Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Menn og málefni Floti Rússa á Norður- Atlantshafi Fiskveiðar viö Lofoten i Norður-Noregi. Rússar stefna að jafnvægi I tilefni af endurskoðun varnar- samningsins við Bandarikin, verður sennilega talsvert rætt um flota Rússa á Atlantshafi. Þvi þykir rétt að endurbirta hér að mestu, útdrátt úr ræðu eftir Johan Jörgen Holst, sem hann flutti i Oslö, seint á árinu 1971, en hann var þá rannsóknarstjóri norsku utanrikisstofnunarinnar. Otdráttur þessi birtist i okt.- des.- hefti Nato-frétta 1971, en þær eru gefnar út af upplýsingaþjónustu Nató á Islandi i umboði fram- kvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins. Hefst svo útdrátturinn úr ræðu Holsts: „Norðurfloti Sovétrikjanna er öflugasti herafli i Norður-Evrópu. Aundanförnum árum hefurstarf- semi hans valdið Norðmönnum töluverðum áhyggjum. Þær eru aö miklu leyti sálrænar. Þegar Noregur gerðist aðili að NATO 1949 og mótaði þá stefnu, að ekki skyldi vera erlendur herafli i Noregi á friðartimum, byggðist sú stefna á yfirburðum Breta og Bandarikjamanna á Atlantshafi. A áttunda áratugnum verður Noregur að taka mið af þvi, að nú virðist svo, sem jafnvægi sé að myndast. Afleiðingar slikra breytinga á hafinu umhverfis landið er ekki aðeins unnt að meta með hliðsjón af heildar- jafnvægi alls staðar i heiminum milli risaveldanna, heldur verður að meta þær með tilliti til öryggisstefnu Noregs sjálfs og ráðstafana til að tryggja öryggið við breyttar aðstæður. Skipulag og vopnabúnaður sovézka flotans og auk þess at- hafnasvið hans mótast að miklu leyti af tilraunum Sovétrikjanna til að skapa mótvægi við flota- veldi Bandarikjanna. Tuttugu ára áætlun Stalins um uppbyggingu flotans, sem hófst 1946, hafði það meginmarkmið að skapa jafnvægi á höfunum. Flotanum var, að þvi er virðist, ætlaö það hlutverk að verjast sjóárásum á flotasvæðunum fjórum. Þó var ein stórvægileg undantekning gerð frá þessu i byrjun sjötta áratugsins, þegar hafin var smiöi stórra kafbáta, sem geta flutt langdrægar kjarnorku- eldflaugar”. Rússar óttast kjarnorkuórós ,,Um miðjan sjötta áratuginn minnkaði hættan á innrás af hafi i augum Sovétmanna, en þá töldu þeir meginhættuna stafa af kjarnorkuáras flugvéla frá flug- vélamóöurskipum. Aætlunum um smiöi stórra orrustuskipa og meðalstórra kafbáta var breytt og hætt var við áætlanir um smiði flugvélamóðurskipa. 1 stað þess lögöu Rússar áherzlu á smiði langdrægra eldflauga, sem bæði má skjóta frá stórum tundurspill- um,. litlum orrustuskipum og kafbátum. Aukið flugþol bandarisku flugvélanna um borð i flugvélamóöurskipunum kynni að hafa valdið þvi, að Rússar hófu smiði kjarnorkuknúinna kafbáta sem búnir eru eldflaugum. Um miðjan sjötta áratuginn var kjarnorkukafbátaflotinn smátt og smátt fluttur til Kola-skagans. Undir stjórn Krúsjeffs fjölgaði kafbátum i Norðurflotanum úr u.