Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 Á laugardaginn fyrir viku fóru tveir drengir, þeir Agnar Gestsson, Langholtsvegi 60 og Einar Bragi Bjarnason, Kópavogsbraut 49, i Kaupmannahafnarferð, en þeir hlutu þessa ferð i verðlaun fyrir að selja Timann i vetur, en efnt var til sérstakrar þriggja mánaða sölu- keppni meðal blaðsölu- barna. t fylgd með drengjunum fór Gunn- laugur Sigvaldason, gjaldkeri Timans. Einar Bragi Bjarnason seldi rilmlega 2000 eintök af blaöinu, en Agnar Gestsson rétt innan viö 2000 eintök. Blaöiö hitti drengina aö máli, ásamt fylgdarmanni þeirra eftir komuna til landsins og höföu þeir þetta aö segja um þessa einstæöu verölaunaferö: Með þotu til Hafnar og i Tivoli Viö fórum meö þotu til Kaup- mannahafnar klukkan 15.50 og lentum á Kastrupflugvelli og vorum komnir heim á Triton- hóteliö klukkan 9 um kvöldið eftir ánægjulega ferð., Þetta var i fyrsta skipti er drengirnir höföu flogið meö þotu og reyndar haföi annar þeirra ekki flogið áður. 1 Kaupmannahöfn var glamp- andi sólskin og 30 stiga hiti. Þegar búið var aö koma föggum okkar fyrir á hótelinu var farið beint i Tivoli. Reyndar hafði veriö gert ráö fyrir þvi að vera ögn fyrr á feröinni en raun varð á vegna seinkunar. Þaö var geysilega margt fólk i Tivoli þetta kvöld og mikil stemmning. Þar var farið i „rússibanann”, Parisarhjólið hringekjuna og öll möguleg leik- tæki, en um miðnætti var stór- fengleg flugeldasýning, sem gerir Tivoli svo einstætt. Sunnudagur i Kaup- mannahöfn Næsti dagur var Sunnudagur. Við vöknuðum klukkan um 9 og vorum komnir útum 10-leytið um Gunnlaugur Sigvaldason gjaldkeri Timans fór meö drengina til Kaupmannahafnar, og þar hittu þeir þremenningarnir Sigurö Brynjólfsson afgreiösiustjóra biaösins, sem þar var staddur. Annars er erfitt aö gera upp á milli þessara dýra, sem mörg eru skemmtileg og sjaldséð fyrir reykvisk börn. 1 Dýragaröinum enduðum við heimsóknina með þvi að fara einn hring umhverfis garðinn i litilli rafmagnsjárn- braut, sem þar ekur allan. daginn með hóp af kátum börnum. Síðan var farið á hestbak i „barnadýragarðinum” en þar er smáhestakyn leigt til útreiöar. Hestar þessir eru miklu minni en Islenzkir hestar og eru á stærð viö veturgamalt trippi, þegar þeir hafa náð fullum vexti. t sirkus Kaupmanna- hafnar Þegar heimsókninni i Dýra- garinn var lokiö tókum viö ieigu bll heim á hótel og hvfldum okkur þar nokkra stund. Um kvöldið fórum viö á finan veitingastaö skammt frá hótelinu og borðuðum kvöldverö. Siöan var fariö i sirkus um kvöldiö, en naumast er talið aö maður hafi komiö til Kaupmannahafnar, nema hann hafi komið i sirkusinn. Þar voru margvisleg skemmti- atriði. Þar voru t.d. linudansarar, fimleikaflokkar, filar sýndu listir sinar, stóðu á einum fæti, upp á súlu og snerust i hringi. Enn- fremur var þarna fjöldi hesta, smárra og stórra sem sýndu ótrú- legustu listir. Hundar sýndu allskonar listir og trúðar höfðu frammi sina kúnst og undir og yfir spilaði sirkushljómsveitin með miklum glæsibrag. Sirkusinn var troð- fullur af áhorfendum, sem allir skemmtu sér hið bezta. Þegar sirkus'sýningin var af- staðin, fórum við heim á hótelið, enda orðnir þreyttir eftir ferða- lagið og stöðugar skemmtanir. Verzlað á Strikinu Mánudagurinn rann upp með sól og hita. Þann dag notuðum við'til þess að verzla á Strikinu og skoða okkur um. Fórum við siðan með lest út á Dyrehavs- bakken. Þar fórum við á bað- ströndina.en þar var krökkt af fólki i góða veðrinu. Þar dvöldum við dágóða stund og busluðum i sjónum, en fórum svo heim á hótelið Um kvöldið hittum við Sigurð Brynjólfsson, útbreiðslu- stjóra Timans og konu hans Helgu. Um kvöldið var farið aftur I Tivoli og dvalizt þar til klukkan II um kvöldið. Siöasti dagur feröarinnar, þriöjudagur var notaður i I KAUPMANNAHAFNAR- FERÐ FYRIR AÐ SELJA TÍMANN morguninn. Veörið var fagurt, sól og hiti, eins og það gerist bezt I Höfn á sumrin. Þá gengum við i Dýragarðinn. Þar var margt um manninn. Þar byrjuðum viö á að fara upp I útsýnisturninn, en þar sést svo til yfir alla borgina, en þetta er liklega eina hæðin I ná- grenninu, þar sem eitthvað sést. Síðan skoðuöum viö dýrin. Leizt Einari Braga bezt á úlfaldana sem hafa skrýtinn háls, en Agnari þótti fflarnir skemmtileg dýr. Rætt við sigurvegarana í sölukeppni Tímans, sem hlutu Kaupmanna hafnarferðina Agnar,Gunnlaugur og Einar Bragi f Aöalstrætinu, ánægöir meö Kaupmannahafnarferðina, en þó lika ánægöir yfir aö vera komnir heim aftur. skoöunarferð. Halldór Asgrims- son frá Hornafirði og Sigurður Brynjólfsson óku okkur um borgina vitt og breitt og komið var viö i stóramagasini og verslað Siöan var keyrt út á Löngulinu og skoöuö konungs- höllinn, og siðan var ekiö út á flugvöll klukkan rúmlega tólf og svo var flogiö heim með LOFT- LEIÐAÞOTU og komiö til Kefla- vikur klukkan hálf sex um kvöldiö. JG Seldu 4000 á þremur mánuðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.