Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 32

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 32
32 TÍMINN Sunnudagur t. júli 1973 HÁRIÐ Á AÐ VERA AAJÚKT OG EÐLILEGT —litið inn á hárgreiðslusýningu hjá norskum meistara ARILD Martensen heitir norskur hárgreiðslusnillingur, sem ferðast um heiminn og miðiar fagfólki af þekkingu sinni. Auk þess hefur hann tckið þátt i Evrópu- og heimsmeistarakeppni i hárgreiðslu og einnig dæmt viö slik tækifæri. Nú nýverið lauk hann þriggja vikna sýningar- feröalagi um þver og endilöng Randarikin og er hann var á leið heim til Noregs, notaði Hár- greiðslumeistarafélag Islands tækifæriö, kallaði hann niöur á jörðina og hauð honum að sýna islcnzku fagfólki og kenna þvi eitthvað af þvi nýjasta. Martensen lét ekki á sér standa og eftir að hafa rætt við hár- greiðslufólkið daglangt, hélt hann sýningu á Hótel Esju á miöviku- dagskvöldið. bar komu um 250 manns, hárgreiðslukonur og -menn og fengu færri sæti en vildu. Fimm stúlkur höföu gefið sig fram til klippingar og greiöslu og höfðu þær mjög mismunandi hár, af öllum siddum og gerðum. Eina þeirra klippti hann alveg stutt, breytti hrokknu síðu hári annarrar í slétt, bjó til kvöld- greiðslu með spennum úr milli- siðu sléttu hári og greiddi tveimur. Allt tók þetta um þrjár klukku- stundir og einu áhöldin sem meistarinn notaði voru hand- þurrka, krullujárn, skæri.burstar og greiður. Allan timann skýrði hann nákvæmlega, það sem hann gerði og lét ýmsan fróðleik fylgja með. Hann sagði m.a. að mjög væri aö ryðja sér til rúms það sem kallað er „quick service” á hárgreiðslustofum. Konur kærðu sig ekkert um að sitja timunum saman i hárþurrkum. Nú væru krullujárn og handþurrkur aðal- verkfærin. — Hárið á aö vera mjúkt og frjálslegt, sagði Martensen, — þaö á aö leika við það. Aðal- vandinn sagði hann aö væri að fá stúlkur til að láta særa hár sitt. — Þær koma og segja, að það megi ekki taka, nema einn sentimetra, en þá er alveg áreiðanlegt, að það þarf að taka meira. Ekki „túberaði” hann einn einasta lokk á sýningunni og notaði aðeins mjög litið af lakki. Hins vegar kenndi hann nákvæm- lega og skýrði, hvernig nota ætti krullujárn og rúllubursta með beztum árangri — Manni finnst yfirleitt fyrst, að krullujárn sé leiðinlegt verkfæri, en þegar maður þekkir möguleikana verður það skemmtilegt. Hinar léttu og einföldu hár- greiðslur Martensens vöktu óskipta aðdáun sýningargesta og að lokum var honum færður blómvöndur frá módelunum. Þær hárgreiðslukonur, sem við ræddum við á eftir, voru hjartan- lega sammála um að hafa lært alveg ótrúlega mikið af þessari stuttu dvöl meistarans hér, SB Allan tímann útskýrði Martcnsen nákvæmlega hvers vegna hann klippti þennan lokk svona, en ekki hinsegin. Aö lokinni sýningunni þökkuðu stúlkurnar Martensen vel og vandlega fyrlr meðferðina Þessi stúlka var með hrokkið hár, en eftir smástund var það orðiö slétt og hárgreiöslan sú allra nýjasta. Kvöldgreiðsla. Allt, sem þarf er greiða, kruliujárn og spennurnar. Algengasta greiðslan, lipur og frjálsleg. Aðeins nokkrar minútur meö krullujárninu. (Timamyndir Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.