þ.b. 30 i 145.” Vörn gegn Polaris- kafbótunum „Þegar veruleg ógn fór að stafa a f Pólaris-kafbátunum (bandariskir kafbátar búnir kjarnorkuvopnum). neyddust Rússar til að búa herskip sin eld- flaugum, sem beita má gegn kaf- bátum, og smiða kafbáta til kaf- bátaveiða. Þeim var nauðsynlegt að geta athafnað sig utan þess svæðis, sem flugvélar úr landi höfðu flugþol til að spanna og þurftu þess vegna að koma upp loftvarnakerfi á herskipum sin- um. Aætlanir Sovétrikjanna um skipasmiðar mótast mjög af stöðugum breytingum og til- raunum til að laga skipin að þeirri þróun, sem hefur orðið i vigbúnaði Bandarikjanna. Herskipafloti Sovétrikjanna hefur i stöðugt rikari mæli verið búinn eldflaugum. 1970 var talan 23% og búizt er við, að 1975 verði hún orðin um 50%. Þróunin á sviði flotamála hefur undanfarin ár orðið örust i hrað- fleygri uppbyggingu Sovétrikj- anna á háþróuðum flota kafbáta, sem búnir eru langdrægum eld- flaugum (kafbátarnir eru af Y~ gerð, búnir sextán 1500 sjómilna SSN-6 eldflaugum). Bátarnir eru byggðir á Norðurslóðum og þar eru heimastöðvar þeirra gautján slikir kafbátar eru nú i notkun, og um þessar mundir eru um 7 til 8 kafbátar af Y-gerð smiðaðir ár- lega. Liklegt er, að tilvist þess- ara kafbáta verði til þess, að Rússar móti þá stefnu, að þeir reyni að hafa sem flesta kafbát- ana á fastákveðnum stöðum og minnki þannig þann fjölda báta, sem eru i höfn eða á ferð til og frá höfn”. 1 þessu sambandi er rétt að geta þess, að nýlega hefur verið upplýst, að nýjustu kafbátar Rússa hafi svo langdrægar eld- flaugar, að þær þurfi ekki að fara út fyrir landhelgi Sovétrikjanna. Þeir geti skotið þaðan á hvaða skotmark sem er i Norður- Ameriku og Evrópu. Landganga ó nólægum ströndum „Um 40% sovézkra orrustu- skipa og tundurspilla og u.þ.b. 55% fylgdarskipa eru i Noröur- flotanum og Eystrasaltsflotan- um. 63% af öllum sovézkum kaf- bátum eru i flotunum tveimur i Norður-Evrópu. 70% kjarnorku- kafbátanna og eldflauga-kafbát- anna eru i Norðurhöfum. Búizt er við þvi, að heildartala skipa i sovézka flotanum muni minnka eitthvað, þegar ný skip taka við af gömlum. 1 sovézka flotanum eru nú 20 orrustuskip, 100 tundurspill- ar, 100 fylgdarskip og 350 kafbát- ar. Með þvi að beita ýtrasta afli gætu Sovétrikin liklega sent átta herskipadeildir til árása á Nor- egshafi, ef við gerum ráð fyrir þvi, að skipin geti siglt hindrunarlaust úr Eystrasalti og Barentshafi. Bandarikin gætu aö öllum likindum beitt fjórum eða fimm sóknarsveitum með skömmum fyrirvara og sent allt að átta til þessa hafsvæðis með hæfilegum aðvörunartima, en þó er liklegt, að sú tala lækki þegar um miðjan þennan áratug. Sovézki herskipaflotinn er vel skipulagður til að veita aðstoð við landgöngu á nálægum ströndum. Hæfni Sovétrikjanna til að fram- kvæma strandhögg i skjóli gagn- kvæms ógnarjafnvægis kjarn- orkuvopna skiptir öryggishags- muni Noregs miklu.” Þegar Holst talar um land- göngu á nálægum ströndum, á hann fyrst og fremst við Norður- Noreg. Æfingar rússneska flotans „A fyrstu árunum eftir heims- styrjöldina fóru æfingar sovézka flotans fyrst og fremst fram á at- hafnasvæðum flotanna á Bar- entshafi og Eystrasalti. Enn eru helztu æfingasvæðin þarna, þar sem sjá má skip að æfingum allan ársins hring. 