Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 33
Sunnudagur 1. júl! 1973
TÍMINN
33
Ráðstefnu póststjórna
Norðurlanda lokið
Arið 1976 gefa póststjórnirnar i
Danmörku, Finnlandi, Islandi
Noregi og Sviþjóð á ný út frimerki
með samnorrænu myndefni.
Þetta var ákveðið á hinni
árlegu norrænu póstráðstefnu,
sem haldin var i Reykjavik
dagana 26.-28. júni 1973 undir
forsæti Jóns Skúlasonar, póst- og
simamálastjóra.
A fyrsta degi ráðstefnunnar, 26.
júni, gáfu Norðurlöndin fimm út
frimerki með mynd af Norræna
Húsinu i Reykjavik og er gert ráð
fyrir útgáfu frimerkja með
samnorrænu myndefni þriðja
hvert ár.
Vaxandi fjöldi afbrota, sem
beint er gegn póstþjónustunni i
sumum Norðurlandanna krefst
aukinna öryggisráðstafana og
voru þær ræddar á grundvelli
samnorrænnar athugunar og
fenginnar reynslu. Samþykkti
ráðstefnan að koma á nánu
samstarfi milli poststjórnanna á
þessu sviði.
Ráðstefnan fjallaði um hvernig
unnt væri án óhóflega mikils
tilkostnaðar að aðlaga póst-
þjónustuna hinum breyttu
kröfum samfélagsins. 1 þvi
sambandi er vélrænn sundur-
lestur bréfa mjög þýðingarmikill
fyrir Norðurlöndin, bæði vegna
árstiðabundins skorts á vinnuafli
og ennfremur af tiltölulega háum
launakostanði. Ráðstefna ákvað
einkum og sér i lagi að starfa
saman að notkun „optiskra”
lesve'la til sundurlesturs
bréfapósts.
Tæknileg og lagaleg mál
varðandi notkun gáma við póst-
flutning milli landa voru rædd og
sama má segja um aðrar
samnorrænar athuganir varðandi
póststarfið sjálft.
Póststjórnir Norðurlandanna
munu leggja fram frumvarp fyrir
alþjóðapóstþingið 1974 um
hækkun á skaðabótagreiðslum
fyrir böggla. Ennfremur voru
ræddar fleiri tillögur um endur-
bætur á alþjóðapóstþjónustunni,
sem Norðurlöndin hyggjast
leggja fyrir alþjóðapóstþingið.
Næsta norræna póstráðstefna
verður haldin i Danmörku 1974.
Margir fullir
d Akranesi
28 menn hafa verið teknir
grunaðir um ölvun við akstur á
Akranesi frá áramotum. Er hér
um óvenju mikinn fjölda að ræða,
má t.d. benda á , að talan er
helmingi hærri en hún var á
sama tima i fyrra. Ekki er þetta
þó neitt sérfyrirbæri þeirra
Skagamanna, þvi að á flestum
stöðum landsins hefur verið um
nokkra aukningu á þessu sviði að
ræða. Telja menn, að ölvun við
akstur haldist nokkuð i hendur
við góðærðið og eftir þessu að
dæma eru lifskjör á Akranesi
með bezta móti núna.
-gj-
Kosningar
í Chile?
NTB, Santiago — Salvador All
ende, forseti Chile, lýsti þvi yfir i
ræðu i gær, að ef nauðsynlegt
reyndist, myndi hann efna til al-
mennra kosninga i landinu til
að þjóðinni gefist kostur á að láta
i ljós álit sitt á stefnu hans. Um
200 þúsund fagnandi áheyrendur
hlustuðu á forsetann, er hélt
ræðuna af svölum forsetahallar-
innar, eftir að byltingartilraun
hafði veriö bæld niöur af herfylkj-
um, sem trú reyndust forsetan-
um.
Byltingin i landi okkar mun
halda áfram i nafni frelsis og lýð-
ræðis, sagði forsetinn. Forseta-
höllin bar glögg merki átakanna,
sem urðu i fyrradag, flestar rúður
voru brotnar, múrhúðunin hafði
sums staðar losnað af höllinni og
á svölunum þar sem Allende
stóð, mátti greina för eftir kúlna-
skot.
KSI - KRR
íslandsmót
1. deild
Fyrirlestrar
um
krabbamein
KEFLAVÍKURVÖLLUR
Keflavík — Fram
leika i kvöld kl. 20.
Allir á völlinn.
Knattspyrnuráð
1 sambandi við fund Nordisk
Cancerunion i Reykjavik 2.-5. júli
n.k. mun prófessor N.F.C. Cow-
ing, forstöðumaður meinafræði-
deildar The Royal Marsden
Hospital, London, flytja tvo fyrir-
lestra i boði Krabbameinsfélags
Islands og læknadeildar Háskóla
tslands.
