Fréttablaðið - 29.05.2004, Side 12

Fréttablaðið - 29.05.2004, Side 12
12 29. maí 2004 LAUGARDAGUR KÁTIR PILTAR Strákarnir í Hay al-Soulom hverfinu í Beirút létu blóðug mótmæli á fimmtudag ekki koma í veg fyrir leiki sína í gær, held- ur brugðu sér undir stýri á bíl sem var kveikt í. Flugstöðin keypti Íslenskan markað: Aftur í ríkiseigu FLUGSTÖÐ Flugstöð Leifs Eiríks- sonar hefur keypt allt hlutafé í Íslenskum markaði fyrir 336 milljónir króna og tekur við rekstrinum á þriðjudag. Miklar deilur hafa staðið vegna upp- sagnar Flugstöðvarinnar á leigusamningi við Íslenskan markað og aðstöðu í Leifsstöð en þær eru nú úr sögunni. Hluthafar Íslensks markaðar eru 41 en þeir keyptu 52% hlut sinn af ríkinu við einkavæðingu árið 1998. Ríkið er því að kaupa aftur hinn einkavædda hlut. Í tilkynningu frá flugstöðinni segir að um þetta hafi verið samið til að hægt sé að vinna hratt að nauðsynlegum breyt- ingum í stöðinni og laga starf- semi hennar að örri fjölgun far- þega. Gert er ráð fyrir að starfs- fólki Íslensks markaðar verði boðin önnur störf í flugstöðinni og því komi ekki til uppsagna vegna breytinga á eignarhaldi félagsins. Næstu misserin er ætlunin að stækka innritunarsal og mót- tökusal, útbúa nýtt skrifstofu- rými á 3. hæð og verslunar- og þjónusturými á 2. hæð verður stækkað og endurskipulagt. ■ Lýstur látinn: Andaði eftir andlátið BANDARÍKIN, AP Klukkutíma eftir að læknir lýsti hinn tveggja ára gamla Logan Pinto látinn varð hjúkrunar- kona vör við að hann andaði. Hjúkrunarkonan var þá að búa „líkið“ til flutnings á útfararstofu. Logan féll í skurð nærri heimili sínu í Idaho og lá í vatninu í nær hálftíma áður en lögregla fann hann. Lífgunartilraunir virtust ekki bera árangur og var pilturinn lýstur látinn. Foreldrar hans fengu smá tíma til að kveðja hann áður en lík hans var búið til flutnings en þá sá hjúkrunarkona að brjóstkassi hans lyftist lítillega. Hann dvelur nú á gjörgæslu. ■ Þrjú börn myrt: Ungur piltur afhöfðaður BANDARÍKIN, AP „Ég hef séð minn skerf af morðum en ég hef aldrei séð neitt jafn hryllilegt og þetta,“ sagði lögreglumaðurinn Kenneth Blackwell við Washington Post um sjónina sem blasti við honum þegar hann var kallaður á vett- vang í Baltimore þar sem þrjú börn höfðu verið myrt. Höfuðið hafði verið skorið af tíu ára dreng og tvær níu ára stúlkur stungnar til bana. „Þetta er eitthvað sem ég man eftir þar til ég dreg andann í síðasta sinn,“ sagði Blackwell. Móðir stúlknanna fann börnin myrt þegar hún sneri heim eftir vinnu. Einn maður hefur verið tekinn til yfirheyrslu en óvíst er hvort hann framdi morðin. ■ LINDH MINNST Í BÚDAPEST Minnisvarði um Önnu Lindh, fyrr- um utanríkisráðherra Svíþjóðar, var vígður í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands, í gær. Borgar- stjórnin og utanríkisráðuneytið stóðu að þessu í sameiningu og vildu leggja áherslu á þátt Lindh í stækkun Evrópusambandsins. SVÍAR TIL AFGANISTAN Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga sænskum hermönnum sem eru við friðargæslu í Afganistan. 