Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 1. júli 1973 TÍMINN 21 Þeir rændu okkur sjálfsvirðingunni Við vorum að tala um það áðan, að þið verðið að sækja mestalla æðri menntun til Danmerkur. Er þá ekki litið um háskólamenntaða Grænlendinga úr þvi að svona erfitt er um vik? — Það hafa bara 50-60 manns tekið stúdentspróf allt frá upp- hafi, segir Benedikte. Þess vegna eigum við mjög litið af háskóla- mönnum. Það er til dæmis ekki til neinn grænlenzkur læknir, svo að ég viti. Félagsfræðing eigum við bara einn og þannig mætti lengi telja. — Það leiðir af þessu, að á Grænlandi hlýtur að vera mikill fjöldi Dana við ýmisleg störf. Hvernig eru þeir þokkaðir af Grænlendingum? — Það eru mörg þúsund Danir á Grænlandi. Þeir fara þangað til þess að græða peninga. Mér er ekkert i nöp við Dani fyrir mitt leyti, en þetta kunnáttuleysi okk- ar hefur leitt til þess að margir þjást af minnimáttarkennd. Ræt- ur þess má raunar rekja aftur til þess tima, þegar Evrópumenn hófu fyrst komur sinar til Græn- lands. Þeir tóku allt frá okkur — þar á meðal það.sem mest er um vert: sjálfsvirðinguna. Þetta byrjaði þegar á sautjándu öld, þegar evrópskir, aðallega hollenzkir, hvalveiði- menn byrjuðu veiðar við Græn- land. Þeir rændu og rupluðu og þeim fylgdi áfengi og margs kon- ar böl annað. Sjálfstæði og jafnrétti — Bólar ekki á neinni breyt- ingu i þessu efni? — Þetta er sem betur fer að- eins að byrja að breytast. Sjálf- stæðishreyfingunni eykst fylgi vegna áhrifa frá námsfólki, sér- staklega meðal ungs fólks i stærri bæjunum. Nú telst Grænland vera hluti af Danmörku, þótt það hafi raunar hlotið þá réttarstöðu að ykkur Grænlendingum forspurðum. En má þá segja, að raunverulegt jafnrétti sé með Grænlendingum og Dönum? Sérstakar reglur kveða svo á að þeir sem fæddir eru á Grænlandi, skuli hafa lægra kaup en hinir, sem fæddir eru utanlands. Það á að visu svo að heita, að tekjur Grænlendinga séu skattfrjálsar, en Danir njóta lika skattfrelsis, ef þeir staðnæmast á Grænlandi ákveðinn fjölda ára, svo að mun- urinn er allur okkur i óhag. Þess vegna viljum við láta skattleggja okkur eins og aðra, af þvi að fyrr losnum við ekki við þessar reglur um mismunandi kaup eftir fæð- ingarstað. Það er ekki nema von, að Grænlendinga sviði, að fá miklu lægra kaup en Danir, þótt um sömu störf sé að ræða. Nærri allur atvinnurekstur á Grænlandi er i höndum rikisins. Það segir sina sögu, að þau fáu fyrirtæki, sem rikið ekki á, eru i eigu Dana, sem flutzt hafa til Grænlands. — Grænlendingar eru ákaflega óánægðir með kaup sin og kjör og alla ráðsmennsku Dana eins og þú heyrir, segir Guðmundur. Ást við fyrstu sýn Nú tökum við upp léttara hjal og ég spyr ölmu, hvernig þau Ei- rikur hafi hitzt. — Við hittumst á balli i Ang- magssalik eða Dansimik eins og það heitir á grænlenzku. Eirikur var I Angmagssalik á vegum danskra verktaka. Hingað til Is- lands fluttum við svo i desember 1971. — Hvað um ykkur Benedikte, Guömundur? — Við hittumst i Kaupmanna- höfn. Hún var i skóla, en ég var bara I ævintýraleit. Svo var það einu sinni, að