Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 19
Sunnudagur 1. júli 1973
TÍMINN
19
tJtgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ititstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Andrcs Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans).
Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Kitstjórnarskrif-
stofur i_Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjaid 300 kr. á mánuði innan lands,
i lausasölu 18 kr. eintakið.
Blaðaprent h.f
- ________________ • "
Hver eru
mlstökin?
í höfuðmálgagni stjórnarandstöðunnar,
Morgunblaðinu, er þvi haldið fram i gær, að
rikisstjórnin beri alla ábyrgð á verðhækkun-
um, sem hér hafa orðið undanfarið. Þetta er
gott dæmi um málflutning þeirra Morgun-
blaðsmanna, þvi að þeim getur ekki verið
ókunnugt um það frekar en öðrum, að mestu
verðhækkanirnar hafa orðið á innfluttum vör-
um, en rikisstjórnin getur ekki ráðið neitt við
verðlag þeirra, nema að þvi leyti, að
halda álagningunni sem mest i skefjum. Mbl.
getur spurt kaupmenn um, hvort þeir telja
rikisstjórnina ekki ganga nógu langt i þeim
efnum, en álagning er hér mun lægri en viðast
annars staðar.
Fyrst Morgunblaðið heldur þvi samt fram,
að verðhækkanir stafi af mistökum rikisstjórn-
arinnar, ætti það að greina nánara frá þvi i
hverju það telur mist. rikisstjórnarinnar vera
fólgin. Telur Mbl. ef til vill, að grunnkaupið
hafi verið hækkað of mikið? Sjálft hélt það þvi
fram, að grunnkaupið hefði mátt hækka meira,
þegar samið var haustið 1971. Telur Mbl. að
vinnutimastyttingin hafi verið röng ráðstöfun?
Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu
henni atkvæði. Telur Mbl. að draga hafi átt úr
visitölubótum? Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
beittu sér á siðasta þingi gegn öllum tillögum,
sem gengu i þá átt, eins og t.d. þeirri,að tóbak
og áfengi yrði ekki með i visitölunni. Telur
Mbl. að verðlag landbúnaðarvara hafi verið
hækkað of mikið? Ingólfur á Hellu heldur öðru
fram. Telur Mbl. að rafmagnið, heita vatnið og
önnur þjónusta Reykjavikurbæjar hafi hækkað
um of? Geir Hallgrimsson og Birgir ísleifur
Gunnarsson hafa borið fram kröfur um miklu
meiri hækkanir. Þá eru það svo verðlagsmálin.
Telur Mbl. verzlunarálagningu of háa? Það
getur, eins og áður segir, spurt verzlunar-
mennina að þvi.
Þá er komið að þvi, hvort Mbl. telji of miklar
framkvæmdir eiga þátt i þvi, hve mikil verð-
bólgan er. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru
siður en svo á þvi máli. Þeir ferðast nú um
landið og skamma rikisstjórnina fyrir of litlar
framkv., þótt viðast sé hörgull á vinnuafli.
Á Alþingi fluttu þeir fjölmargar tillögur um
auknar framkvæmdir. Eftir þvi að dæma,
hefðu framkvæmdirnar ekki orðið minni, ef
Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið að ráða.
Að lokum skal Mbl. svo spurt um, hver verð-
bólgan hefði orðið, ef fallizt hefði verið á allar
kröfur, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur barizt
fyrir eða stutt siðan hann lenti I stjórnar-and-
stöðu. Það væri ekki ófróðlegt, ef Mbl. vildi
bregða upp mynd af þvi.
Annars gæti Mbl. sennilega bezt upplýst
þetta með þvi að kynna sér, hvert sé álit
óbreyttra Sjálfstæðismanna á leiðtogum þeirra
um þessar mundir. Vonandi stendur ekki á
Mbl. að gera slika könnun og birta niðurstöður
hennar. — Þ.Þ.
Vladimir Dedijer, sagnfræðingur frá Júgóslavíu:
Óttinn við leynimakk
milli risaveldanna
Slæm reynsla þjóðanna á Balkanskaga
SNJÓR lá á ökrunum um-
hverfis heimili mitt allt fram i
april I ár. Þorpsbúar hafa þvi
þurft aö halda á spöðunum við
alla voryrkju og sáningu
kartaflna og korns til þess aö
vinna það upp, hve seint þeir
gátu hafizt handa.
Akrarnir gefa ekki nægi-
lega mikið af sér og flestir
bændanna i nágrenninu verða
þvi að stunda vinnu i verk-
smiöjum. Þangað þurfa þeir
að vera komnir klukkan sex á
morgnana. Þeir hafa þvi litinn
tima til þess aölesa daghlöðin.
Þrátt fyrir þetta vakti fundur
þeirra Nixons forseta og
Brézjnefs flokksleiðtoga
Sovétrikjanna töluverða
athygli I þessu hálfgleymda
slavneska þorpi. Ég skrapp
inn til nágranna mins eitt
kvöldiö. Hann vildi sýna mér
vinsemd og gestrisni og
kveikti á sjónvarpinu til þess
að ég gæti séð kvöldfréttirnar
klukkan átta. Þá var verið að
skýra frá fundi leiðtoganna og
granna minum varð að orði:
„Hvað skyldu þeir nú vera að
brugga og hvernig ætli það
snerti okkur?”.
