Fréttablaðið - 29.05.2004, Síða 18

Fréttablaðið - 29.05.2004, Síða 18
Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður ogformaður Vinstrihreyfingarinnar - grænsframboðs, hefur verið í sviðsljósinu í vikunni. Hann þótti standa sig afar vel í eldhúsdagsumræð- um á Alþingi á mánudaginn. Fulltrúar hinnar ópóli- tísku JC-hreyfingar sem fylgdust með umræðum af þingpöllum voru svo hrifnir að þeir útnefndu hann ræðumann kvöldsins. Raunar er það ekkert nýtt að Steingrímur fái hrós fyrir ræðu- mennsku, því hann hefur allan þing- feril sinn verið talinn meðal helstu ræðuskörunga á Alþingi, skýrmælt- ur, afdráttarlaus og rökfastur. Steingrímur, sem verður fimm- tugur á næsta ári, hefur lifað og hrærst í stjórnmálum frá því á námsárum sínum í Háskóla Ís- lands, þar sem hann lauk jarð- fræðiprófi 1981 og prófum til kennsluréttinda ári seinna. Hann vakti hins vegar fyrst at- hygli sem íþróttafréttamaður Sjónvarpsins 1982 til 1983, en í kjölfar þeirrar frægðar var hann kosinn á þing fyrir Al- þýðubandalagið í Norður- landskjördæmi eystra vorið 1983. Innan Alþýðubandalagsins reis hann fljótt til metorða, var formaður þingflokksins 1987 til 1988, landbúnaðar- og samgöngu- ráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar 1988 til 1991 og varaformaður flokksins 1989 til 1995. Hann fylgdi ekki félögum sínum í Alþýðubandalaginu yfir í Samfylkinguna heldur stofnaði Vinstrihreyfinguna – grænt framboð 1999, þar sem hann hef- ur verið formaður frá upphafi. Menn hafa veitt því athygli að Steingrímur J. hefur alla tíð ver- ið óvenju varfærinn í persónu- legri gagnrýni á Davíð Oddsson forsætisráðherra. Hefur það lengi gefið sögusögnum um gagn- kvæman áhuga þeirra á stjórnar- samstarfi byr undir báða vængi. Forsætisráðherra hefur ýtt undir þetta með því að hrósa Stein- grími jafnan á kostnað annarra leiðtoga stjórnarandstæðinga. Hið sérstaka samband þeirra þótti koma vel fram í eftirlauna- frumvarpinu um síðustu jól, þar sem Steingrímur fékk „leyfi“ frá þingstörfum eftir að hafa lofað Davíð stuðningi við frumvarpið. Það fól í sér ríflegri eftirlaun forsætis- ráðherra en gildandi lög og raunar einnig umtals- verða launahækkun fyrir formenn stjórnar- andstöðuflokkanna. Í ljósi þessa sambands vakti því mikla athygli í síðustu viku þegar Steingrími of- bauð svo framkoma Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra í fjölmiðlamálinu að hann kallaði hann „gungu og druslu“. Vinstri grænir njóta ekki fjöldafylg- is og margir hafa horn í síðu flokks- ins og formannsins. Sérstaklega hefur Samfylkingarfólk látið Vinstri græna fara í taugarnar á sér. Það orð hefur legið á Stein- grími og flokkssystkinum hans að þau væru „á móti öllu“ og þann stimpil hefur þeim ekki tekist að þvo af sér. Fræg eru ummæli Guðna Ágústssonar landbúnað- arráðaherra að Vinstri grænir hefðu bara stutt eitt stjórnar- frumvarp frá honum og það hefðu verið girðingarlögin; „enda eru þeir svo miklir þvergirðingar,“ mun Guðni hafa sagt. „Hugsjónir Steingríms J. ganga út á það að hafa vit fyrir almenningi og skerða frelsi fólks. Steingrímur vill umboð þjóðarinnar til að ráða yfir henni í einu og öllu, slík er forræðis- hyggjan sem hann boðar,“ skrif- aði ung kona í vefritið Deigl- una.com fyrir þremur árum og var ekki hrifin. Í dag minna þessi orð raunar allt eins á leið- toga annars stjórnmálaflokks! Steingrímur nýtur samt fylg- is langt út fyrir raðir Vinstri grænna. Hann skorar hátt í vin- sældakönnunum, heggur þar nærri leiðtoga Sjálfstæðis- flokksins og fer iðulega fram úr honum í nettóvinsældum. Það verður að teljast vel af sér vikið af leiðtoga þess flokks sem lengst er til vinstri í íslenskum