Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Rústir miöaldakastala (Borgholm) Myndir frá vesturströnd Eylands, sérkennandi fyrir landshætti beggja eyjanna (kalksteinssprungur f jörö niöur.) Þættir frá Gotlandi og Eylandi (Gotasaga segir frá manninum, er fyrstur á að hafa stigið fæti á land á Gotlandi. Hún nefnir hann Þjálfar (Tjelvar). En um landið segir i sögunni, að dag hvern sykki það i særen lyftist úr djúpi i dögun. Þjálfar tendraði þar einnig eltí fyrstur manna, en þá brá svo við, að landið hélzt ofan sjávar. Gotasaga segir, að Höfði (Havde) héti sonur Þjálvars og kona hans Hvitstjarna, sem er einkennilegt nafn frá heiðnum tima. En frá sonum þeirra, Gota, Greip og Gunnfjóni eiga Gotlendingar að vera komnir samkvæmt þessari fornsögu). ÞEGAR Linné haföi nær fullbúið til prentunar feröasögu sina frá Gotlandi og Eylandi, en þaö var áriö 1741, bætti hann þessari málsgrein við kaflann um Ey- land: „Varla höföum við fyrr nálgast strendur Eylands en þaö varö okkur öllum Ijóst, aö eyja þessi er algerlega frábrugöin öörum pörtum Sviarikis.” Siðan hefur oft verið vitnað til umsagnar hans, þegar menn hafa viljað leggja áherzlu á sérkenni- leik þessarar eyju i Eystrasalti. En lika er einhver angurværð yfir lokaummælum Linnés, en þau eru svohljóðandi: „Við létum Ey- land að baki með eftirsjá, söknuð- um fagurra birkilunda engja og vallendis — og ferðinni lauk svo að fullu i Kalmar”. Allt annar blær er yfir frásögnum Linnés frá Gotlandi, og er þó margt likt og skylt me.ð báðum þessum ey- löndum. Viðbrigðin hafa orðiðt minni við komuna þangað fyrir hann, sem búið hafði á megin- landi Sviþjóðar, hinir miklu barr- skógar Gotlands komið honum kunnuglega fyrir sjónir. Augljóst er af ferðabókinni, að Linné hefur öðru fremur hrifizt af náttúrufari eyjanna og merkilegu góðurfari þeirra, en um þetta hvorttveggja mynda þær heild, þessar tvær stóru baltnesku eyjar. Oðru máli gegnir svo um mál, málfar, byggingarhætti og þjóðhætti ýmsa. Sakir legu sinnar i miðju Eystrasalts varð Gotland þegar i upphafi miðalda orðið eins konar miðstöð verzlunar og kaupskapar og löngum með til- tölulega sterka heimastjórn, að þvi er ráðið veröur af heimildum. Eyland var hins vegar frá fornu fari tengdara og jafnframt háð- ara Sviþjóð. Aðalbergtegundir á eyjunum báðum eru sandsteinn, kalk- steinn, mergill og aðrar skyldar- berg- og steintegundir. Allar hafa þær i öndverðu verið i djúpum hafs, og eru að minnsta kosti fjögur eða fimm milljón ára, og auðugar mjög af steingervingum. Jarðvegur eyjanna er þvi að sjálfsögðu kalkborinn, gljúpur og heldur illa vatni. Strendur eru klettóttar og brimsorfnar, viða samfelld klettabelti nær sjó fram. Klettar eru þar sérkennilegir, strókmyndaðir og með ýmiss konar formi eða lögun. Vötn eru yfirleitt grunn. Sérkennandi fyrir Eyland er sléttlendið, sem við tekur, þegar kemur inn fyrir klettabelti strandarinnar, mar- flatt, ófrjótt land, grunnt niður á sjálfan isaldarleirinn. „Alvaret” nefnist þetta sléttlendi