Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar 1 Það hefir ekki verið til einskis að láta kosta upp á hann öllum þessum bjór og heilum pela af konjaki! Hún kemst strax i upp- nám, smeygir sér i vattfóðraðan innikjól og i þessum hertygjum leggur hún umsvifalaust af stað til að leita að flóttamanninum. Emil Kleinholz er sá þriðji af ættinni, sem rekið hefir verzlun með fóðurvörur og tilbúinn áburð þarna við Marktplatz. Þetta hefir allt af verið góð og gömul og stál- heiðarleg verzlun, sem ávallt hefir notið bezta trausts og álits hjá þeim þrjú hundruð bændum, sem eru viðskiptavinir Kleinholz- verzlunarinnar. En það er einn galli á þeim viðskiptum. Eigi að verzla, verður að drekka. Það er ekki hægt að sem ja svo um kaup á einum vagni af kartöflum, eða gera upp einn reikning, án þess að bjór og staup af brennivini eða konjaki þurfi að fylgja með. Þetta slampast allt saman af, ef góð kona, og samlyndi rikir á kaup- mannsheimilinu. En sé konan sifellt að nöldra og jagast vegna afbrýðissemi, eins og frú Emilia Kleinholz hefir alltaf gert siöan Emil Kleinholz, sem þá var bæði álitlegur i sjón og vel efnum bú- inn, tók hana upp af götu sinni, þá er svej mér ekki von að vel fari. Þau eru nú búin að vera gjft i þrjátiu og fjögur ár, og enn þá gætir hún hans með sömu af brýðissemi og fyrsta daginn. Fyrst þrammar nún lil Bruhns áhorninu i innislopp og morgun skóm. Ekki er hann þar, en hún væri þá ekki sjálfri sér lik, ef húr notaði ekki tækifærið til að hella sér út yfir Bruhns og veitinga- húsið hans með beizkum ásökunum fyrir það, að hann tæli skikkanlegt fólk út i drykkjuskap og ólifnað, þangað til að Bruhns gamli sjálfur tekur sig til og gripur þéttingsfast i hana og pundar henni út. Svo stendur hún aftur úti á torginu I litla bænum. Alls staðar er lokað og slökkt. Götuljósin ein flökta og blakta. Ætti hún kannske að fara heim núna? Eftir að Emil er búinn að láta hana leita að sér um allan bæ- inn og finnast þó hvergi, bann- settur slarkarinn? Nei, nú skal hún finna hann, hvað sem það kostar. Allt i einu man hún eftir þvi, að það er einmitt dansskemmtun i Tivoli I kvöld. Þar er Emil auð- vitað. Þar er hann! Þar er hann! Og hún hleypur af stað eins og hún kemur fyrir gegnum hálfan bæinn og inn að Tivoli. Dyra- vörðurinn hjá klúbbnum ,,Har- moniu” rukkar hana um eitt mark i aðgangseyri, en það er nú auðvitað eins og að klappa i stein. ,,Ég held að þú ættir fremur skilið að fá eitt vel úti látið kjaftshögg,” segir hún, og dyravörðurinn má þykjast góður að verða af hvoru- tveggju, og hún ræðst umsvifa- laust inn i danssalinn og kemur strax auga á Emil sinn, sem er enn þá sami kvennaljóminn og áður, með ljóst indælt alskegg. Og þarna er hann að dansa við litla svarta flennu, sem hún ekki einu sinni þekkir, ef maþur getur þá kallað þetta fyllirishopp dans. Dansstjórinn segir: ,,Frú, i guð- anna bænum, frú min!” Ennú skilurhann,aðhanná við náttúruafl að etja, fellibyl eða eldgos, sem enginn mannlegur máttur ræður við. Og hann hörfar burtu. Það opnast göng eftir mannþrönginni á dansgólfinu, og eftir þessum göngum stefnir hún beint af augum á hjúin, sem hoppa og skoppa um gólfiö. Þau eiga sér einskis ills von. Allt i einu svifur hún á hann. ,,Æ, elsku dúfan min,” segir hann við dömuna sina og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. En hann kemst bráðlega i skilning um það. Hún