ég leit inn á Skipperkroen, sem er litil krá i Studiestræde rétt við Strikið og mikið sótt af Islendingum, Fær- eyingum og Grænlendingum. Grænlenzkir námsmenn höfðu einmitt haldið fund um Grænland, þetta fékk ég að vita seinna og farið svo á Skipperkroen á eftir. Einn Grænlendinganna var ein- mitt Benedikte og skipti engum togum — við urðum bæði ástfang- in við fyrstu sýn. Gott að vera á Grænlandi — Hvernig likar þér svo dvölin á Islandi Alma? — Mér Iikar vel, þótt ég svo dá- litið einmana stundum, Islend- ingar eru yfirleitt hjálpfúsir og greiðviknir, finnst mér. Ég gæti vel hugsað mér að búa hér ævi- langt. — Hvernig likaði þér þá Græn- landsvistin, Eirikur? — Mér geðjaðist vel að Græn- lendingum, þeir eru ákaflega kurteist fólk, en miklir skapmenn undir niðri. Ég gæti vel hugsað mér að búa þar i nokkur ár, það er allt miklu rólegra og kyrrlát- ara á Grænlandi en hér. — Hvað um ykkur hin? — Mér likar alveg prýðilega á Islandi, segir Benedikte, en ég er Grænlendingur og þar vil ég búa. — Ég færi til Grænlands á morgun, ef ég gæti, segir Guð- mundur, þetta er svo yndislegt fólk — eðlilegt og hlýlegt. — Við erum einmitt að þreifa fyrir okkur um atvinnumöguleika á sama stað á Grænlandi, við Guðmundur, bætir Eirikur við. — Mér finnst eiginlega nú orð- ið, að ég sé að koma heim, þegar ég kem til Grænlands, hnykkir Guðmundur á. Etið þið hunda- kjöt spurði frúin — Nú eruð þið Alma og Bene- dikte allfrábrugðnar íslendingum i útiiti. Vekur það ekki athygii og forvitni fólks? — Það vikja sér margir að okk- ur og spyrja um Grænland, segir Benedikte. — Sumir átta sig ekki á þvi, að við séum grænlenzkar, sem kannski er ekki von, segir Alma. Stundum hef ég verið spurð, hvort ég sé Navaho-Indiáni eða Kin- verjieða Mexikani. Aldrei gleymi ég konunni, sem fór að tala við mig einu sinni, þegar við vorum úti að skemmta okkur, og spurði hvort það væri ekki rétt, að við Grænlendingar byggjum i snjó- kofum og ætum hundakjöt. Ég varð nú aðallega hissa, en þó sárnaði mér dálitið lika. — Við Eiríkur erum mest spurðir að þvi, hvar við höfum náð i svona fallegar konur, segir Guðmundur og hlær við Bene- dikte sinni. Þar með látum við þessu spjalli lokið. Tíminn óskar þessum ungu grænlenzk-Islenzku fjölskyldum góðs gengis, hvort heldur það á fyrir þeim að liggja að eyða ævi- dögunum á Islandi eða Græn- landi. HHJ „Færum til Grænlands á morgun, ef við gætum” segja þau Inga Dóra Guðmundsdóttir, Benedikte og Guðmundur Þorsteinsson. ■ Það er ekki nema von að sífellt sé verið að spyrja eiginmennina hvar þeir hafi náð I svona fallcgar konur j— Eins og sjá má er Alma, sem er til vinstri, öllu grænlenzkari i útliti, enda er ætt hennar ekki eða litt blandin evrópsku blóðiá móðurætt Benedikte hófst kynblöndun hins vegar þegar á 17. öld. Þar var að verki þýzkur greifi, Rosing að nafni, sem kom til Grænlands þeirra erinda að boða Grænlendingum kristinn fagnaðarboðskap. Margir munu kannast við Nikolai Rosing fyrrum þingmann,sem raunar er móðurbróðir Benedikte.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.