Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 27

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 27
Sunnudagur 1. júli 1973 TÍMINN 27 Þarna er enginn hraöi á hlutunum, þvi engum liggur á. Þeir dagar koma, aö Tristan da Cunha er fegursti staöur á jöröinni. útvarpsstöð og „hreppsskrif- stofa”. Eina gatan i þorpinu hefur verið malbikuð og hestakerrurn- ar hafa vikið fyrir dráttarvél, sem hreppurinn á. Fiskimennirn- ir nota seglknúna langbáta, sem smiðaðir eru á eynni. Tilbúið gler og þaksteinn er flutt frá Bret- landi, til að vernda húsin gegn náttúruöflunum, sem þarna láta til sin taka allt árið. Nokkrir ibúanna eiga meira að segja isskáp og ferðaútvarpstæki og við hátiðleg tækifæri gripa konurnar til varalits og augn- skugga, setja upp hárið, fara i fina kjóla eða þröngar buxur. Það er ekki lengur dansað eftir neinni ómenningartónlist, heldur rokki og bitlatónlist innfluttri frá Bret- landi. Mikið og vel er haldið upp á afmælisdaga á eynni einkum þann fyrsta, tuttugasta og fyrsta og fimmtugasta. Konurnar prjóna venjulega peysur og ullar- sokka, með tilhugsun um kaldan vetur, en karlmennirnir sauma leðurmokkasinur. Þegar ungur maður saumar slika skó handa stúlku, -þýðir það, að honum er alvara og hún svarar með að prjóna handa honum sokka. Eftir að þau eru formlega trúlofuð, fer hann með óhreina tauið sitt til hennar og fer siðan venjulega að hjálpa tengdaföður sinum að smiða bát og einnig hús handa sér og brúði sinni. En i þessu litla samfélagi er ekki alltaf auðvelt að finna sér maka. Það eru fleiri en ein ung stúlka, sem bætir þvi við kvöldbænina sina, að ungan og myndarlegan sjómann reki nu á land..... Engin skráð lög Fyrir utan nokkra hátiðis- og tyllidaga, sem eru i tengslum við árstiðaskiptin, er litið um skemmtanir á Tristan da Cunha. Fáir, sem engir gamlir siðir og venjur eru þar við lýði, engar gamlar sagnir eru til skráðar og enginn þekkir neinn, sem hefur nokkurn tima skrifað eina ljóð- linu eða samið einn tón. En Tristanir eru hreinskilið, gott fólk, sem leggur allt i hendur guðs. Það sem gerist, þaö gerist án tilverknaðar mannanna og all- ir fara I kirkju á hverjum sunnu- degi. I þessu litla samfélagi gilda engin skráö lög, en ibúarnir halda sér I skefjum meö óttanum um hvaö nágranninn muni segja, ef...Allir vita allt um alla og þetta er einkum erfitt fyrir unga fólkið, sem kærir sig ekkert um, að allir viti, hver er með hverj- um. Hvað varðar verzlun og viðskipti, er hægt að segja, að á undanförnum 22 árum, hefur viöskiptamátinn breytzt úr vöru skiptum yfir I peninganotkun. A Tristan er bæði rikt og fátækt fólk og ef þeir fátæku verða peningalausir, er ekki um antiað að ræða, en veðsetja eitthvað af húsgögnunum hjá nágrannanum fyrir mat. Konungurinn af Tristan Tristan og tvær óbyggðar eyjar I grenndinni, Nightingale og Inaccessible, fundust áriö 1506. Finnandinn var portúgalskur aðmiráll, Tristao da:. Cunha, en svo liðu hundrað ár, áður en nokkur settist þarna að. Það var 1810 að 36 ára'gamall sjómaður frá Salem I Massachusetts, Jonathan Lambert, varpaði akkerum við Tristan á Boston- skonnortunni Baltic, ásamt Itala og Breta. Farmur skipsins var grlsir, kjúklingár, kartöflur og sykur. Ætlun Lamberts var að koma þarna upp eins konar verzlunarmiðstöð á leiðinni frá Ameriku til Afriku. Skip áttu að geta fengið þarna kost og vatn. Á Tristan er sem sé nóg af góðu vatni. Lambert tilkynnti, að eyjarnar þrjár væru nú sérstakt riki og kallaði þær „Hressingareyjar”. Hann skipaði sjálfan sig konung og bjó til fána meö bláum og rauðum demöntum á hvitum grunni. Ekki lifði hann þó nógu lengi til að uppskera neitt, þvi að hann og Bretinn drukknuðu