veit, að nú á ekki' annað við en að vera hæversk og frúarleg. Hún býður honum arm- inn: „Komdu nú, Emil. Nú er nóg komið.” Og hann fer með henni. Hann trltlar við hliðina á henni, sneypulegur eins og lúbarinn hundur, og gýtur augunum öðru hvoru um öxl til litlu, laglegu, svarthærðu stúlkunnar, sem vinnur i rammaverksmiðjunni hjá Stössel, og lánið hefir ekki leikið svo við hana um dagana, að henni hafi ekki fundizt til um þennan örláta, rika herra, sem hún hafði lent á i kvöld. Hann fer út og hún fer út. Úti fyrir stendur bfll, þvi að forstöðumaðurinn i „Harmoníu” veit af gamalli reynslu, að við slik tækifæri er bezt að hringja eftir bil sem allra fyrst. Emil Kleinholz sofnar á leið- inni, og hann vaknar ekki einu sinni við það, þegar frúin og bil- stjórinn drasla honum inn til hans og koma honum I rúmið. Þetta marghataða hjónarúm, sem hann hafði yfirgefið fyrir rúmum tveim stundum i þvi skyni að skemmta sér. Hann sefur. Og frúin slekkur ljósið og liggur góða stund i myrkrinu: siðan kveikir hún aftur og virðir mann sinn fyrir sér, hann, manninn sinn, þessa ljóshærðu, fallegu óregluskepnu. Þó að aldlitið sé nú öskugrátt og skvapholda, þekkir hún sömu drættina og forðum, þegar hann gekk á eftir henni með grasið i skónum og var fullur af skemmti- legum uppátækjum og prakkara- strikum, alltaf kátur og ailt af frekjan tóm, tók um brjóstin á henni og lét sér á sama standa þótt hann fengi utan undir i stað- inn. Og að svo miklu leyti sem’ hennar litli heili er fær um að gera sér það ljóst, litur hún nú yfir farinn veg: Geðvond og gömul dóttir, ljótur og illa inn- rættur strákur, verzlun á hausnum, óreglusamur eigin- maður — og hún sjálf? — hún sjálf?.. Jæja — að gráta — það er lika hægt að gera i myrkri. Það sparast þá ljósið á meðan, þó öllu sé nú sóað á þessu heimili. Og nú fer hún að hugsa um,hvað hann skyldi nú hafa eytt og sóað miklu þennan stutta tima, og hún kveikir aftur, finnur veskið hans og fer I það og reiknar út og reiknar út. Og þegar hún er búin að slökkva aftur og hugsa góða stund, einsetur hún sér að vera góð og almennileg við hann fram- vegis, þótt hann lendi á þvi. En svo fer hún að stynja og segir við sjálfa sig hálfkjökrandi: „Nei, það þýðir ekkert héðan af. Nú er það orðið of seint hvort sem er. Ég verð að reyna að halda betur i tæfilinn á honum héðan af en hingað til.” Svo fer hún að gráta, W og loksins sofnar hún, eins og fólk w ■ gerir eftir tannpinu og barnsburð, rifrildi, og jafnvel eftir óvæntan og mikinn fögnuð. Svo vaknar hún i fyrsta ^kiptið við það, að fóðurdeildarstjórinn er kominn og hún rumskar að eins sem snöggvast og fær honum lykilinn að hafrageymslunni. Klukkan sex verður hún að vakna aftur, þvi að þá kemur vinnu- konan eftir lyklinum að búrinu. Þá er ekki nema einn klukkutimi eftir til að hvila sig og sofa! Íl! lliflfi i ; 1 Lárétt 1) Hljóðfæri.- 6) Sáðkorn,- 7) Mjúk.- 9) Borg,- 11) Lagarmál.- 12) Guð.- 13) Leiða.- 15) Venju.- 16) Höll.- 18) Vitleysuna,- Lóðrétt 1) Viðhöfn,- 2) Hitunartæki. 3) Titill.- 4) Stúlka.- 5) Frægra,- 8) Angan.- 10) Gruni,- 14) Kraftur.- 15) Litu,- 17) Eins.- Ráðning á gátu Nr. 1436 Lárétt 1) Sómalia.- 6) óró.- 7) Már.- 9) Und,- 11) Aá,- 12) ÓO.- 13) Rás.- 15) Atrenna,- Lóðrétt 1) Samaria.- 2) Mór,- 3) Ar,- 4) Lóu.-5) Andorra.-8) AAÁ,-10) Nói.-14) Sér.-15) Ein.