stjórnmálum. Líklega byggist það á því að þótt þorri kjósenda sé honum ósammála í stjórnmál- um er almennt viðurkennt að hann sé grandvar og láti málefn- in ráða ferðinni en ekki stundar- vinsældir. ■ 29. maí 2004 LAUGARDAGUR18 MAÐUR VIKUNNAR Ræðuskörungur Alþingis STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON LEIÐTOGI VINSTRI GRÆNNA M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Stórblaðið The New York Times stækkaði enn frekar í vikunni. Að minnsta kosti í mínum augum. Á ritstjórnarsíðu blaðsins birtist upp- gjör við fréttaflutning blaðsins í að- draganda og eftirleik innrásarinnar í Írak. Þessi gagnrýna sjálfsskoðun fylgir í kjölfar þess að blaðið hefur spurt áleitinna spurninga um Íraks- stefnu Bandaríkjastjórnar og for- sendur innrásarinnar. Blaðið rekur dæmi þar sem kapphlaupið um fréttirnar var á kostnað þess að fullkanna heimildir og viðurkennir að leiðréttingar á röngum uppslátt- arfréttum voru faldar ef þær birt- ust yfirleitt. Það fylgir því einhver ferskur andblær að lesa heiðarlegt sjálfsuppgjör. Kannski vegna þess hversu sjaldgæf þau eru hér á landi. Hin ríka ævisagnahefð Ís- lendinga einkenndist lengstum af hetjubókmenntum þar sem mistök voru samviskusamlega skráð á reikning allra annarra en söguhetj- unnar. Fjölmiðlar hafa verið sama marki brenndir.Morgunblaðið hef- ur lagt gríðarlega rækt við að sýna fram á að blaðið hafi rétt fyrir sér í fortíð og nútíð. Ég man ekki í fljótu bragði eftir því að Mogginn hafi nokkurn tímann viðurkennt mistök. Í seinni tíð finnst mér Morgunblaðið raunar æ oftar hætta sér út á hálan ís til að við- halda þessari sjálfsmynd í málum þar sem heiðarlegt endurmat hefði verið miklu heilbrigðara. Þetta er arfur kalda stríðsins, þegar tekist var á um sannleikann sem aðeins var til í tveimur útgáfum, svart eða hvítt. Menn og málgögn töldu sér trú um að ef þeir viðurkenndu minnsta vafa eða veikleika í eigin málflutningi væri það til marks um uppgjöf og ósigur. Kynslóðir stjórnmálamanna ólust upp í þessu kaldastríðsandrúmslofti og telja enn að það sé höfuðsynd að skipta um skoðun, viðurkenna mistök. Margir bundu vonir við að fall Berlínarmúrsins myndi brjóta upp þessa stöðnuðu umræðuhefð á Ís- landi. Það gengur hægt. Blessunar- lega hafa dagblöðin sýnt þess merki á síðustu misserum að þau séu farin að líta á vinnubrögð hvers annars gagnrýnum augum. Sjálfsgagnrýni hlýtur að vera næsta skref. Á stjórnmálasviðinu er þó mest óunnið. Hvernig stend- ur á því að Alþingi Íslendinga virð- ist eina þjóðþingið í heiminum sem ekki hefur metnað eða burði til að upplýsa aðdraganda Íraksmálsins og stuðning stjórnvalda við stríð- ið? Enn er ekki upplýst hverjir stóðu að ákvörðuninni og hvort stuðningur stangaðist á við laga- skyldu um samráð við utanríkis- málanefnd. Eða er það bara brand- ari að gera ráð fyrir að afstaða Ís- lands hafi byggt á traustum gögn- um? Að Alþingi hafi sjálfsvirðingu gagnvart ráðherravaldinu? Eftir síðustu atburði er raunar umhugs- unarefni hvað vinnubrögð þurfa að vera léleg til að þau samræmist ekki virðingu þjóðþingsins. Botn- inum hlýtur að vera náð. ■ SKOÐUN DAGSINS SJÁLFSGAGNRÝNI DAGUR B. EGGERTSSON Það fylgir því ein- hver ferskur andblær að lesa heiðarlegt sjálfsupp- gjör. Kannski vegna þess hversu sjaldgæf þau eru hér á landi. ,, Uppgjör Tímans - heiðarlegt endurmat Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur aukist hér á landi undanfar- in ár enda þótt mikið vanti á að hann sé nægur hjá hinum lægst launuðu. Lægstu laun duga enn ekki til þess að láglaunafólk geti lifað mannsæmandi lífi. Sumir talsmenn ríkisstjórnarinnar halda því fram, að kaupmáttur hafi auk- ist meira undir