Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 31

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 31
Siiiiiiudiif'iir I. júli 197:1 TÍMINN 31 stcfnuna, scm fornsögurnar getii um. f'lg hcld, aö Vinland hafi'verih i Kanada, i\ vesturströnd Ungava Bay i nyrzta hluta Quebec. Leifur heppni sigldi fram hjú þriöja skaganum ú Bafíinslandi og honum gafst landsýn viö norðurodda Cape Chidley-skag- ans lengst noröur i Labrador, þvi aö straumur bar skipiö út i Husonsund. Straumurinn fer meö fimm hnúta hraða, getur auö- veldlega hvolft seglbúlum og er slikt vel þekkt meðal sjómanna á þessum slóðum. Leifur sigldi vestur fyrir Ungava Bay og á vesturströnd- inni, ef til vill i nánd við Payne eða Leaf Bay, steig hann á land i Vinlandi. Gróðurfarið kemur heim og sömuleiðis staðhættir. Ég hef fylgt lýsingu fornsagnanna punkt fyrirpunkt (nákvæmlega) og hún fellur prýðilega að Ungava Bay. Ég get viðurkennt, að þetta láti kannski dálitið illa i eyrum. 1 Is- lendingasögunum er þvi haldið fram, að frost hafi ekkert verið að vetrinum og blöð hafi naumast visnað. Þetta þýðir, að hitastigið hafi orðið að vera yfir 32 gráðum á Fahrenheit árið um kring. Þetta er eina staðhæfing fornsagnanna, sem gengur i þá átt, að Vinland sé að finna á heittempruðu svæði. Eigi að finna slikt loftslag á austurströnd Ameriku, verður að leita allt til Florida. Nefna má, að á vissum svæðum i norðurhluta-Quebec haldast blöð græn allan veturinn. Eigi nú að lokum að ákvarða Vinlandi stað á kortinu, verða fornfræðilegar sannanir að koma til. Og fornfræðingar, sem áhuga hafa, eiga um sex staði að velja til rannsókna, eftir þvi sem forn- sögurnar segja. Það er bær Þorfinns Karlsefnis á Hop og bæirnir i Straumsfirði (nú Kangalaksiorvik fjörður) þar sem leiðangur Þorfinns átti harða vetursetu. Svo er það gröf Þor- valds Eirikssonar (bróður Leifs) á Krossanesi, bær Leifs á Vin- landi og að auki bær sá, sem Helgi og Finnbogi komu upp, en þeir fylgdust með Freydisi, hálfsystur Leifs, vestur til Vinlands. Sjálfsagt hefur eitthvað verið reist af húsum, þegar biskup sá, sem til er nefndur, hélt i slóð Leifs að öld liðinni. Að öllum likindum má finna marga lendingarstaði svo að það er sæmileg von um að finna fornmenjar. Hnattlikanið, sem frú Ester gaf eiginmanninum í jdlagjöf 1965, en það kom af stað vikingarannsókn hans. Ekki er þar rrieð sagt, að það, serri fyrst kairrii 1 leitirriar. sann- aði, að eirirriitt þar vairi Vlrilarid Skipbrotsrnenn ga:tu hafa reist ba:i og jafnvel kornið upp sarn- félagi. Eigi sannanirnar að vera hald- góðar, verða öruggari hendingar að koma til en kolasýnishorn, sern áætlað er vera frá þvi er Vinland fannst. Ekki kemur heldur að gagni eitthvert tilviljunarkennt rúna- letur, sem af hendingu myndar orðið Vinland. Margir seinni tima sæfarendur gengu upp i þeirri dul, að þeir væru niðurkomnir i Vinlandi. Einn staður sker sig úr. Finnist hann, er hægt að ákvarða Vinlanrissvæðið með sæmilegri vissu. Þessi staður er gröf Þor- valds Eirikssonar á Kr-ossanesi. Norrænar grafir voru húnar einkennandi og varanlegum hlut- um, sem oft gefa beinar upp- lýsingar um grafarbúa. Þessi gröf er að öllum likindum mikil- vægari en bær Leifs á Vinlandi. P'ornfræðingar ættu að veita henni langtum meiri athygli. Bezt yrði minnzt þúsundustu ártiðar Vinlandsfundarins með þvi að uppfylla þá ósk Þorsteins Eirikssonar ait flytja jarðneskar leifar bróður hans, Þorvalds, til fjölskyldugrafreitsins að Bratta- hlfð á Grænlandi, en hann fannst fyrir nokkrum árum. Vesturströnd Ungava Bay er að mestu i vari fyrir reka. Finnist norrænar rústir frá Vinlands- timanum á þessu svæði. er það að öllum likindum Vinland Leifs heppna. Nokkrar menjar af norrænum uppruna hafa þegar fundizt rétt við Payne Bay. Þær fann kana- diski mannfræðingurinn Thomas E. Lee. Elztu menjarnar fram til þessa eru álitnar vera frá þvi um 1050. Ég er alveg viss um. að bær Leifs mun koma fram i dagsljósið meðal þeirra fornleifa. sem finn- ast á hverju ári i Ungava. Þessa fornleifafundi verður að varðveita, þvi að þeir hafa að geyma minjar, sem hafa gildi fyrir allan heiminn. Enteriine viðurkennir. að til- gáta hans um Vinland sem beiti- land sé ekki ný. Sven Söderberg setti hana fvrst fram við fyrir- lestur i Lundi árið 1881. Nvmælið er það. að Enterline hefur fundið Vinlandi spánýjan stað. (Lausl. þýtt. SSv. i GISTIHÚSIÐ HVOLSVELLI SÍMI 99-5187 Opnum gistihús i nýju húsi 1 júní. Eins, tveggja og þriggja manna herbergi. Morgunverður framreiddur i húsinu. Frá Hvolsvelli er auðvelt að fara í skoðunarferðir um allt Suðurland. Æskulýðsráð Reykjavíkur Siglingar í Nauthólsvík Mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstud, kl. 17-22. Innritun á staðnum. Simi 13177. Trúlofunar- ^ HRINGIR Fljótafgreiösla Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR <& ÞORSTEINSSON gullsmiður /g Bankastrætil2 Atvinna Sautján ára stúlka óskar eftir atvinnu i sveit. Upplýsingar i sima 13241. Rakstrar- og múgavél dragtengd, 4ra hjóla, óskast til kaups. Upplýsingar veitir kaupfélagsstjóri Kaup- félags Langnesinga, Þórshöfn. Hestaþing » Sleipnis og Smóra verður haldið, á mótsvæði félaganna, að , Murneyri á Skeiðum, sunnudaginn 15. júli *'/ n.k. og hefst kl. 13.30. Keppt verður i: Skeiði 250 m. — L. verðl. kr. 10.000- Folahlaupi 250 m. — 1. verðl. kr. 3.000 Stökki 300 m. —1. verðl. kr. 5.000 Stökki 600 m. — 1. verðl. kr. 8.000 Brokki 600 m. — 1. verðl. kr. 5.000 Þrir fyrstu hestar i hverri grein. hljóta verðlaunapening. Þá fer fram góöhestakeppni i A og B flokki innan félaganna. Sú nýbreytni verður tekin upp, að mótsgestir velja hest dagsins úr hópi gæðinga. Skráning keppnis- hrossa fer fram hjá Aðalsteini Steinþórssvni Hæli. og Gunnari B. Gunnarssyni Arnarstöðum, til kl. 18.00 mið- vikudaginn 11. júli. Góðhestar komi til dóms á mótsdag kl. 10.00 árdegis stundvislega. Verið velkomin að Murneyri Stjórnir félaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.