1 byrjun sjötta ára- tugsins mátti ráða það af sovézku flotaæfingunum á Norðurslóðum, aö rússnesku flotaforingjarnir töldu mestar likur á átökum milli herskipa austurs og vesturs á hafinu noröur og austur af Lófót. Upp úr þvi teygðist athafnasv. ætið lengra til vesturs og var það greinilega til varnar gegn kjarn- orkuógnuninni frá flugvélum bandarisku flugvélamóðurskip- anna. Sovézku æfingarnar náðu til Jan Mayen og stundum jafnvel suður til hafsins milli Islands og Færeyja. Gangur æfinganna var sá, að þær hófust með nokkrum litlum æfingum, sem enduðu á haustin með allsherjaræfingu. 1 byrjun sjöunda áratugsins drógust sovézku flotaæfingarnar á Noregshafi nokkuð saman, ef til vill var það vegna þess, að verið var að endurbæta vopnabúnað skipanna og búa þau vopnum til að verjast kafbátum og flugvél- um og eldflaugum, sem skjóta má eftir yfirborði hafsins til skot- marka á landi. Frá 1963 hafa æfingarnar einkennzt af tveimur meiriháttar æfingatimabilum — vor og haust. Æfingasvæðið spannar nú allt Noregshaf og teygir sig stundum suður á mitt Atlantshaf. Framvarnarsvæði Sovétrikjanna yrði á svæðinu milli Grænlands, Islands og Fær- eyja, sem eru siglingaleiðirnar inn á Noregshaf. Athafnir sov- ézka flotans einkennast einnig af tiðum flutningi skipa milli Sov- ézku flotanna tveggja i Norður- Evrópu og einnig milli Norður- flotans og sovézku flotasveitar- innar á Miðjarðarhafi. Meðan á þessum flutningi stendur stunda skipin oft æfingar, svo að sovézk herskip hafa raunverulega stund- að mjög tiðar æfingar á Noregs- hafi siðan 1968.” Landgöngusveitir „Starfsemi sovézku landgöngu- liðssveitanna hófst að nýju 1964. Um sex eða sjö herdeildir, en i hverri þeirra eru 2000 menn, eru nú á flotasvæðunum fjórum. Ver- ið er að búa þessar sveitir nýtizku landgönguprömmum og skipum til að flytja þá. Sveitunum er ekki ætlaö að starfa á fjarlægum stöð- um, en þær eiga auðvelt með að gera skyndiárásir á nálægar strendur. 1 miklu sovézku æfing- unum 1968 (SEVER0 og 1970 (OKEAN) umkringdu landgöngu- liðssveitir Skandinaviuskaga og settu siöan á svið landgönguárás á strendur Kola-skagans, sem voru vel varðar. Það er einnig at- hyglisvert, að Rússar hafa horfið frá fyrri venju sinni að auglýsa ekki flotaæfingar sinar, þvi að siðan 1968 hafa þeir slegið þeim upp I fjölmiðlum.” Helztu verkefni flotans „1 stuttu máli má segja, að helztu verkefni sovézka flotans á Noregshafi séu þessi: 1. Veita Pólaris/Poseidon-kaf bátum viðnám. 2. Eyöileggja bandarisku flug vélamóðurskipin, áður en flug vélar þeirra fara á loft. 3. Tryggja eftirlit á flotasvæðum 4. Tryggja að sovézkir eldflauga kafbátar komist til stöðva aust ur af strönd Bandarikjanna 5. Trufla siglingar á siglingaleið um NATO-rikjanna. 6. Veita flotastyrk við landgöngu aögerðir á nálægum strand svæðum. 