við fiskveiðar. Siðar sagði Italinn svo frá að hann hefði verið örsök I dauða félaga sinna, þvi þeir hefðu rifizt út af fjársjóði, sem Bandarikja- menn hefðu átt að hafa skilið eftir grafinn milli „Little Beach” og fossins. Siðan hefur ótal sinnum verið leitað.... Eftir dauða Lamberts var eyjan óbyggð þar til 1816, þegar Bretar fengu skyndilega áhuga á þessum einmana útverði. Siðan i striðinu 1812 höfðu bandariskir ræningiar notað eyna sem miðstöð, hvaðan þeir gerðu árás ir sinar á brezk skip. Bretar vildu binda endi á þetta og auk þess koma i veg fyrir að Bonapartistar gætu notað sér eyna, til þess að reyna ef til vill að bjarga Napo- leon frá St. Helenu, 1500 milum fjær. Þess vegna voru sendir um 40 hermenn, nokkrir verkamenn og 22 konur og börn til norður- strandar eyjarinnar. En þetta var allt lagt niður eftir eitt ár. Hermaður einn William Glass, 31 árs, úr skozka hernum, fékk leyfi til að dveljast á Tristan og hann dreymdi eins og Lambert um að gera eyna að verzlunar- stöð. 1 36 ár reyndi hann það, en lézt af krabbameini. Hann var ekki kallaður konungur, heldur landsstjóri. Auk hans voru á eynni kona hans, sem var kyn- blendingur frá Höfðaborg, tvö börn þeirra og tveir vinnumenn. En þeim fjölgaði og Glass var það mest að þakka — hann lét eftir sig sextán börn. Afkomendur hans búa enn á Tristan. Þó að ibúafjöldinn væri vaxandi, mest vegna þess að öðru hverju rak skipreka sjómenn þar á land, varð þetta litla samfélag ekki betra og betra. Mat var nóg af og húsin og verkfærin komu smám saman. En fólkið getur sem kunnugt er ekki lifað af brauði einu saman og þar kom að, að kvenmannsleysið varð illþol- andi... Erfiðir timar Einn góðan veðurdag árið 1827 ákváðu fimm nýbyggjar á Tristan að gera eitthvað I þessu vandamáli. Þeir töldu skipstjóra einn á að koma með fimm konur frá St. Helenu — fyrir átta skepp- ur af kartöflum fyrir hverja. Einn mannanna, Thomas Swain, 54 ára liðhlaupi úr brezka hernum, hét þvi að kvænast þeirri fyrstu, sem stigi á land. Hann stóð við það. Hún var svört og afkomendur þeirra búa enn á Tristan. í byrjun nltjándu aldar var hreint ekki svo slæmt að búa á Tristan da Cunha. íbúunum fjölgaði jafnt og þétt og oftar komu gestir frá heiminum fyrir utan. Flestir komu á hvalveiði- skipum og verzlunarskipum. Tristan var kærkomin græn vin i hinu endalausa hafi og varð smám saman sú verzlunarstöð, sem hún átti upphaflega að verða. Það leit helzt út fyrir, að loks væri draumur Glass að rætast. En bráölega komust ibúarnir sorglega aö raun um, að ræktan- legt land á Tristan var tak- markað og að þeir urðu að fara varlega, ef þeir áttu að geta lifaö þarna. Astandið versnaði og slð- ari hluta aldarinnar, var það orð- ið svo slæmt, að fólk fór aö flýja — til Góöravonarhöfða. Eins og þetta væri ekki nóg, gerðist það svo i nóvember 1855, sem næstum batt enda á byggðina á Tristan. Langbátur með fimmt- an mönnum, sem var á leiö út aö brezku skipi, sökk og allir fórust. Eftir voru ekki aðrir karlmenn á eynni, en einn fullorðinn og nokkrir unglingar. örlög eyjar- innar voru nú undir þeim komin. En það gekk á sinn hátt, en gull- öldin var liðin.------"" Við þetta bættist svo, að skipakomur urðu sjaldgæfari, þegar gufuskipin gátu farið aðrar leiðir en seglskipin. Eitt sinn kom heil hjörð af rottum i land frá skipi og timgaðist svo ört að ómögulegt reyndist að útrýma þeim. Þá var Súezskurðurinn opnaður og enn minnkaði umferð skipa. 