Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Dali-Cooper Fáar poppstjörnur njóta eins gifurlegra vinsælda um heim allan i dag og Alice Cooper.Svo mikiö hefur veriö sagt frá hon- um i poppdálkum islenzkra blaöa undanfarna mánuöi, að vart er á bætandi. En annars er framkoma og hátterni bessarar „súperstjörnu” og samnefndrar hljómsveitar hans slikt, aö meö endemum má teljast. Eru menn þó orönir ýmsu vanir frá hinum sibreytilega poppheimi. Það er ekki aöeins tónlist Alice Cooper og félaga, sem hylli nýtur, held- ur ekki siður það, hvernig þeir koma fram á hljómleikum. Þar kemur Cooper fram i niöþröng- um buxum úr slönguskinni meö stæröar kyrkislöngu hringaöa um sig. Allur „uppmeikaður” veöur hann um sviöið sveiflandi sveöju. Nýjasta „trikkið” hjá honum er höggstokkur. i lok hljómleika fer hann i „högg- stokkinn”. Oxin fellur og manni sýnist höfuð Coopers svifa frá bolnum. Ahorfendur tryllast gersamlega, ungpiur falla i ómegin o.f.frv. Já, margt er skritið i henni veröld. Annars er Alice Cooper engan veginn eini sérvitringurinn og furðufuglinn Ihópi listamanna heimsins. All- ir kannast við spænska listmál- arann Saldvador Dali, sem um áraraðir hefur verið einhver hæstskrifaðsti listmálari heims. Alla vega hefur hann þótt „eitt finasta númerið”.., Og Dali hef- ur þótt alveg einstakur sér- vitringur og furðufugl. Hvað skeður, þegar tveir af mestu furöufuglum heims koma sam- an? Ja, það hlýtur að koma dá- laglega út úr þvi. Þeir þekkjast allvel orðið, þeir Alice Cooper og Salvador Dali, enda var Dali að mála mynd af Cooper i vetur. Aðspurður, hvernig honum hefði likað við þennan fræga listmálara, sagði Cooper. „Oo, hann er alveg yfirþyrmandi stórkostlegur. Og það sem mér likar lang bezt við hann er það, að hann er á sömu línu og við i !_$jbandinu”: alltsem hann gerir og segir er gersamlega út i hött, fáránlegt, helber ruglingur, En samt er eitthvað á bak við. „Oh, boy”, þú ættir bara að tala við hann. Þegar við tölum saman, þá talar hvor okkar um sitt efni tölum hvor upp I annan og al- gerlega óskyld efni. Helber ruglingur....” Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndari blaðsins Rolling Stone i New York af þeim félögum i vor. ★ Ekki sköpuð til hjónabands Ekki er útlit fyrir aö Claudia Cardinale komist i gegn um sjöunda hjónabandsár sitt með kvikmyndaleikstjo'ranum Franco Cristaldi. Undanfarin sex ár hefur þetta hjónaband þó verið talið til fyrirmyndar. Auk þess að leika, hefur hún verið hin myndarlegasta húsmóðir heima fyrir. En nú er svo komið, að hún kveðst vera orðin aldeilis dauðuppgefin á „harð- stjórn” eiginmannsins. Það var raunar hann(sem a' sinum tima gerði hana að kynbombu. Claudia er nú 34 ára og hefur þetta að segja: — Ég held.að ég se ékki sköpuð til hjónabands, ég hefði lika komizt áfram, þó ég hefði aldrei gift mig. Þessa dagana sézthúnoft ifélagsskap óþekkts ungs manns. Annars eru áætlanir Claudiu þær að gerast kennslukona i Túnis, þegar hún hefur endanlega gefizt upp á að vera leikkona og kynbomba. DENNI DÆAAALAUSI Gæti ég fengið bróður. Ég er að borða gulræturnar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.