Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 5
Sunnudagur 1. júli 1973
TÍMINN
5
Soraya gat
eignast barn
Soraya hefði getað verið
keisarafrú i Iran enn þann dag i
dag — og þar að auki móðir — ef
hún hefði akki alltaf verið svo
skelfilega hrædd við uppskurði.
Hún hefur nefnilega aldrei verið
óbyrja, að þvi er tveir þekktir
kvenlæknar segja. Keisarinn
ráðfærði sig við þá i sambandi
við barnleysi konu sinnar á sln-
um tíma. Allt sem skildi Sorayu
og framtiðina að I páfuglahá-
sætinu var tiu minútna aðgerð.
Hún er með legskekkju og
læknarnir segja, að smáupp-
skurður sé nægur til að hún geti
eignast barn. En Soraya var
hrædd við skurðarborðið og loks
missti keisarinn þolinmæðina...
Líkaminn
þoldi það ekki
Gunilla Jonsson nefnist sænsk
sundkona. I þvl skyni að ná betri
árangri I grein sinni hóf hún
notkun hormónalyfja. Þrátt fyr-
ir þetta tókst henni ekki að setja
met, það eina sem gerðist var,
að hún varð ófrjó. Aður fyrr var
þessi unga sænska kona venju-
leg iþróttakona, sem naut llfsins
engu slður en aðrir. Nú er
Gunilla rekald, eyðilögö vegna
mannlegrar metnaðargirndar
og gáleysislegrar notkunar
lyfja. Þetta dæmi gæti kannski
oröið til þess, að einhver þeirra,
sem leggur heilsu sina að veöi I
þvl skyni að hagnast um
sekúndubrot á keppnisvellinum,
hugsi sig tvisvar um áður en
viðkomandi gleypir næsta lyfja-
skammt.
Sögulegt
Onassis-partý
Ekki alls fyrir löngu var haldið
mikið partý hjá Onassis. Jackie
var ekki heima, en i staðinn
komu frægir gestir eins og Elsa
Martinelli, Odile Rodin og Omar
Sharif og nú sjá þau sannarlega
eftir öllu saman, þvi úr þessu
varð hneyksli og nú þurfa þau
að fara i fangelsi. Þegar veizlan
stóð sem hæst tóku hinir fínu
gestir nefnilega upp á þvi a ð
brjóta leirtauið með leyfi gest-
gjafans, þvl þetta er þrátt fyrir
allt gamall, griskur siður, sem
herforingjarnir hafa að visu
bannað. Enginn hugsaði um það
og leikurinn tók að æsast. Allt
leirtau i húsinu var mölbrotið og
gestirnir stigu villtan dans i
glerbrotunum. En til allrar
óharningju hofðu slæðzt þarna
með nokkrir óhemju verðmætir,
gamlir vasar, sem eftir nýjum
lögum tilheyra griska rikinu.
Það er þeirra vegna, sem hið
fræga fólk verður að fara i fang-
elsi,—efþauþá voga sér aftur
til Grikklands. Hver þeirra
varð að greiða hátt i milljón til
að fá að fara úr landi, og nú er
máliðkomiðþaðlangtá veg, að
dómur fellur innan skamms.
Fangelsisvistin getur orðið 3
mánuðir samkvæmt nýju
lögunum. Og það er Elsa
Martinelli sem myndin er af.
*
Strönd eða
sorphaugur
Strendurnar við Norðursjó eru
ekki enn kafnaðar i eigin
óhreinindum eins og margar ár
og vötn hafa þegar gert. Engu
að siður hefur þar þegar orðið
vart súefnisskorts, vaxandi fos-
fór- og hydrogensúlfiöinnihalds
i andrúmslofti, og ofseltu
sjávar. Allskonar eitranir i
fiskum og fuglum hafa herjað á
löndin við Norðursjó. Nú er
krafizt lagasetningar vegna
sjávarins, en slikar hafa þegar
veriö gerðar viðvikjandi ám og
vötnum á landi. Þar eð nokkur
timi liöur unz þessar lagasetn-
ingar verða komnar I kring hafa
þeir, sem málið er einkum skylt
myndað með sér „Samtök til
verndar ströndum Norður-
sjávar”, en i þeim eru nú 57
bæja- og sveitafélög og aðrir
áhugamannahópar. Samtökin
voru stofnuð nýlega i Aurich i V-
þýzkalandi.
Hver ibúi i
héruðunum við strendur
Norðursjávar, sem er meðlimur
i þeim greiðir tvo þýzka
pfenninga (um 65 aura isl)
árlega i þvi augnamiði að
vernda Norðursjó gegn þvi að
verða ruslahaugur iönaöar-
landanna i nágrenninu. Fram-
lagið er tekið af tekjusk. til
borga og sveitarfélaga. Stjórn-
málamaðurinn Georg Peters
frá Norder er formaður sam-
takanna og hóf hann starf-
semina fyrir skömmu með
640.000 isl. kr. i rekstursfé til að
byrja með. En samtökin munu
væntanlega einnig fá framlög
frá Hamborg og Bremen, en
borgaryfirvöld þar hafa mikinn
áhuga á að hreinsa Norðursjó. t
þágu ibúa viö Norðursjó verður
áherzla lögð á að halda
svæðunum hollustusamlegum
fyrir menn og skepnur til bú-
setu og einnig viðhalda þeim
sem orlofsstað. Með aðstoð sér-
fræðinga verða langtimaáætl-
anir gerðar og með hjálp
stjórnarinnar I Bonn og ná-
grannalandanna til þess að
koma i veg fyrir að frárennslis-
vatn verði látið renna i sjóinn
og til að halda kröfum ibúanna,
ferðamanna og iðnfyrirtækja
innan takmarka meö hjálp
breyttra laga um fasteignir.
Náttúrleg hreinsun Norður-
sjávar er mjög litil og þvi hefur
tveggja pfenninga herferöin
hlotið góðar undirtektir bæði
heima og erlendis. Haf-
fræöingar i mögum löndum gefa
upplýsingar um mengunarstig
sjávarins. M.a. hefur forseti
þýzka haf- og vatnafræðinga-
félagsins Roll prófessor varað
við ógnvekjandi afturför á
efnainnihaldi Norðursjávarins.