-17) Te,- i J " 7 s H /3 Zlm i? Kannski bráðlega, þvi þú kemst ) n as> ekki á spítala fyrr en ég kemst heill^ 8s ó VniOi til Tnr^ar mö?S millitin ■ VÍ SUNNUDAGUR 1. júlí mönnum. „Kemur vel á vondan segir hún og gengur burtu, eins og ekkert hafi i skorizt. Svo hleypur hann til að drekka i w Ogsvo vaknarhún i þriðja sinn, og i þetta skipti verður það að SS vera fyrir fullt og allt, klukkan Sjs þrjú kortér i sjö. Þá á drengurinn SS að fara i skólann. Enn þá sefur Sx maðurinn hennar, og það er nú Sx ekki nýtt. Þegar hún litur inn i xx svefnherbergið klukkan langt w gengin átta, er hann vaknaður w ‘ ......................1 kaffið órakaður, þunnur og eyði legður. Komdu með sild handa mér, Maria,” segir hann við dóttur sina, og svo er það ekki meira. „Skammastu þin ekki, pabbi, fyrir-hvað þú varst fullur I gær- kvöldi,” segir hún bitur i bragði um leið og hún fer út. „Þá skal ég hundur heita, ef þessi telþa fær ekki að pilla sig af heimilinu bráðum!” hvæsir kaupmaðurinn. „Það gat verið vitlausara hjá þér,” segir frúin og er nú mýkri á manninn. „Hvað hefir þú að gera ^ við að kosta þessa þrjá ræfla i SX; búðinni lengur?” TO 8.00 Morgunandakt Séra Sig- uröur Pálsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög. East- man-Rochester popphljóm- sveitin leikur létt lög. 9.00 Fréttir. Otdráttur úr forustugreinum dagblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Trió fyrir fiðlu, horn og pianó eftir Lennox Berkley. Manough Parikian, Dennis Brain og Colin Horsley leika. b. Kon- sert fyrir pianó og hljóm- sveit i Es-dúr eftir John Ire- land. Colin Horsley leikur með Konunglegu filharmóniuhljómsveitinni i Lundúnum, Colin Davis stjórnar. c. Konsert fyrir hljómsveit eftir Michael Tippett. Sinfóniuhljómsveit Lundúna leikur, Colin Davis stjórnar. 11.00 Messa i Háteigskirkju. Prestur: Séra Jón Þorvarðsson. Organleikari: Martin Hunger. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Mér datt það i hug. örn Snorrason rabbar við hlust- endur. 13.35 islenzk einsöngslög Sigurveig Hjaltested syng- ur. 13.50 Frá Haukadal að Odda. Böðvar Guðmundsson sér um þáttinn. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá erlendum útvarpsstöðvum. Frá útvarpinu i Baden Baden. Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Baden Baden leikur. Stjórnandi: Ernest Bour. 16.10 Þjóðlagaþáttur i umsjá Kristinar ólafsdóttur. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir 17.00 Barnatimi: Olga Guðrún Árnadóttir stjórnar a. Um fiskinn og fimmtiu milurn- ar.Ævintýri, ljóð og söngur um fiska og fleira. Flytjend- ur: Olga Guðrún Arnadóttir og Guðmundur Magnússon leikari. b. Útvarpssaga barnanna: „Þrir drengir I vegavinnu” eftir Loft Guð- mundsson. Höfundur les (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkvnningar. 19.20 FréUaspegill 19.40 Segðu mér af sumri. Jónas Jónasson talar við Ólafiu J. Hallgrimsson. 20.00 Tónleikar 20.30 Gaman af gömlum blöð- um. i umsjá Lofts Guðmundsonar rithöfundar. 21.00 „Þorgeirsboli” ball- ettónlist eftir Þorkel Sigur- björnsson Sinfóniuhljóm- sveit Islands leikur. Bodan Wodiczko stjórnar. 21.25 Konurnar í Kolviðar- nesi. Frásögn Málfriðar Einarsdóttur. Sigrún Guðjónsdóttir flytur. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. Bænarorð. 22.35 Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. IGNIS ÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN — VESTURGOTU 11 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.