Fréttablaðið - 29.05.2004, Síða 28

Fréttablaðið - 29.05.2004, Síða 28
28 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Afmæli Sjálfstæðisflokksins og hljómleikar Pixies voru meðal þeirra atburða sem vöktu athygli og umfjöllun í vikunni. Að auki var fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á Alþingi en æskan lét það sig litlu varða og naut góða veðursins. Ljósmyndarar Fréttablaðsins voru á ferðinni um borg og bý og mynduðu skemmtileg atvik úr mannlífinu. Rokk og afmæli settu svip sinn á v ALDREI OF SEINT AÐ BYRJA Viðskiptavinur Bókavörðunnar á Klapparstíg gluggar í skákbók fyrir unga byrjendur. Kannski hann hafi tekið eina bröndótta á eftir. Í SVÖRTUM FÖTUM Davíð og Illugi aðstoðarmaður hans ræða málin á rauðu ljósi. Leiðin liggur úr Stjórnarráðinu og niður á Alþingi þar sem fjölmiðlafrumvarpið var tekið til atkvæðagreiðslu, og samþykkt. ÞAÐ VANTAR FLEIRI STÓLA Gísli Marteinn Baldursson fagnaði sjötíu og fimm ára afmæli Sjálfstæðisflokksins í vikunni eins og aðrir góðir sjálfstæðismenn. Ekki vafðist fyrir honum að raða upp fleiri stólum þegar í ljós kom að aðsókn var meiri en búist hafði verið við. Í SÍNU FÍNASTA PÚSSI Sjálfstæðismenn fóru í betri fötin á þriðjudag og glöddust í afmælisveislunni á Nordica hóteli. Jón Steinar Gunnlaugsson brosir breitt á fyrsta bekk en þyngra er yfir Einari Oddi Kristjánssyni. HORFT Á HÁLSINN Kim Deal, bassaleikari Pixies, tók sig vel út á sviðinu í Kaplakrika og sló ekki feilnótu frekar en fyrri daginn. ADONIS Í BLÓMAHAFI Stytta Thorvaldsens í Hallargarðinum við Fríkirkjuveg. Gulu túlípanarn- ir eru ríkjandi en einn og einn rauður hefur stungið sér upp á milli. Í baksýn má sjá Fríkirkjuveg 11, sem Thor Jensen reisti sér á sínum tíma og langafabarn hans Björgólfur Thor hefur hug á að eignast. ST EF ÁN K AR LS SO N ST EF ÁN K AR LS SO N G U N N AR V . A N D RÉ SS O N G U N N AR V . A N D RÉ SS O N EI N AR Ó LA ST EF ÁN K AR LS SO N ST EF ÁN K AR LS SO N G U N N AR V . A N D RÉ SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.