Fréttablaðið - 29.05.2004, Page 54

Fréttablaðið - 29.05.2004, Page 54
38 29. maí 2004 LAUGARDAGUR Eitt sinn skal hver deyja... Þið munið öll deyja söng Bubbi Morthens með Utangarðsmönnum forðum daga. Dauðinn er oft viðkvæmt umræðuefni en Fréttablaðið fékk alþingiskonu, rithöfund, ritstjóra, geðlækni og prest til að svara nokkrum spurningum honum tengdum. Guðrún Ögmundsdóttir alþingiskona: Spila brellur með besta líkjörinn Hvernig viltu deyja? Vilja ekki allir sofna inn og ekki kveljast, ég er eflaust eins og allir aðrir með það. En það er svo skrítið hvað dauðinn er orðinn fjarlægur, því nú er hann það eina sem við vitum að er óumflýjanlegt þegar við fæðumst. Og hvert ferðu, upp eða niður? Að sjálfsögðu fer ég upp eins og allir, því Guð fyrirgefur allt. Ef ekki þá verð ég bara send til baka á jörð- ina til að gera upp gamlar skuldir. Hvaða líffæri vilt þú veita fram- haldslíf? Öllum þeim líffærum sem hægt er að nota öðrum til bjargar og langlífis. En ef aðeins væri um eitt líffæri að velja, myndi ég gefa nýrun. Það er mikil þörf fyrir þau og við Íslendingar eigum að gera mun meira af því að bjarga öðrum frá dauða með okkar eigin dauða. Við getum hvort eð er ekkert notað þau hinum megin. Hvar viltu hafa þína hinstu hvílu? Það er nú spurning hvar verður laust, kannski ætti að fara að jarða aftur í gamla kirkju- garðinum. Þar væri dásamlegt að vera. Í hvaða dressi viltu vera út eilífð- ina? Er ekki best að vera í falleg- um náttfötum, þannig að vel fari um mann. Draumanáttfötin mín eru bara köflótt og úr flóneli, myndu fara afskaplega vel. Býstu við fjölmennri jarðarför? Vona það ekki allir, að við séum kvödd af góðum vinum og vanda- mönnum. Hvernig verður stemningin í erfi- drykkjunni? Hún verður vonandi góð, horft fram á veginn, því lífið heldur jú áfram. Hvaða tónlist verður leikin í jarð- arförinni? Falleg verður hún, svo mikið er víst. Ég myndi óska nær- veru kvennakóra, þakka lífinu með lagi Violettu Parra, svo væri nú ekki slæmt að láta kyrja „Dóma heimsins dóttir góð“ eftir Jóhannes úr Kötlum. Hverjir bera kistuna? Mínar nán- ustu vinkonur. Hvern myndir þú ofsækja ef þú gengir aftur? Ætli ég myndi ekki hella niður líkjörsglasi til að láta vita af mér, en þá er það alveg ákveðinn líkjör sem allir vissu að væri minn, því appelsínulyktin myndi gjósa upp. Þið megið síðan geta hvaða líkjör þetta er. Hvaða orð verða letruð á legstein- inn? Kannski eitthvað fallegt vers. Úr Predikaranum - „Allt hefur sinn tíma“. Öllu er af- mörkuð stund, og sérhver hlutur undir himninum hefir sinn tíma. Að fæðast hefir sinn tíma og að deyja hefir sinn tíma, að gróður- setja hefir sinn tíma og að rífa það upp, sem gróðursett hefir verið, hefir sinn tíma. Predikarinn Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur: Í himnaríki er töluð hebreska Hvernig viltu deyja? Sem sáttast- ur við skapara minn, sjálfan mig, samferðarfólk mitt og hugsjónir mínar. Og hvert ferðu, upp eða niður? Vonandi inn í birtu. Hvaða líffæri vilt þú veita fram- haldslíf? Það líffæri sem gæti komið einhverjum til hjálpar. Ég get ekki séð að valið skipti máli, ef það gæti orðið einhverjum til lífs og góðs. Hvar viltu hafa þína hinstu hvílu? Líklegast sem næst mínum nán- ustu eða einhvers staðar í ís- lenskri náttúru. Þegar maður er orðinn að dufti þá skiptir stað- setning ekki máli lengur. Öll nátt- úra er helguð af Guði og hinsti hvílustaður þarf