7. Mynda og efla sovézkt vald oé grafa undan trausti Norður Evrópubúa á hæfni Bandarikj anna til að gæta öryggis þeirra Flugþol flugvéla flugvéla- móðurskipa og langdrægni ann arrar og þriðju kynslóðar SLBM eldflauga er svo mikil, að Rússai hafa ekki séð sér annan kost en at taka upp framkvæmdir til að gets gripið til gagnráðstafana á haf úti. Einnig er rétt að minnasl þess, að á sama hátt og banda riskir eldflauga-kafbátar geta ógnað mikilvægum skotmörkum Sovétrikjunum séu þeir á heim skautahöfunum þurfa Rússar at koma skipum sínum suður fyrii Noregshaf til að geta náð til skot marka I Bandarikjunum. Þau takmörk, sem langdrægni eld- flauga setur, og lega Kanada valda þvi þannig, að Noregshaí verður mikilvæg siglingaleið fyr- ir sovézka flotann og framvarna- svæði hans. Afstaða Norðmanna „Hinir miklu sovézku varnar- hagsmunir, sem felast i yfirburð- um á Noregshafi, hafa það i för með sér, að mjög ólíklegt er, að leiðtogarnir i Moskvu muni draga úr flotastyrk sinum á þessu svæði i framtiðinni. Einnig ber að leggja áherzlu á það, að töluverð- ar umræður fara nú fram innan herstjórnar Sovétrikjanna um stefnuna i flotamálum. Þegar sovézki flotinn er orðinn jafn stór og öflugur og nú, virðist liklegt, að leiðtogar landsins vilji beita flotanum til styrktar stefnu sinni og pólitlskum áhrifum. Frá pólitisku sjónarmiði er sov- ézki flotinn að nokkru leyti i leit að hlutverki sinu á friðartlmum. Vegna þessa hafa norsk stjórn- völd lent milli steins og sleggju, þegar kemur að þvi að gefa upp- lýsingar um umsvif sovézka flot- ans. Annars vegar vilja menn ekki gefa Rússum pólitiskar átyllur með þvi að gera of mikið úr umsvifum sovézka flotans á Noregshafi. Hins vegar er oft nauðsynlegt að taka sterkt til orða til að verkja athygli og um- ræður innan NATO. Hvorki má heldur hræða almenning innan lands að ófyrirsynju né telja hon- um trú um, að ekkert sé um að vera. Stundum stuðlar opinber þögn ásamt áhuga fjölmiðla á vandamáli að þvi, að mikla vand- ann og rýra álit manna á hæfni yfirvalda til að leysa hann.” Kjarnorkuskot á Keflavík? „Rangt væri að segja, að nú væru Rússar stöðugt á Noregs- hafi. Návist þeirra takmarkast fyrst og fremst við æfingar, sem eru tiltölulega stuttar. Sovézki flotinn hefur engar heimastöðvar eða annars konar bækistöðvar á Noregshafi og á framvarnar- svæðunum nýtur hann ekki verndar flugvéla. Staða sovézka flotans á Norður-Atlantshafi er að ýmsu leyti nokkuð óvis. Vegna þess að sovézku skipin þurfa að komast út úr Eystrasalti og Bar- entshafi til að komast til fram- varnarstöövanna, yrðu sovézkir stjórnendur vafalitið hvattir til þess að beita flotanum á ótíma- bæran hátt, ef til vandræða kæmi. Þettakynni einnig að leiða til þess, að gripið yröi til ótimahærra árása á bandarisku flugstöðina á íslandi. Slikar aðgerðir yrðu mun óliklegri, ef Sovétrikin hefðu að- gang að höfnum á strönd Noregs. Engir stjórnmálamenn vilja láta herforingja setja ákvörðunum sinum skorður. Vanhæfni sovézku herskipanna til að heyja lang- vinna baráttu um yfirráðin á Noregshafi kynni á sama hátt að auka hættuna á skjótri stigmögn- un og upplausn með þvi að tekin yrði upp sú stefna I sjóhernaði, sem einkennist af „einu kjarn- orkuskoti”. Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.