1 lok nitjandi aldar var Tristan da Cunha svo að segja algjörlega einangruð frá umheiminum. En ibúarnir voru ýmsu vanir og þegar nýlenduskrifstofan stakk upp á þvi árið 1907, að allir flyttu til mannlegra umhverfis á Góðravonarhöfða, lýstu þeir þvi yfir, að þeir myndu heldur svelta I hel, en yfirgefa heimili sin. Þetta leiddi til þess, að á næstu árum var fólkið að þola sitt af hverju. Þarna voru 140 manns skyndilega á mörkum þess að svelta eftir að kartöflusjúkdómur herjaði árið 1926 og umheimur- inn gerði litið til að hjálpa. Arið 1928 sendi Maria drottning gjöf handa kirkjunni, litið orgel, en tilgangurinn? Enginn kunni að spila. Menningin og þróunin virtust hafa hlaupið frá þessu litla samfélagi. Fyrri heimsstyrjöldin var rétt að taka enda, þegar fólk- ið á Tristan hafði hugmynd um að hún hefði nokkurn tima byrjað, þvi enginn kom lengur i heim- sókn. Brottflutningar Það verður að koma fram á miðja þessa öld, til að finna merki þess, að Tristan da Cunha heyri menningarheiminum til. Breytingin gerðist snöggiega. Veðurathugunarstöð var reist á evnni árið 1942 og sjö árum siðar settu s-afriskir auðjöfrar upp litla niðursuðuverksmiðju fyrir humar. Þetta varð m.a. til þess, að til eyjarinnar fóru að flytjast hlutir, sem fólkið hafði aldrei séð eða heyrt að væru til. Nú þurfti ekki lengur að veiða mörgæsir til að fá oliu.lampana og ekki þurfti lengur að leita eldi- viöar i fjörunni. Bráðlega voru komnar vatnsleiðslur að hverju húsi og meira að segja salerni. Þegar nýlenduskrifstofan gerði sér grein fyrir þróuninni á eynni, var send þangaö hjúkrunarkona og landbúnaðarsérfræðingur. Arið 1961 voru alls 21 sérfræðing- ur á eynni, i ýmsum greinum. Þegar humarverksmiðjan fór i gang, heyrðust raddir um, að þetta myndi leiða beint til glötun- ar, en flestir höfðu það betra en nokkru sinni. Ekki átti þetta að vara að eilifu. Þann 6. ágúst fundu ibúarnir veikan jarðskjálftakipp og þannig hélt áfram I marga daga. Eftir 22 daga hafði landsstjórinn á eynni samband við Höfðaborg og spuröi sérfræðinga þar hvort þetta gæti þýtt að eldgos væri i nánd. En hann fékk það svar, að slikt gæti ekki komið til mála. Eldfjallið hefði verið óvirkt i nærri 4000 ár. Kippirnir hættu um tima, en byrjuðu, svo aftur, hálfu harðari en áður. Myndir hrundu af veggjum og grjót tók að hrynja úr fjallahliðum. 1 byrjun október var svo komið, að klukkustund i mesta lagi var á milli haröra kippa og himinninn yfir eynni var svartur af ryki. Þegar ibúarnir komu heim frá kirkju, þann 8. október, var það uggvekjandi sjón, sem við þeim blasti. Húsin höfðu færzt út stað og hlutirnir lágu eins og hráviöi um allt. Og enn versnaði það. Um miðnættið var hávaðinn orðinn svo mikill að Ibúar austurhliðar- innar flýðu til vesturs. Siðdegis daginn eftir, opnaðist fjallið fyrir augunum á landsstjóranum og nokkrum öðrum. Akvörðunin um brottflutning var tekin á þvi andartaki og landstjórnin gaf skipun um að allir yrðu að fara sem fyrst með frystiskipinu Tristaniu, sem leið lá við akkeri fyrir utan. Þetta var litið skip. svo að haft var samband við Höfðaborg, sem sendi hollenzkt skip til aðstoðar, Þremur dögum siðar vall glóandi hraunið upp um gig f jalls- ins. Brezk freigáta, Leopard, lét þetta þó ekki á sig fá og áhöfnin gekk á land i þvi skyni að bjarga eins miklu af eigum ibúanna og hægt var. Áður en þeir yfirgáfu eina, skutu þeir 27 hunda, til að þeir dæju ekki úr hungri, eða réðust á önnur dýr. Brezki fáninn var dreginn á tvær stengur og all- ir voru sammála um, að þetta væri i siðasta sinn, sem Tristanir sæju hina a'stkæru eyju sina. Vildu snúa aftur I lok október 1961 hófst hin langa för Tristana til Bretlands. Framhald á bls. 39. Þrátt fyrir næstum ofurmannlegar raunir hafa Tristanir koniizt af, ekki hvaö sizt vegna trúarhita sins. Nú standa þeir frammi fyrir stærsta vandanum — úrkynjun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.