ÚTFARARSTOFAN Húsnæði Útfararstofunnar er í Suðurhlíð í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.