Fyrri fyrirlesturinn verður
fluttur i kennslustofu Landspital-
ans mánudaginn 2. júli og hefst
kl. 15.00.
Eíni: Tumours of the Testis.
Siðari fyrirlesturinn verður
fluttur I 1. kennslustofu Háskól-
ans fimmtudaginn 5. júli og hefst
kl. 17.00.
Efni: Unusual Infections
(„Opportunistic” infections) in
Neoplastic Disease of the
Lymphoreticular System.
Professor Cowing er þekktur
sem læknir og visindarhaður,
einkum fyrir rannsóknir sinar á
ýmsum tegundum illkynjaðra
æxia.
HEY!
úrval heyvinnuvéla
CLAAS heyhleðsluvagnar
Við bjóðum upp á tvær stærðir af
hinum þekktu og traustbyggðu CLAAS
heyhleðsluvögnum, Autonom LWL og
Autonom LWG, sem er stærri.
CLAAS heyhleðsluvagnarnir eru
sterkbyggðir og liprir. Hjólbarðar eru
stórir, 11,5x15 (svonefndir flothjólbarðar).
Söxunarbúnaður er fyrir þurrhey og vothey
og stillanlegt dráttarbeizli. Þurrheys-
yfirbygging er fellanleg. Hleðslutiminn er
5 mín. og losunartíminn allt niður í 2 mín.
CLAAS heyhleðsluvagninn nær upp allt
að 1,60 m breiðum múga.
Góð reynsla hefur fengizt af
notkun CLAAS heyhleðsluvagna hérlendis.
StærSin LWL er 1100 kg aS þyngd tómur,
en 3600 kg hlaSinn. Hann rúmar 21 m1 af þurrheyi,
en 12 m’ af votheyi. PallstærS er 3,60x1,60 m og
heildarlengd 6 m.
LWG er 1200 kg aS þyngd tómur, en
3800 kg hlaSinn. Hann rumar 24 m3 af þurrheyi, en
14 m3 af votheyi. PallstærS er 4,30x1,60 m og
heildarlengd 6,80 m.
Sporvldd LWL er 1,80 m, en LWG 1,50 m.
BUSATIS BMT 1650 sláttuþyrla
BUSATIS sláttuþyrlur eru smíðaðar
á grundvelli margra ára reynslu og til-
rauna. Framúrskarandi traustbyggðar og
afkastamiklar. Vinnslubreidd sláttu-
þyrlunnar er 1,65 m. Mjög auðvelt er að
skipta um hnifa I BUSATIS BMT 1650
sláttuþyrlunni.
CLAAS hjólmúgavélar
CLAAS AR 4 hjólmúgavéliri er
tengd á þrítengi dráttarvélar og er hægt
að lyfta henni með vökvalyftunni. Burðar-
grindin er tengd í tvo stífa gorma og tindar
hjólanna hafa mikinn
sveigjanleika, þar sem þeir ná 30 cm
út fyrir hjólgjörðina. Þetta hvorttveggja
stuðlar að því, að múgavélin geti fylgt
ójöfnum landsins.
hraðinn hefur ekki áhrif á vinnugæðin. Við
hraðann 8—12 km/klst. eru meðalafköst
vélarinnar allt að 2 ha á klst.
CLAAS AR 4 múgavélin er lipur og traust-
byggð.
CLAAS BSM 6 er dragtengd hjól-
múgavél og óháð tengidrifi dráttarvélar.
Hún hefur sex rakstrarhjól og hvílir á þrem
gúmmíhjólum. Vinnslubreidd er allt að
2,80 m. Afköst við venjuleg skilyrði eru
2—3 ha á klst.
CLAAS heybindivél
CLAAS-MARKANT heybindivélin
tekur heyið upp, pressar það í bagga og
bindur og rennir slðan heyböggunum upp
í vagn, þar sem þeim er staflað. 25 ha
dráttarvél getur dregið heybindivélina.
CLAAS-MARKANT heybindivélin er
hagkvæm, sparar bæði tíma og vinnu.
Afköst allt að 12 tonn á klst.
Færa má tvö fremstu rakstrarhjólin á
burðarbita til hægri á vélinni og rakar hún
þá í tvo múga. Vinnslubreidd er,stillanleg
allt að 2,30 m.
CLAAS AR 4 rakar vel, skilur eftir
litla dreif og er lipur í notkun, þar sem hún
er tengd á vökvalyftu dráttarvélar. Öku-
Allar þessar heyvinnuvélar eru
fyrirliggjandi á lager og geta fengizt
afgreiddar strax. Bændur, kynnið ykkur
kosti þeirra og leiMi upplýsinga um verð
og greiðsluskilmála hjá okkur.
h.f
SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVÍK • SÍMI 86500 • SÍMNEFNI ICETRACTORS