Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 1

Fréttablaðið - 08.06.2004, Side 1
▲ SÍÐA 29 Fylkismenn sluppu ● 50 ára í dag Örnólfur Thorsson: ▲ SÍÐA 22 Veisluhöld ekki í anda heimastjórnarafmælis Harry Potter: ▲ SÍÐA 26 Radcliffe er ekki í dópi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 ÞRIÐJUDAGUR STÓRLEIKUR Í KVÖLD Í kvöld eig- ast við stórlið KR og ÍBV í Landsbanka- deild kvenna. Leikurinn fer fram á KR- vellinum og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆGVIÐRI OG BJART Búast má við skýjuðu veðri með köflum eða léttskýj- uðu í dag víða um land. Stöku síðdegis- skúrir. Sjá síðu 6. 8. júní 2004 – 154. tölublað – 4. árgangur FYLGI RÍKISSTJÓRNARINNAR EYKST Ríkisstjórnin bætir heldur við sig fylgi. Sjá síðu 4 VONBRIGÐI MEÐ SKÝRSLU HAFRÓ Skýrsla Hafró var kynnt í gær. Um- hverfisskilyrði hér við land breytast hratt og hafa ófyrirsjáanleg áhrif á lífríkið sem Hafrann- sóknarstofnun gerði ekki ráð fyrir. Sjá síðu 6 NEFND SKIPUÐ Í DAG Davíð Odds- son formaður Sjálfstæðisflokksins vonast til að nefnd sem leggur drög að fyrirkomulagi þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin verði skipuð ekki seinna en í dag. Sjá síðu 8 FÆÐINGARLÆKNIR ÁMINNTUR Settur landlæknir hefur formlega áminnt lækninn sem gaf móður á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja deyfiefni í legháls meðan á fæðingu stóð. Lögreglurannsókn í málinu er lokið. Sjá síðu 14 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SÞ, AP Bandaríkjamenn og Bretar lögðu í gærkvöld fram sína fjórðu tillögu á tveimur vikum að Íraksá- lyktun öryggisráðsins. Sam- kvæmt henni myndi verða náið samráð milli Íraksstjórnar og fjöl- þjóðahersins í Í landinu en stjórn landsins fengi ekki neitunarvald yfir hernaðaraðgerðum. Verði tillagan samþykkt hefur fjölþjóðaherinn „vald til að grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að stuðla að og viðhalda öryggi og stöðugleika í Írak,“ segir í til- lögu Breta og Bandaríkjamanna. Tillagan gengur ekki jafn langt og sum önnur ríki í öryggisráðinu hafa krafist í að veita Írökum sjálfum völd. Frakkar og Þjóð- verjar hyggjast leggja fram við- bót við tillöguna þess efnis að íraska bráðabirgðastjórnin geti beitt neitunarvaldi á allar meiri- háttar hernaðaraðgerðir fjölþjóð- aliðsins. Mjög deildar skoðanir eru um það í öryggisráðinu hversu mikil áhrif Írakar hafi á starf fjölþjóða- hersins sem verður áfram undir forystu Bandaríkjanna. ■ Bandaríkjamenn og Bretar leggja fram fjórðu tillögu sína: Samráð en ekki neitunarvald SKATTRANNSÓKN Helstu athuga- semdir skattrannsóknarstjóra í frumskýrslu skattrannsóknar Baugs á tímabilinu 1998 til 2002 lúta að því hvernig staðið var að verðmati fyrirtækja sem lögð voru inn í félagið við stofnun þess. Verðmatið hefur áhrif á skatt- greiðslur og lúta athugasemdirn- ar að því að opinber gjöld hafi verið vantalin í kjölfarið, sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fyrirtækin eru Gaumur, sem var eigandi helmings hlutar í Bónus, og Hagkaup, en saman mynduðu þessi félög ásamt sameiginlegu innkaupafyrirtæki þeirra Baug við stofnun félagsins. Skattrannsóknin á rætur sínar í rannsókn efnahagsbrotadeildar lögreglunnar sem staðið hefur yfir í hátt á annað