með sænskumælandi þjóðum. Allt að þvi helmingur Gotlands er skógi vaxinn, einkum barr- skógi, þar á móti er Eyland skóg- litið (um 15%). Jurtagróður beggja eyjanna er sérstæður og mjög merkilegur fyrir margra hluta sakir, og kemur þar tvennt til, annars vegar hið milda og þó ekki votviðrasama eyjaloftslag, hins vegar lega þeirra. Þar má sem sé finna fjölda jurta og blóm tegunda, sem hvergi verða fundn- ar i Sviþjóð eða eru þá mjög sjaldséðar þar. Eyland er þannig eins konar sýnishorn, ef svo má að orði kveða, af jurta- og blóm- gróðri Austur-Evrópu og Siberiu, Gotland hins vegar af f jallagróðri Suður-Evrópu. Þar við bætast að sjálfsögðu fjöldi skandinaviskra fjallajurta, sumar hverjar leifar frá siðustu skeiðum _ isaldar. Gróðurfar sandsléttunnar (alvarets), sem hér var áður nefnd er jurtaheimur út af fyrir sig, harðgerar tegundir, sem staðizt hafa þurrka og siblásandi sléttugjóstur vetrarins, „fSken” eins og hann er nefndur. Þessi fábreytti, harðgeri sléttugróður, sem áður fyrr mátti þola ágang búfénaðar, er alger andstæða hins, er dafnar á engjum, ræktar- löndum og i skjólsælum lundum og ber suðrænan frjósemdarsvip. Um hásumarið ber orkidéuna þar ofar öðrum blómum. Hvarvetna gleður hún auga heimamanns og ferðalangs með litskrúði sinu. Akuryrkja og atvinnugreinar henni tengdar er aðalatvinnuveg- ur bæði á Gotlandi og Eylandi. Bæði eylöndin eru þó upphaflega vel fallin til sauðfjárræktar, enda eiga Gotlendingar afbragðs fjár- stofn. Það er ævaforn fjárstofn, frá upphafi útigöngufé, og i þeirra eigu er meiri partur fjárstofns sænska rikisins. Á Eylandi hefur sauðfjárrækt hins vegar stórum dregizt saman á seinni árum. Fiskveiðar hafa löngum verið mikilvægur þáttur atvinnulifs i þessum eylöndum tveimur, eins og gefur að skilja. Aðalfiski- tegundir þar eru síld (Eystra- saltssild), þorskur og lax, og að þvier tekur til Eylands einnig áll, sem veiddur er upp við strend- urnar. Þróunin stefnir nú stöðugt meir til togveiða á djúpmiðum, til stórútgerðar frá hinum stóru hafnarbæjum á austurströnd Got- lands. Aðalakuryrkjusvæði Eylands liggja sunnanvert á eynni á slétt- lendi nær ströndinni. Virðulegust akuryrkjuhéruð Gotlands eru á. mergilsvæðinu umhverfis bæina Roma og Hemse. Stórbýli eða herragarðar eru sjaldgæfir. Smá- búskapur tilheyrir á báðum eyjunum nyrðri hluta þeirra, þar sem jarðvegur er grýttari og ófrjórri. Vélvæðing landbúnaðar- ins hefur á siðustu áratugum gerzt i stórátökum og i nokkurn veginn samsvarandi mæli og á láglendissvæðum („slátt- bygder”) Suður-Sviþjóðar. Auk kornyrkju, eru ýmsir rótarávext- ir ræktaðir á báðum eyjunum. Undir lok fyrri aldar bættist þar viö ný, atvinnugrein, sykurrækt og sykurframleiðsla, sem átti eft- ir að hafa grundvallarþýðingu fyrir allan landbúnað beggja eyj- anna og opna leiðir til margra átta i atvinnulegu tilliti, en á þeim tima rikti þar stöðnun. Með heimsstyrjöldinni fyrri hófst ræktun ýmissa oliujurta, sem átti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.