Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 6
VÍRNET HF Borgarnesi Naglaverksmiðjan er í nvju 1200 fermetra húsi, sem reist var í Borgar nesi fyrir fáeinum árum. Naglaverksmiðjan í Borgarnesi framleiðir allan saum, sem notaður er til smíða á íslandi Verksmiðjan Virnet hf., eða naglaverk- smiðjan i Borgarnesi, eins og margir nefna hana i daglegu tali, er eitt þeirra iðnfyrir- tækja, sem sett hafa verið á laggirnar síðustu áratugina, til að bæta atvinnuástand og auka almennan hag. Naglaverksmiðjan hefur þegar sannað ágæti sitt og er mikil og góð reynsla fengin fyrir fram- leiðslu hennar og er hún lands- þekkt fyrirtæki fyrir löngu siðan. Timinn kynnir þessa verk- smiðju nú og átti i þvi tilefni sam- tal við Pál Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóra og sagðist honum frá á þessa leið: Byrjuðu i gömlu veitingahúsi i Brákarey Verksmiðjan Virnet hf. var stofnuð i ársbyrjun 1956, en þá komu saman niu hluthafar og var ætlunin, eins og nafnið bendir til, að hefja framleiðslu á virneti. Ekki varð þó af virnets- framleiðslunni, heldur var farið að framleiða nagla. Var verk- smiðjan til húsa i gömlu húsi úti i Brákarey, þar sem áður hafði verið veitingaskáli Vigfúsar Guðmundssonar. Vélar til naglagerðarinnar voru fluttar inn frá Þýzkalandi. Gekk fram- leiðslan vel og einnig rekstur fyrirtækisins og nokkrum árum siðar var starfsemin flutt i nýtt hús, sem byggt hafði verið i Borgarnesi. Er nýja verk- smiðjuhúsið 1200 fermetrar að stærð. Naglasláttuvélar eru hávaðasamar og afkastamiklar. Hér sjást tvær á fullri ferö. Inn i þær fer ferkantaöur vfr og út kemur „svartur” saumur. Mikil framleiðsla á nöglum Framleiðslumagnið hjá nagla- verksmiðjunni var árið 1972, sem hér greinir: Svartur saumur ......253.991 kg Galvaniseraður saumur ............. 341.504 kg Mótavir og bindivir .... 176.232 kg annað............................. 130.777 kg Bjarni Jóhannsson Framleiða svo til allan saum, sem notaður er við smíðar h á landi Framleiðir verksmiðjan nú svo til allan þann saum, sem notaður er á landinu. Verk- smiðjan framleiðir allan saum sjálf, nema 7 tommu nagla, en þá flytur hún inn til galvan- húðunar og fullvinnslu. Enn- fremur þaksaum, en verk- smiðjan hefur ekki vélakost til að slá þaksaum og er hann galvanhúðaður i verksmiðjunni og pakkaður. Auk naglanna framleiðir verksmiðjan mótavir og bindi- vir, sem „dreginn” er i verk- smiðjunni, en báðir þessir vfrar eru gerðir úr sama hráefni og naglarnir. Þá hefur verk- smiðjan flutt inn girðingar- staura úr járni og galvanhúðað fyrir isienzkan markað. Naglarnir eru slegnir úr hrá- efni, sem keypt er til landsins frá Tékkoslovakiu. Þetta er járnvir, 5,6 mm og 8 mm gildur og er hann „dreginn” i hæfi- legan gildleika i sérstakri vir- dráttarsamstæðu. Er virinn i raun og veru teygður, unz hann hefur mjókkað hæfilega. Siöan er hann valsaður þar til hann er ferkantaður og þá er hann til- búinn til að slá úr honum naglana. Siðan fer saumurinn i galvanhúðun, eða pökkun, eftir þvi, sem við á. Alls starfa 14 manns hjá verksmiðjunni og verkstjóri er Bjarni Jóhanns- son. Páll Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Virnets hf I Borgarnesi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.