ár. Efnahags- brotadeildin sendi skattyfirvöld- um ábendingar um að rökstuddur grunur væri um að viðskipti milli Gaums og Baugs væru með þeim hætti að tilefni væri til rannsókn- ar. Skattrannsóknarstjóri gerði í kjölfarið húsleit hjá Baugi og Gaumi í nóvember síðastliðnum. Skattrannsóknarstjóri og aðilar málsins hafa ekki viljað tjá sig um innihald frumskýrslunnar, en Hreinn Loftsson, lögmaður Baugs, sagði andmælafrestinn, sem er til 25. júní, verða nýttan til að fara yfir frumskýrsluna og leiðrétta og svara því sem þar kemur fram. Ekki hafa fengist upplýsingar um umfang málsins og þær upp- hæðir sem athugasemdirnar snú- ast um. Rannsóknin náði yfir fimm ára tímabil. Velta Baugs yfir þetta tímabil nam nærri 150 milljörðum króna. Gera má ráð fyrir að virðis- aukaskattur af starfsemi Baugs yfir tímabilið hafi numið um 30 milljörðum króna. Sjá síðu 2. MEÐ MJÓLKURHRISTING Í BLÍÐUNNI Veðrið ætlar að leika við landsmenn næstu daga. Hitinn á landinu verður víðast hvar yfir tíu stiga mörkunum og fer sums staðar nálægt 20 stigunum í dag og næstu daga. Það var ekki annað að sjá en fólkið á myndinni nyti veð- ursins meðan það skoðaði myndir úr síðasta ferðalagi en hundurinn virðist hafa séð sér þann kost vænstan að leggjast í skugganum. HANDTEKNIR AL-KAÍDALIÐAR Pakistanar handtóku þessa þremenninga og sökuðu þá um að starfa með al-Kaída. Al-Kaída hótar: Ráðast á flugvélar EGYPTALAND, AP Vestrænar flugvél- ar verða helsta skotmark hryðju- verkamanna á næstunni ef marka má yfirlýsingu sem birtist á ís- lömskum vef og er sögð vera frá hryðjuverkasamtökum sem tengj- ast al-Kaída. Ekki tókst þó að fá staðfest að yfirlýsingin væri raunverulega frá al-Kaída. „Allt sem tengist þessum krossförum - byggingar, herstöðv- ar og samgöngutæki, einkum vestrænar og bandarískar flug- vélar, verða skotmörk næstu að- gerða okkar í þessu heilaga stríði sem, með guðs hjálp, við verðum ekki hindraðir í að heyja í náinni framtíð,“ sagði í yfirlýsingunni. ■ Rannsókn beinist að stofnun Baugs Samkvæmt frumskýrslu skattrannsóknarstjóra hefur vanmat á verðgildi fyrirtækja við stofnun valdið því að skattgreiðslur hafi verið lægri en lög segja til um. Frestur er til 25. júní til þess að svara frumskýrslunni. ● ekkert rugl á galdrastráknum Kalli Lú: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Vildi lyfta bumbunni ● heilsa o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Landsbankadeild karla: ● fjórir leikir í deildinni í gærkvöld GEORGE W. BUSH Beðinn um að draga úr takmörkunum við stofnfrumurannsóknum. Stofnfrumurannsóknir: Dregið verði úr hömlum WASHINGTON, AP 58 bandarískir öld- ungadeildarþingmenn hafa ritað George W. Bush Bandaríkjafor- seta bréf þar sem þeir biðja hann um að slaka á takmörkunum við stofnfrumum. Þingmennirnir segja að barátta Ronalds Reagans, fyrrum forseta, við Alzheimer undirstriki mikil- vægi þess að auka rannsóknir á fósturvísum. Bréf sitt sendu þing- mennirnir þó á föstudag, degi áður en Reagan lést. Stofnfrumur eru alla jafna teknar úr nokkurra daga gömlum fósturvísum og ræktaðar í rann- sóknastofum. Fósturvísunum er eytt þegar frumurnar eru teknar úr þeim og jafna sumir íhalds- menn því við fóstureyðingu. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.