Fréttablaðið - 08.06.2004, Blaðsíða 40
■ ■ TÓNLEIKAR
20.00 Kristín Björg Ragnarsdóttir
fiðluleikari og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir píanóleikari flytja
verk eftir Bach, Beethoven,
Brahms, Saint-Saëns og Jónas
Tómasson á tónleikum í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar.
■ ■ SKEMMTANIR
21.00 Hlín Agnarsdóttir, Ólafur
Gunnarsson, Ágústína Jónsdótt-
ir, Guðmundur Andri Thorsson,
Anna Pálína Árnadóttir, Bene-
dikt S. Lafleur og Gunnar Dal
lesa úr verkum sínum á Skálda-
spirukvöldi á Kaffi Reykjavík.
■ ■ ÚTIVIST
19.30 Í fyrstu kvöldgöngu sumars-
ins í Viðey fjallar Örvar B. Eiríks-
son sagnfræðingur um Viðey frá
10. öld alveg fram á þá 20.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
32 8. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Á góðum bíl í fríið með Avis
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú
leggur af stað – Það borgar sig
Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og
flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga).
Ekkert bókunargjald - Gildir til 31. mars 2005.
Verð háð breytingu á gengi.
Verona kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk
Bologna kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk
Milano kr. 2.400,- á dag m.v. B flokk
www.avis.is
Við
gerum
betur
Ítalía
AVIS Knarrarvogi 2 - 104 Reykjavík - Sími 591 4000 Fax 591 4040 - Netfang avis@avis.is
Munið Visa
afsláttinn
Klukkan hálfátta í kvöld legg-ur Viðeyjarferjan úr höfn
áleiðis til Viðeyjar. Um borð
verða þátttakendur í fyrstu
kvöldgöngu sumarsins.
„Þetta er árvisst hjá okkur í
eyjunni. Þessar göngur hafa ver-
ið á þriðjudagskvöldum í mörg
ár, en við ætlum reyndar að hafa
göngurnar í sumar þematengdari
en oft áður,“ segir Örvar B. Ei-
ríksson, sagnfræðingur og verk-
efnisstjóri Viðeyjar.
Hann verður einnig leiðang-
ursstjóri fyrstu göngunnar, en
síðar í sumar má eiga von á
fuglagöngu með Einari Þorleifs-
syni, jarðfræðigöngu með Ástu
Þorleifsdóttur og svonefndri
Serragöngu með Kristni
Hrafnssyni, sem fjallar um úti-
listaverkið eftir Richard Serra.
Sjálfur er Örvar sagnfræð-
ingur og ætlar því að fjalla í
kvöld um sögu eyjunnar alveg
frá tíundu öld og fram á þá tutt-
ugustu.
„Þetta er þúsund ára saga,
svo það er meira en nóg um að
tala.“
Sérstaka áherslu ætlar hann
að leggja á klaustrið sem var í
Viðey 1224-1550 og einnig á
veru Skúla Magnússonar og
Stephensenættarinnar í Viðey. Í
því sambandi verða Viðeyjar-
stofa og Viðeyjarkirkja skoðuð
ásamt uppgreftrinum á klaust-
urrústunum.
Þá verður Þórir Stephensen,
prestur og fyrrverandi staðar-
haldari í Viðey, með eina göngu
og sömuleiðis Örlygur Hálfdan-
arson, sem er fæddur og uppal-
inn í Viðey.
Ein gangan verður svokölluð
maraþonganga, þar sem gengið
verður allan hringinn í kringum
eyjuna, og svo verður eitt kvöld-
ið siglt umhverfis eyjuna svo
hægt verði að skoða hana frá
sjó.
„Alls verða þetta tólf göngur
og síðan verðum við líka með
fjölskyldusunnudaga þar sem
siglt verður frá Reykjavíkur-
höfn klukkan 13.30 og siglt aftur
til baka klukkan 16.30. Einnig
verða tvær messur, sem Dóm-
kirkjuprestarnir sjá um.“
Gangan tekur u.þ.b. tvær
klukkustundir og kostar 500 kr.
fyrir fullorðna en 250 kr. fyrir
börn. Ef þátttaka er nægileg
verður kaffisala í Stofunni í lok
göngunnar. ■
DAVID BOWIE
Gamla goðið mun heiðra hátíðina með
framkomu sinni í ár.