stjórnarforustu Sjálfstæðisflokksins en í annan tíma. En það er ekki rétt eins og rakið verður hér á eftir. Raunar á hið sama við um hagvöxtinn. Hann hefur aukist meira áður en í tíð síðustu ríkisstjórna undir forustu Sjálfstæðisflokksins. Lítum á þróun kaupmáttar ráð- stöfunartekna á mann sl. 40 ár, þ.e. meðalbreytingu á ári. Kaup- mátturinn segir ef til vill mest um breytingu lífskjara almennings. Eftirfarandi kemur í ljós: Kaup- mátturinn eykst langmest á tíma- bilinu 1971-1980 eða um 5,7%, þ.e. í stjórnartíð Ólafs Jóhannesson- ar,Geirs Hallgrímssonar og Bene- dikts Gröndal. Næstmest eykst kaupmátturinn á viðreisnarára- tugnum 1961-1970 eða um 5,2%. Síðan kemur tímabilið 1981-1990 með 2,2% aukningu kaupmáttar en tímabil ríkisstjórna Davíðs Oddssonar, 1991-2002, rekur lest- ina með 1,8% kaupmáttaraukn- ingu (hér er byggt á hagtölum Þjóðhagsstofnunar og fjármála- ráðuneytis). Ef litið er á hagvöxtinn kemur hið sama í ljós: Hagvöxtur hefur aukist meira á fyrri tímabilum. Athuguð er þróun hagvaxtar sl. 40 ár og litið á hvern áratug fyrir sig. Eftirfarandi kemur í ljós: Á þessu tímabili er meðaltalshag- vöxtur á ári á mann langmestur á tímabilinu 1971-1980 eða rúmlega 5%. Á þessum tíma voru við völd vinstri stjórnir undir forustu Ólafs Jóhannessonar (1971-1974 og 1978-1979), stjórn Geirs Hall- grímssonar (1974-1978) og minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins undir forustu Benedikts Gröndal (1979- 1980). Hagvöxtur er næstmestur á áratugnum á undan, þ.e. 1961- 1970. Þetta er viðreisnaráratugur- inn, þegar ríkisstjórn Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokksins fór með völd. Á þessu tímabili var meðaltalshagvöxtur á ári á mann rúm 3%. Ef litið er á áratuginn 1991-2002, þ.e. stjórnartíð ríkis- stjórna undir forustu Davíðs Oddssonar, kemur í ljós, að meðal- talshagvöxtur á ári er aðeins tæp 2% sem er lítið miðað við hagvöxt viðreisnaráratugarins og hagvöxt tímabilsins 1971-1980 (byggt á töl- um Hagstofunnar). Ef hagvöxtur á Íslandi er bor- inn saman við hagvöxt í öðrum OECD-ríkjum á tímabilinu 1990- 2000 kemur í ljós, að hagvöxtur hér er slakur í samanburði við önnur OECD-ríki. Hagvöxtur er mestur á Írlandi eða 6,2%, þ.e. rúmlega þrefalt meiri en á Íslandi en síðan koma 14 ríki innan OECD, sem öll eru með meiri hag- vöxt en Ísland. Hins vegar er hag- vöxtur mestur á Íslandi af öllum OECD-ríkjum á tímabilinu 1970- 1980 (byggt á tölum OECD). Hér blasir nokkuð annað við en talsmenn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt, m.a. fyrir kosningar vor- ið 2003. Þá var á þeim að heyra, að hagvöxtur hefði verið meiri í tíð ríkisstjórna Davíðs Oddssonar en nokkru sinni fyrr og að kaupmátt- ur hefði aukist meira á því tímabili en í annan tíma. En staðreyndir segja allt annað. Hagvöxtur hefur aðeins verið hóflegur síðasta ára- tuginn eða svipaður og áratuginn á undan en mun minni en 1971-1980 og mun minni en á viðreisnarára- tugnum, 1960-1970. Kaupmáttur ráðstöfnunartekna á mann hefur aukist mun minna sl. áratug en þrjá áratugina á undan. Aukin skattbyrði alls þorra launamanna vegna skattkerfisbreytinga ríkis- stjórnarinnar hefur dregið úr aukningu kaupmáttar ráðstöfunar- tekna. ■ Kaupmátturinn á áttunda áratugnum BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON UMRÆÐAN KAUPMÁTTUR LAUNA Hér blasir nokkuð annað við en tals- menn Sjálfstæðisflokksins hafa sagt, m.a. fyrir kosn- ingar vorið 2003. Þá var á þeim að heyra, að hagvöxt- ur hefði verið meiri í tíð ríkisstjórna Davíðs Odds- sonar en nokkru sinni fyrr og að kaupmáttur hefði aukist meira á því tímabili en í annan tíma. ,,

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.