Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 20
TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 20 Blaðamaður Timans sat fyrir skömmu eina dagstund á tali við tvær ungar grænlenzkar stúlkur, sem búsettar eru hérlendis og menn þeirra, sem báðir eru is- lenzkir. önnur þeirra er veiði- mannsdóttir frá Ang- magssalik á austur- strönd Grænlands. Hún heitir Alma Kalia og býr nú i Hafnarfirði með unnusta sinum, sem heitir Eirikur Kristó- fersson. Hin er bóndadóttir frá Ekaluit, sem mundi heita Silungastaðir á is- lenzku máli, i grennd við Julianeháb við Einars- fjörð á landinu sunnan- verðu. Hún heitir Bene- dikte og kennir sig nú við mann sinn að eftir- nafni, en hann heitir Guðmundur Þorsteins- son. Þau hjón búa i Reykjavik. Þær Benedikte og Alma eru báðar i rikum Grænlenzkar blómarósir á götu í Reykjavlk. T.v. Benedikte meö Ingu Dóru.T.h. Alma Kalia með Bjarna Karl. sem er nú reyndar alveg i grenndinni. Þar gekk ég svo út barnaskólann, en til þess að kom- ast i gagnfræðaskóla varð ég að fara til Godthab, þvi að á þeim árum var enginn gagnfræðaskóli i Julianeháb. Danskir kennarar ómælandi á grænlenzku — Er það rétt, að flestir kenn- arar á Grænlandi séu Danir, sem ekki eru mælandi á grænlenzku? — Já, það er rétt, danskir kennarar eru i meirihluta og fæstir þeirra tala grænlenzku. Þetta veldur náttúrlega erfiðleik- um, en hefur þó þann kost i för með sér, að börnin neyðast bók- staflega talað, til þess að læra dönsku, en sá, sem ekki kann dönsku á Grænlandi á ekki margra kosta völ. — Hélztu svo áfram i skóla i Góðvon? — Nei, ég fór i menntaskóla og á Grænlandi er enginn slikur, svo að ég varð að fara til Danmerkur. Þetta var 1967 og ég man að við vorum þrjú.sem fórum það árið og okkur fannst þetta óskaplega spennandi. Eftir þetta kom ég ekki heim i mörg ár nema rétt i sumarfriinu. — Svo hefur leiðin legið i há- skóla eða hvað? — Ég get nú varla sagt það, segir Benedikte og hlær, ég var nokkra mánuði i læknisfræði... — Hún varð að hætta vegna peningaleysis, skýtur Guðmund- ur inn I, hún fékk ekki námsstyrk, af þvi að þeir héldu pabba hennar vera svo rikan, að hann gæti kost- að hana sjálfur. ,,Hvar náðuð þið í svona fallegar konur?" mæli gæddar þeim eðli- lega og tilgerðarlausa þokka, sem Grænlend- ingum er eiginlegur, blönduðum hlédrægni, sem stundum jaðrar við feimni. Grænlenzk bóndadóttir Við látum feimnina hins vegar lönd og leið og biðjum Benedikte að segja okkur eitthvað fra upp- vexti sinum, þvi að það er ekki á hverjum degi, sem maður hittir grænlenzka bóndadóttur. — Ég ólst upp við öll venjuleg sveitastörf. Búskapur er töluvert stundaður á Grænlandi. Mest er þetta sauðfjárbúskapur og féð er af islenzku kyni. Pabbi átti um þúsund fjár, þegar mest var, en siðustu 2-3 árin hafa verið bænd- um erfið vegna snjóþyngsla, svo að fé hefur fækkað og mikið og margir hafa brugðið búi. Samt er i rauninni nóg fóður til i landinu, en það er bara svo erfitt um vik með alla flutninga. Ég var svo heima á Ekaluit, þangað til ég byrjaði I barna- skóla, þá fór ég til Julianeh&b, Svona fallegan ávöxt gefa tengsl Grænlendinga og tslendinga. Bjarni Karl Eiríksson t.v. Inga Dóra Guðmundsdóttir t.h. (Timamyndir Gunnar) Veiðimannsdóttir frá Angmagssalik Alma hefur setið og hlustað á tal okkar Benedikte en nú gefum við henni ekki grið lengur, þótt hún sé eilitið feimin og spyrjum um búskapinn i Angmagssalik. Hún hlær auðvitað að svona fá- kænsku: — Staðhættir I Angmagssalik leyfa nú ekki búskap. Þar lifa menn mest á veiðiskap og fisk- veiðum og svo verzlun. Pabbi minn, sem er látinn núna.stund- aði veiðiskap. Við vorum fjórtán systkinin og ég ólst upp svona eins og gengur og gerist með krakka i Angmagssalik. Svo fór ég til Danmerkur á heimavistar- skóla og lærði þar matreiðslu og annað i þeim dúr. Að þvi loknu fór ég afturheim til Angmagssalik og fór að vinna á elliheimilinu þar. — Fjórtán systkini, segirðu. Er slikur barnafjöldi aigengur? — NIu til tiu er ekki óalgengt. Annars vill yngri kynslóðin ekki eiga svona mörg börn. — Við erum fimmtán, segir Benedikte, þetta er ekki eins erf- itt og maður gæti haldið — við pössuðum hvert annað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.