85 hermenn verða sendir til landsins til viðbótar við þá 25 sem eru þar fyrir. ■ Evrópa Úthlutað úr forvarnarsjóði: Frumkvöð- ull heiðraður FORVARNIR Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, úthlutaði formlega úr forvarnarsjóði á fimmtudag en alls voru tæplega 45 milljónir veittar í styrki. Verkefnin voru af fjölbreyttum toga og ljóst er að skortur á vilja, hugmynda- auðgi og krafti stendur forvarna- starfi ekki fyrir þrifum. Við sama tækifæri var Helgi Seljan heiðrað- ur fyrir ötult og óeigingjarnt starf í þágu áfengisvarna, en starf hans innan bindindissamtakanna spann- ar rúmlega hálfa öld. ■ HELGI SELJAN BINDINDISFRÖMUÐUR. Helgi var heiðraður fyrir ötult forvarnarstarf í gegnum tíðina. LEIFSSTÖÐ Íslenskur markaður, sem var seldur að hluta í einkavæðingu ríkisins fyrir fimm árum, er nú aftur kominn í eigu ríkisins. Stjórnsýslan vanmáttug Koma verður á fót mengunarbótasjóði til að koma í veg fyrir deilur um kostnað við björgun á strandstað, líkt og komu upp þegar Víkartindur strandaði í mars 1997. Í nýrri skýrslu um strand- ið segir að stjórnsýslan hafi verið vanmáttug til að fást við slysið. VÍKARTINDUR Stjórnsýslan og opin- berir viðbragðsaðilar voru um margt vanmáttug við að bregð- ast við þeim aðstæðum sem upp komu þegar flutningaskipið Víkartindur strandaði við Þjórs- árósa 5. mars 1997. Þetta má meðal annars lesa í skýrslu Um- hverfisstofnunar um strandið. Þar er einnig fjallað um óvissu í lagaumhverfi, óljósa verkaskipt- ingu í viðbrögðum, skort á sam- ræmingu og ómarkviss sam- skipti við fjölmiðla og sagt að þau hafi orsakað togstreitu, óör- yggi og vantrú meðan á aðgerð- um stóð, einkum til að byrja með. Skýrslan er unnin af frum- kvæði bráðamengunarnefndar umhverfisráðueytisins, Um- hverfisstofnunar og Siglinga- stofnunar. Bráðamengunar- nefndin er skipuð fulltrúum stofnana sem tengjast viðbrögð- um við bráðum mengunaróhöpp- um á sjó og ströndum. Nefndin ákvað að fá óháðan aðila til að fara yfir þær aðgerðir er lutu að viðbrögðum vegna mengunar- hættu sem skapaðist af strand- inu. Hvað gekk vel, hvað hefði mátt betur fara, auk þess sem leggja átti fram tillögur til úr- bóta. Verkið unnu Þær Ásthildur Elva Bernharðsdóttir og Soffía Björk Guðmundsdóttir. Í skýrslu þeirra er farið ýtar- lega í strandið, frá því að skip- stjórinn frétti fyrst að eitthvað væri að, þar til búið var að hreinsa upp af strandstað. Skip- stjórinn var harðlega gagnrýnd- ur eftir strandið fyrir að þiggja ekki hjálp varðskips Landhelgis- gæslunnar og annarra skipa fyrr en í óefni var komið, og lést skipverji á varðskipinu Ægi við að reyna að bjarga skipinu. Í skýrslunni eru lagðar til ýmsar leiðir til úrbóta, svo sem að siglingalög og strandlög verði endurskoðuð. Einnig er rætt um rétt stjórnvalda til íhlutunar inn- an landhelginnar. Loks er bent á nauðsyn þess að koma á fót mengunarbótasjóði til að koma í veg fyrir deilur um kostnað vegna björgunar. Skýrsluhöfund- ar leggja áherslu á mikilvægi þess að eiga gott samstarf við fjölmiðla og segja að með því að sniðganga þá eða sýna viljaskort, sé hætta á að stjórnendur rýri eigin trúverðugleika og þeirra stofnana sem þeir vinna fyrir. the@frettabladid.is FARMURINN Í FJÖRUNNI Gámar af Víkartindi og varningur dreifðist um stórt svæði á strandstað en eigendur skips og farms stóðu við við sínar ábyrgðir vegna hreinsunar. VÍKARTINDUR Á STRANDSTAÐ Strand Víkartinds við Þjórsárósa var eitt stærsta strand síðari tíma hér við land, en Víkartindur var gámaflutningaskip sem flutti gáma til Íslands á vegum Eimskipafélagsins.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.