Fréttablaðið - 29.05.2004, Page 63

Fréttablaðið - 29.05.2004, Page 63
FÓTBOLTI Allir leikmenn og þjálf- arar Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu hefðu þurft að vera viðstaddir leik FH og Keflavíkur í Kaplakrika í gærkvöld og sjá hvernig almennileg knattspyrna er spiluð. Bæði lið sýndu fína takta, Keflvíkingar voru betri í fyrri hálfleik en FH-ingar sterk- ari aðilinn í þeim síðari. Í fyrri hálfleik sást að það er engin tilviljun að Keflvíkingar höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína í Landsbankadeildinni. Þeir spiluðu boltanum oft á tíðum frábærlega á milli og áttu FH-ingar, sem léku án fyrirliða síns Heimis Guð- jónssonar, fá svör við skemmti- legri spilamennsku leikmanna Keflavíkur. Þeir komust yfir á 33. mínútu þegar Sreten Djurovic skallaði boltann í netið eftir að Haraldur Guðmundsson hafði skallað bolt- ann fyrir markið úr hornspyrnu Scotts Ramsey. Sanngjörn forysta gestanna sem réðu miðjunni algjörlega með þá Stefán Gíslason og Hólmar Örn Rúnarsson sem bestu menn. Einu færi FH-inga komu eftir misheppnuð úthlaup Magnúsar Þormar, markvarðar Keflvíkinga, en hann var vægast sagt mjög óöruggur í leiknum og missti boltann hvað eftir annað í glórulausum úthlaupum. FH- ingum tókst þó ekki að nýta sér þetta og því leiddu gestirnir í hálfleik, 1–0. Heimamenn komu hins vegar mjög sterkir til leiks í síðari hálfleik og hófu strax skothríð að marki Keflvíkinga. Atli Viðar Björnsson var nálægt því að skora strax í byrjun en þeir uppskáru laun erfiðisins á 62. mínútu þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson jafnaði metin með þrumuskoti af rúmlega 25 metra færi í bláhornið. Það sem eftir lifði leiks virtust FH- ingar vera líklegri til að skora en allt kom fyrir ekki. Jafntefli var niðurstaðan og sennilega sann- gjörn úrslit. Bæði lið eiga hrós skilið fyrir að spila góðan fótbolta á löngum köflum í leiknum. Leikmenn liðanna sýndu að íslenskum knattspyrnumönnum er ekki alls varnað þegar kemur að því að spila fótbolta og bæði lið sóttu á fleiri mönnum heldur en tveimur til þremur sem hefur verið sjaldgæf sjón í leikjum deildar- innar í sumar. oskar@frettabladid.is ÚRSLIT Í 1. DEILDINNI Í GÆR Völsungur–Stjarnan 4–2 Njarðvík–Fjölnir 3–2 HK–Þór Ak. 0–0 Þróttur–Breiðablik 1–0 Haukar–Valur 0–1 STAÐAN Í 1. DEILDINNI Njarðvík 3 3 0 0 8–2 9 Valur 3 2 1 0 7–2 7 ––––––––––––––––––––––––––––––– Þór Ak. 3 1 2 0 3–1 5 Völsungur 3 1 1 1 5–4 4 Haukar 3 1 0 2 5–5 4 Þróttur 3 1 1 1 1–2 4 HK 3 1 1 1 2–5 4 Stjarnan 3 1 0 2 5–6 3 ––––––––––––––––––––––––––––––– Breiðablik 3 1 0 2 2–6 3 Fjölnir 3 0 0 3 3–8 0 47LAUGARDAGUR 29. maí 2004 n n n n A-landslið kvenna í körfubolta: Íslenska landsliðið tapaði stórt fyrir því enska KÖRFUBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í körfubolta tapaði 101-77 fyrir Englendingum í Keflavík í gærkvöld. Englendingar tóku strax frumkvæðið og leiddu 25-17 eftir fyrsta leikhluta. Gestirnir juku forskotið í öðrum leikhluta og var staðan orðin 49-34 fyrir Englendinga eftir hann. Þriðji leikhlutinn var besti kafli Íslend- inga en þá skoruðu þeir 26 stig gegn 19 stigum. Staðan var því 68- 60 fyrir Englendinga fyrir fjórða leikhluta en þá sótti aftur í sama farið og gestirnir sigruðu með 24 stiga mun. Erla Þorsteinsdóttir og Hildur Sigurðardóttir voru með 22 stig í gær og Erla tók einnig átta frá- köst. Signý Hermannsdóttir ski- laði 16 