Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 TRISTAN DA CUNHA — einangraðasta eyja heimsins Þegar eldgos varð á Tristan da Cunha árið 1961, voru íbúarnir, 262 að tölu, fluttir í ofboði til Bretlands. En þeir gátu ekki lagað sig að velferðarþjóðfélaginu og vildu snúa aftur. Loks fengu þeir það og nú una þeir glaðir við sitt á litlu hrauneyjunni, 1200 mílur frá næsta landi. Þeireru varalaust margir, þjakaöir borgarbúarnir, sem heföu gott af aö dveijast i þessu umhverfi — svo viðs fjarri heimsins glaumi. Þar sem hinn heiti suöur- hvelsvindur ber i ser svo mikinn raka, er ekki hægt að koma auga á Tristan da Cunha fyrr en mað- ur er fimm kilómetra frá henni. Þá kemur allt i einu i Ijós dökkur skuggi og smátt og smátt tekur maður eftir öldunum, sem brotna á klettóttri ströndinni. Þá sér maður Herald Point og loks topp- inn. Ofan við hrjóstrugaströndina kemur maður auga á byggðina, fimmtiu ára gamalt, fátæklegt þorp. Akkeri er varpað um 500 metra frá landi og siðan er gefið merki, þrjú flaut. „Ship O’hoi” er kallað úr landi og greinilega má sjá Ibúana hlaupa niður að strönd- inni Bandariski fáninn er dreg- inn að húni i þorpinu. Þegar gest- ir koma til Tristan da Cunha, er það tilefni til að flagga, þvi þetta er áreiðanlega einangraðasta eyja heimsins. Þremur litlum bátum er hrund- ið út og knálegir ungir menn stökkva um borð. Bátarnir skoppa á öldunum og ekki liöur á löngu, unz þeir eru komnir út að skipi gestkomenda. Það tekur ekki langan tima að flytja gestina og farangur þeirra til lands i nokkrum ferðum. Tristanir geta virzt þumbara- legir við fyrstu sýn, en um leið og trúnaður þeirra er unninn, breytast þeir og verða vingjan- legir og opinskáir. Þau skipti eru óteljandi, sem þeir hafa hætt lífi og limum til að bjarga áhöfnum skipa úr sjávarháska. Ötal sinn- um gegn um tiðina hefur það gerzt, að allra þjóða skip hafa komið of nálægt hinu mikla brimi viö Tristan da Cunha og hefðu lik- lega orðið að gefast upp fyrir náttúruöflunum, ef ibúar Tristan hefðu ekki ætið verið reiðubúnir. Tristanir eru jafn vingjarnlegir við alla, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa aldrei átt að mæta óvild frá neinni þjóð. Þeir eru ætið reiðubúnir að deila öllu, sem þeir eiga með þeim, sem kunna að koma til eyjarinnar. Ibúar Tristan da . Cunha virðast allt annað en brezkir, þrátt fyrir brezkan uppruna sinn. Andlitsdrættirnir eru grófir og kinnbeinin há. Hörundsliturinn er allt frá þvi ljósasta ljósa til hins dekksta dökka. Málið, sem þeir tala, minnir litiðá ensku. Þetta er eins konar sjómannamál, byggt á leifum máls þess, sem þjónustu fólk talaði á öldinni sem leið. Klæönaðurinn minnir á þá tima, sem Bretland var heimsveldi. Karlmenn ganga i stórum, hangandi fötum og konur i síöum, viðum kjólum, með stór sjöl og i hælaháum skóm. Sumir eru meira að segja svo einkennilega klæddir, að þeir gætu eins verið frá annarri reiki- stjörnu. 1 þvi sambandi má geta þess, að prestfrú ein, sem dvaldi i þrjú ár á eynni, sagði að það væri eins og að vera á tunglinu, að vera á Tristan. Eldgosiðn mikla Tristan da Cunha, einmana útvörður i Suður-Atlantshafinu, er liklega einangraðasta eyja heimsins. Hún er 1700 milur frá Höfðaborg, 2100 milur frá Rio de Janeiro og 1200 mílur eru til næsta lands, eyjarinnar Sankti Helenu, sem þekkt er úr mannkynssögunni. Ibúarnir, sem að verulegu leyti eru afkomendur skipsbrotsmanna, hafa haldið þarna uppi eins konar menningu gegnum árin. Frá ómunatið hefur fólkið á Tristan lifað næstum i algjörri einangrun. En þessi rólega til- vera tók enda, þegar eldfjall, sem ekki hafði látið á sér kræla i 4000 ár, tók allt i einu að gjósa og minnstu munaði að allir ibúarnir færust. Eina vonin um áfram- hald, var i Bretlandi. Þangað fluttu þeir eftirlifandi sig, 6000 milna leið og 100 ár fram i timann, sem er næstum ofur- mannleg raun. Tristanir undu heldur ekki og fluttu aftur til eyjarinnar sinnar eftir hálft annað ár i Bretlandi. Þeir vildu heldur lifa með ógn dauðans bókstaflega yfir höfðum sér, heldur en i Bretlandi, sem var svo ólikt þeirra heimi. Tristan Da Cunha er engin suðurhafsparadis, ef einhver skyldi halda það og það voru margir, sem skildu hreint ekkert i þvi að ibúana skyldi geta langað aftur til baka þangað. Þó að hitinn fari sjaldan undir fjögur stig, er þetta veðraður hraun- klettur, sem teygir sig upp úr haf- inu. Snjór er á efstu tindum og þokubelti jafnan i fjöllunum. Gróður er fábreyttur og þarna rignir i 20 daga i hverjum einasta hinna sex sumarmánaða. Þungur sjór kemur auk þess i veg fyrir að skip geti komið nálægt eynni mestan hluta ársins. Það er þvi ekki alveg að ástæðulausu, að Tristan da Cunha hefur verið kölluð „hið foreldralausa barn Englands”. Gamalt og nýtt Þorpið fékk nafnið Edinburgh eftir að hertoginn af Edinburgh kom eitt sinn þangað i heimsókn árið 1964. A hverju einasta heimili má finna einhver merki þeirra óteljandi skipsskaða, sem orðið hafa við eyna gegn um árin. Hengirúm, dýnur, borð og meira að segja káetudýnur úr skipum setja svip sinn á allt og hafa sina sögu að segja. En þess skal geta, að til eru hlutir á Tirstan sem ekki eru meira en tiu ára. Þar ef niður- suðuverksmiðja fyrir humar, frystihús, sjúkrahús, pósthús,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.