Fréttablaðið - 29.05.2004, Side 27

Fréttablaðið - 29.05.2004, Side 27
LAUGARDAGUR 29. maí 2004 27 HELLUR STEYPA RÖR MÚRVÖRUR EININGAR Hjá Steypustöðinni færðu faglega ráðgjöf hjá landslagsarkitekt- unum Birni Jóhannssyni, Einari Birgissyni eða Stanislas Bohic um allt sem lýtur að því að skipuleggja nýjan garð eða betrumbæta þann gamla. Pantaðu tíma í síma 540 6800 og fáðu faglega ráðgjöf um skipulag garðsins. Hellur steinar Ráðgjöf landslagsarkitekta Nú er rétti árstíminn til að huga að lóðarframkvæmdum og garðvinnu sem fram- undan eru. Fáðu sendan nýjan bækling okkar um hellur og steina eða kynntu þér úrvalið á steypustodin.is Söludeildin er opin alla virka daga frá kl. 8-18 l r steinar N O N N I O G M A N N I I Y D D A • N M 1 1 9 3 7 / si a. is Reykjavík: Malarhöf›a 10 - S. 540 6800 • Hafnarfir›i: Hringhellu 2 - S. 540 6855 • Selfossi: Hrísm‡ri 8 - S. 540 6881 www.steypustodin.is Hellur og steinar fást einnig í verslunum BYKO Það verður spennandi að sjáhvernig veiðist í Norðurá í Borgarfirði,“ sagði Bjarni Ómar Ragnarsson, formaður Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, í samtali í vikunni. Norðurá, Ferjukots- eyrar og Straumarnir eru opnuð á þriðjudaginn en þá byrjar lax- veiðin fyrir alvöru. „Tilfinningin er góð, vatnið í ánni er meira nú en þegar við opnuðum í fyrra. Síðustu helgi fór áin alveg á flot en þessa dagana er vatnið gott í henni,“ sagði Bjarni enn fremur. Það er stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur sem opnar ána á þessu sumri. Á vef Stangaveiðifélagsins er hægt að giska á hve margir laxar muni veiðast í opnuninni. „Það verður gaman að sjá hver veiðin verður í Straumunum og Ferjukotseyri,“ sagði Ágúst K. Ágústsson hjá Veiðifélaginu Laxá, spurður út í stöðuna þar á bæ. „Svo opnum við Blöndu 5. júní og síðan verða árnar opnaðar ein af annari.“ Það eru ekki bara laxveiðiárn- ar sem verða opnaðar á þriðjudag því urriðasvæðið í Laxá í S-Þing- eyjarsýslu verður opnað á sama tíma og þar verður veiðin örugg- lega góð í byrjun. ■ ■ VEIÐIFRÉTTIR Á VEIÐUM GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. Veiðin hefst í vikunni ÓÞOLINMÓÐUR VEIÐIMAÐUR Veiðimaður einn, sem gat alls ekki beðið eftir að veiðitíminn hæfist, fór í túr fyrir skömmu. Hann byrjaði í Seltjörn, síðan lagði hann leið sína að Reynis- vatni og endaði í Hvammsvík. Veiðin var fín og hann fékk væna fiska. ÁGÆT VEIÐI Í MEÐALFELLSVATNI Annar veiðimaður renndi í Þóris- staðavatni í Svínadal og veiddi þar nokkra fallega silunga á flugu. Ágæt veiði hefur líka verið í Meðalfellsvatni og veiðimenn á öllum aldri við veiðiskapinn. inni sem var oft og tíðum róstu- samt fyrir örfáum árum. „Það er gjörbreytt. Það eru kannski ekki bara myndavélarnar en það hjálpaði okkur stórlega í að breyta miðborginni í allt annað en hún var áður. Nú sjáum við menn sem eru að gera einhvern óskunda eða fremja brot og þetta hefur hjálpað okkur mjög mikið,“ segir Geir Jón. Hann segir einnig að þótt myndavélarnar nái brotum á filmu, og hjálpi þannig til við rannsókn mála, þá gildi strangar reglur um eyðingu slíkra gagna. „Þessum gögnum er eytt eftir ákveðnum reglum þannig að það þýðir ekki að koma löngu seinna og ætlast til þess að við eigum gögn úr myndavélunum,“ segir Geir Jón. Auk tækni til að fylgjast með grunuðum sakamönnum notast lögreglan við háþróaða tækni til þess að fylgjast með eigin mannafla og staðsetningu hans svo unnt sé að kalla menn til með sem skemmstum fyrirvara. Lögreglubílar eru útbúnir bún- aði sem sendir upplýsingar um staðsetningu þeirra og hægt er að fylgjast með því hvar lög- reglu- og sjúkrabílar eru niður komnir hverju sinni. Myndavélar í lögreglubíla Geir Jón segir að innan skamms megi búast við því að myndbandsupptökubúnaður verði í lögreglubílum. Þetta væri að hans mati jákvætt skref af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi segir hann þetta auka réttaröryggið en einnig geri það sönnunarfærslu lögreglu ein- faldari en nú er og gæti komið í veg fyrir að alltaf þurfi að hafa tvo lögreglumenn í hverjum bíl. Matskenndar reglur hættulegar Kristján Stefánsson hæsta- réttarlögmaður geldur varhug við rýmkuðum heimildum lög- reglu. „Almennt hefur mér alltaf fundist það að þessi heimildarákvæði sem er verið að veita og á að vera notað í algjörum undantekningartilvik- um verði mjög fljótlega megin- regla. Þannig að lögreglan fær heimildina en beitingin er mats- kennd,“ segir hann. Hann bendir til að mynda á að í fíkniefnamálum sé mjög oft nýtt heimild til þess að hindra aðgang verjenda að sakargögn- um þótt slíkt úrræði eigi að vera notað í jaðartilvikum. „Allt sem er matskennt er í eðli sínu hættulegt. Maður skil- ur auðvitað stjórnvöld en við verðum að horfa á það að það er réttaröryggi borgaranna sem málið snýst um,“ segir Kristján. thkjart@frettabladid.is GEIR JÓN ÞÓRISSON Segir að við venjubundið eftirlit noti lögreglan hefðbundnar aðferðir en við rannsóknir stórra mála, sértaklega fíknief- namála, sé hátæknibúnaður notaður. Allt sem er matskennt er í eðli sínu hættulegt. Maður skil- ur auðvitað stjórnvöld en við verðum að horfa á það að það er réttaröryggi borgaranna sem málið snýst um, ,,

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.