stigum og tók tólf fráköst og Birna Valgarðsdóttir var með sex stig og varði sex skot. Erla Reynisdóttir var með fjögur stig, Rannveig K Randversdóttir þrjú og María Ben Erlingsdóttir og Sól- veig Gunnlaugsdóttir tvö hvor. Caroline Ayers halaði inn 23 stig fyrir Englendinga og Christine Lavin 20. Liðin leika í Grindavík í dag og hefst viður- eignin klukkan 17. ■ HILDUR SIGURÐARDÓTTIR ÁTTI FÍNAN LEIK Var með 22 stig gegn enska landsliðinu í Grindavík í gærkvöld. ■ Staðan í deildinni ■ Staðan í 1. deildinni FH–KEFLAVÍK 1–1 (0–1) 0–1 Sreten Djurovic 33. 1–1 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 62. DÓMARINN Garðar Örn Hinriksson Í meðallagi BESTUR Á VELLINUM Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–12 (3–7) Horn 6–5 Aukaspyrnur fengnar 12–12 Rangstæður 1–0 Spjöld (rauð) 0–1 (1–0) MJÖG GÓÐIR Atli Viðar Björnsson FH Hólmar Örn Rúnarsson Keflavík Stefán Gíslason Keflavík Sreten Djurovic Keflavík GÓÐIR Tommy Nielsen FH Sverrir Garðarsson FH Ásgeir Gunnar Ásgeirsson FH Haraldur Guðmundsson Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Zoran Daníel Ljubicic Keflavík ■ Það sem skipti máli Kennslustund í Kaplakrika FH-ingar og Keflvíkingar skildu jöfn í gærkvöld í besta leik sumarsins. LANDSBANKADEILD KARLA Keflavík 3 2 1 0 6–3 7 Fylkir 3 2 1 0 4–1 7 ÍA 3 1 2 0 3–1 5 ÍBV 3 1 2 0 3–2 5 Fram 3 1 1 1 4–3 4 FH 3 1 1 1 2–2 4 KA 3 1 0 2 2–3 3 KR 3 1 0 2 3–5 3 Grindavík 3 0 2 1 1–3 2 Víkingur 3 0 0 3 1–6 0 MARKAHÆSTIR Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram 2 Sævar Þór Gíslason, Fylki 2 Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki 2 Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV 2 Nýr þjálfari hjá New Orleans Hornets: Byron Scott aftur í slaginn KÖRFUBOLTI Byron Scott er nýr þjálfari NBA-liðsins New Orleans Hornets. Hann er fyrrverandi leikmaður Los Angeles Lakers og var ein besta skytta deildarinnar um árabil. Scott varð meistari með Lakers 1985, 1987 og 1988 en innanborðs voru leikmenn eins og Kareem Abdul Jabbar, Magic Johnson og James Worthy. Hann sneri sér síðan að þjálfun og tók við liði New Jersey Nets og gerði góða hluti þar. Undir stjórn hans komst liðið í NBA-úrslitin tvö ár í röð, 2002 og 2003, en tapaði í fyrra skiptið gegn sínu gamla félagi, Los Ang- eles Lakers og síðan gegn San Antonio Spurs. Síðan fór að halla undan fæti og Scott var látinn taka pokann sinn á miðju síðasta tímabili. Scott átti í útistöðum við betsa leikmann New Jersey Nets, Jason Kidd og það hafði sitt að segja um þegar hann var rekinn frá félaginu. Hann verður þriðji þjálfari Hornets eftir að liðið flutti sig frá Charlotte til New Orleans og bíð- ur væntanlega ærinn starfi. Hornets þurfa á þjálfara að halda sem hlustað er á og virðing er borin fyrir, því Baron Davis, besti leikmaður þeirra, átti það til að hunsa skipanir Tim Floyd, fyrr- verandi þjálfara Hornets. Hornets voru með 50% sigur- hlutfall á síðustu leiktíð en töpuðu fyrir Miami Heat í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Næsta leiktíð verður mögulega liðinu talsvert erfiðari því með nýrri deildarskipan flytur liðið sig um set í Vesturdeildina, sem af flestum er talin öllu sterkari sterkari en Austurdeildin. ■ TVEIR GÓÐIR FH-inguirnn Atli viðar Björnsson og Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson berjast hér um boltann.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.