Rás 2 býður á
Hróarskeldu
Forseti Popplands, Ólafur PállGunnarsson á Rás 2, hefur
ákveðið að veita 10 tónlistará-
hugamönnum styrk til þess að
fara á Hróarskelduhátíðina í ár.
Þetta gæti verið gott fyrir tónlist-
arþyrsta námsmenn sem langar
að fara en eiga erfitt með að gal-
dra fram peninga fyrir miðum.
Til þess að sækja um styrkinn
geta þegnar Popplands sent inn
SMS-skeytið „JA POPPLAND“ á
númerið 1900. Til baka verða
sendar spurning um Hróarskeldu
og þeim skal svarað með SMS-
skeytunum JA A, B, C, eftir því
sem við á hverju sinni. Þátttak-
endum verður tilkynnt um hæl
hvort þeir hafa unnið eður ei. Ní-
undi hver þátttakandi sem svarar
rétt, vinnur miða.
Auk þeirra 10 sem fá flug og
miða inn á Hróarskeldu er glás af
aukavinningum. Þar á meðal flug-
miðar, geisladiskar, glaðningar
frá 66˚ norður, Hróarskeldubolir,
húfur og margt fleira. ■
CSI-sjónvarpsþættirnir eru átak-anlega hallærislegir en um leið
er eitthvað svo ómótstæðilegt við þá
að maður horfir á þátt eftir þátt.
Það er því eitthvað verulega bogið
við að nú virðist komin í gang blóm-
leg útgáfa á myndasögum byggðum
á þáttunum. Það er svo enn undar-
legra að Max Allan Collins, höfund-
ur myndasögunnar Road to
Perdition, skuli skrifa þessar CSI
myndasögur - og finnast það bara
hið besta mál.
Myndasagan er nefnilega frum-
legasti og svalasti miðill afþreying-
armenningarinnar á meðan mest af
því hallærislegasta og útvatnaðasta
á sér öruggt skjól í sjónvarpinu.
Báðir eru þessir miðlar þó vissu-
lega sjónrænir og það verður að
segjast eins og er að yfirfærslan á
CSI hefur heppnast býsna vel. Það
breytir því þó ekki að CSI-mynda-
sagan er hallærisleg en rétt eins og
þættirnir er hún ágætisskemmtun
þó hún skilji minna en ekki neitt eft-
ir sig.
Bad Rap hefst á því að heitasti
pönkrapparinn í Las Vegas verður
manni að bana. Grissom og félagar
á næturvakt glæparannsóknadeild-
arinnar þurfa þó ekki að reyna mik-
ið á sig til að leysa málið þar sem
morðið var tekið upp á eftirlits-
myndband. Öllu verra er að rappar-
inn er sjálfur skotinn til bana áður
en Grissom og löggan Brass hafa
hendur í hári kauða. Og þá byrjar
ballið.
Undirmenn Grissoms rannsaka
allt í bak og fyrir en morðalda virð-
ist skyndilega ganga yfir tónlistar-
bransann í Las Vegas þar sem um
leið og ný sönnunargögn benda á
líklegan morðingja finnst sá hinn
sami dauður.
Bad Rap lýtur öllum lögmálum
CSI-þáttanna og er fyrirsjáanleg en
þó ekki leiðinleg. Teiknistíllinn er
tilþrifalítill og skýr þannig að það
þekkja allir Grissom, Catherine,
Warrick, Nick og Söru - þau eru eig-
inlega alveg eins og í sjónvarpinu.
Sögunni er síðan gefin smá stíll
með því að láta annan teiknara sjá
um endurlit og framburð vitna. Þær
teikningar eru grófari og óskýrari
en meginsagan og eiga að virka sem
kúl stílbrot rétt eins og sambærileg
myndskeið í sjónvarpsþáttunum.
Þetta er ekkert spes en virkar
vel fyrir sinn hatt og ég gæti vel
hugsað mér að lesa næstu CSI-bók
ef hún verður á vegi mínum.
Þórarinn Þórarinsson
■ TÓNLEIKAR ■ VIÐEYJARFERÐ
ÖRVAR B. KRISTINSSON
Fjallar um sögu Viðeyjar á fyrstu kvöld-
göngu sumarsins.
Þúsund ára saga Viðeyjar
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
5 6 7 8 9 10 11
Þriðjudagur
JÚNÍ
Teiknaður
sjónvarps-
þáttur
[ MYNDASÖGUR ]
UMFJÖLLUN
CSI:
BAD RAP
VIÐEY
Gönguferðir verða um eyjuna á
þriðjudagskvöldum í allt sumar.