því ekki að vera í krikjugarði. Í hvaða dressi viltu vera út eilífð- ina? Án fata. Eins og Guð skapaði mig. Býstu við fjölmennri jarðarför? Ég hugsa að það fari eftir því hvað ég verð sáttur við umhverfi mitt þegar ég fer. Hvernig verður stemningin í erfi- drykkjunni? Vonandi gleðileg. Hvaða tónlist verður leikin í jarð- arförinni? Hún má alveg vera óhefðbundin, gleðileg endilega en þarna verður að hljóma líka Adagio eftir Albinoni. Hverjir bera kistuna? Ég fæ engu ráðið um val á líkmönnum. Af- komendur verða að ákveða það. Kannski börnin mín, ef þau kæra sig um. Hvern myndir þú ofsækja ef þú gengir aftur? Ég myndi ekki ástunda ofsóknir. Ég held að erfið- leikar þessa lífs séu nægir fyrri hvern og einn. Hvaða orð verða letruð á legstein- inn? 23. Davíðssálmur. Á hebr- esku. Það er tungumálið sem er talað í Himnaríki. Eftir að hafa lesið hann við útfarir ótal margra, þá hafa þau orð einstaka merk- ingu í mínum huga. Óttar Guðmundsson geðlæknir: Uppselt í öll bestu stæðin Hvernig viltu deyja? Með reisn. Og hvert ferðu, upp eða niður? Ég fer ekki neitt. Vegna þess að ég trúi hvorki á himnaríki né helvíti. Hvaða líffæri vilt þú veita fram- haldslíf? Öllum sem einhver hef- ur gagn af. Þetta má allt nota. Hjarta, lungu, nýru, hornhimnur. Það er ekkert sérstakt líffæri sem má lifa öðru fremur. Hvar viltu hafa þína hinstu hvílu? Í fallegum, gömlum kirkjugarði. Það eru til svo margir fallegir kirkjugarðar. Helst vildi ég auð- vitað hvíla í gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu, en það mun allt vera uppselt í öll stæði þar. Í hvaða dressi viltu vera út eilífð- ina? Fallegu duftkeri. Býstu við fjölmennri jarðarför? Vonandi ekki. En það fer náttúru- lega líka eftir því hvenær dánar- stundin verður. Eftir því sem maður er eldri, því mun fámenn- ari er jarðarförin. Hvernig verður stemningin í erfi- drykkjunni? Sumir sorgbitnir og aðrir minna sorgbitnir. Hvaða tónlist verður leikin í jarð- arförinni? „Allt eins og blómstrið eina“. Ef þetta lag hljómar er ég sáttur og í sjálfu sér þarf ekkert annað lag. Ég vill öll erindin og það sungin af karlakór. Þetta er bara lag laganna, sálmur sálmanna. Hverjir bera kistuna? Það fer allt eftir því hvenær dauðann ber að höndum, hverjir úr vinahópnum eru þegar dauðir og hverjir eru eftir. Ég hef hins vegar þegar gert gagnkvæman samning við einn núlifandi mann. Samningurinn kveður á um að sá okkar beggja sem lifir lengur muni bera kistu hins og auk þessa skrifa um hann. Maðurinn er Steingrímur Eiríks- son hæstaréttarlögmaður. Hvern myndir þú ofsækja ef þú gengir aftur? Ég mun ekki ganga aftur. Ég trúi ekki á framhaldslíf. Hvaða orð verða letruð á legstein- inn? Nafn, fæðingardagur, dánar- dagur og vonandi engin flat- neskja. Af öllum þessum legstein- um sem ég hef séð um dagana og þeir skipta þúsundum þegar hér er komið sögu, hefur bara einn þeirra haft áletrun sem skipti mig einhverju máli og hann er í Foss- vogskirkjugarðinum. Áletrunin er vísa eftir Jón Helgason og er eina grafskriftin sem ég gæti hugsað mér. Þar sem þegar er búið að rita þessa vísu á annan legstein í Foss- vogskirkjugarðinum, verð ég hins vegar að láta því líki vísuna eftir, en hún er svona: Bókfellið velkist Og stafirnir fyrnast og fúna Fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna Legsteinninn springur Og letur hans máist í vindum Losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.