FAIR hlutar heims hafa
orðíð jafn harkalega fyrir
barðinu á hvers konar leyni-
samningum milli rikja og
Mið-Evrópa, einkum þó rikin
á Balkanskaganum. Ég skrif-
aði „sögu Júgóslaviu” ein-
mitt I þessu þorpi og þar
kemst ég meðal annars svo að
orði:
„Atök milli stórvelda hafa
ávallt komið með einhverjum
hætti niður á Balkan-
skaganum. Mörkin milli kepp-
andi áhrifasvæða hafa svo
langt aftur, sem sögur grtina,
legið eins i höfuðdráttum,
þrátt fyrir tilkomu nýrra stór-
velda og nýrrar tækni i
hernaði.
Arið 1781 gekk Josep II
keisari af Habsburg frá samn-
ingum við Katrinu miklu
keisaraynju i Rússaveldi, þar
sem löndum suður-Slava og
öörum rlkjum á Balkanskaga
var skipt á mjög svipaðan hátt
og gert var I leynisamningum
stjórnmálamanna frá Austur-
riki og Rússlandi á nitjándu og
tuttugustu öld.
Molotoff og von Ribbentrop
deildu um áhrifasvæði á
Balkanskaga og Churchill og
Stalin komu sér saman um
áhrifasvæði i Austur-Evrópu
og á Balkanskaga árið 1944.
Þeir urðu ekki á eitt sáttir um
Júgóslaviu og urðu að skipta
henni jafnt.
Leiðtogar hins nýja bylt-
ingarikis i Júgóslaviu höfnuðu
öllum leynisamningum. Þeir
tóku þegar árið 1944 þá af-
stööu, að grundvöllur hlut-
leysisstefnu þriðja heimsins
eftir striðið væri jafnræði
állra rikja i alþjóðasam-
skiptum, hvort sem þau væru
stór eða smá. Þau áttu þvi að
hafa rétt til að ráða örlögum
sinum án þess að þurfa að
vera peð á samningaborði
stórvelda”.
ENGINN sanngjarn maður
getur risið öndvert gegn hug-
myndinni um viðræður full-
trúa tveggja risavelda. Nú
stendur hins vegar þannig á,
að valdajafnvægið er sem
Brézjnef og Nixon
óðast að breytast og áhrifa-
vald lýðræðisins i alþjóða-
málum er þvi dvinandi. Sam-
tökum og samningum margra
rikja er þokað til hliðar eins og
Sameinuðu þjóðunum, og
höfuðáherzla lögð á leyni-
samninga á fundum leiðtoga
risaveldanna. Leyndin eykur
einmitt sérstaklega á
áhyggjur og kviða umheims-
ins, þegar svo stendur á, að
þeir sitji að samningum uppi á
efsta tindinum Nixon forseti
Bandarikjanna og Leonid
Brézjnéf leiðtogi
kommúnistaflokksins I Sovét-
rlkjunum.
Ég trúi þvi sem heila-
þveginn marxisti, að ástæður
heima fyrir ráði miklu um
framferði og afstöðu á al-
þjóðavettvangi. Ég hefi oft
nuddað salti i sár bandariskra
vina minna og langar til að
strá fáeinum kornum einu
einni enn. Ég er sannfærður
um það innra með mér, að
Nixon forseti hafi misbeitt
valdi sinu til að ná sem
fyllstum tökum á öllum
greinum stjórnvaldsins. Sú
aðferð forsetans að viðhafa
sem mesta leynd snýr alger-
lega öndvert við þeirri fornu
hefð almúgamanna i Banda-
rikjunum að vilja hafa allt
sem hispurslausast og opnast.
EITT hið skoplegasta i
sambandi við Watergatemálið
er einmitt afstaða Brézjnefs
flokksleiðtoga til þess. ( Hann
hefir fullkomnara vald yfir
fjölmiðlum heima fyrir en
Agnew varaforseti Banda-
rikjanna getur látið sig
dreyma um jafnvel þó að hann
sleppi imyndunaraflinu
lausu). Brezjnef lætur rúss-
nesku fjölmiðlana halda
áfram að þegja um Watergate
og rússneskur almenningur
fer enn einu sinni á mis við
alla vitneskju.
Þarna koma tengslin milli
innlendra stjórnmála og
stefnunnar i utanrikismálum
einmitt greinilega fram.
Brezjnef flokksleiðtogi kærir
sig kollottan um allar grund-
vallarreglur. Þessa stundina
eru viðskiptin höfuðhugsjón
hans. Hann ætlar að ganga frá
tröllauknum viðskiptum á
leynifundunum i Banda-
rikjunum.
BANDARIKIN og Sovétrikin
voru höfuðútverðir og liðs-
oddar opinskárra og laun-
ungarlausra millirikjasam-
skipta fyrir hálfri öld. Sorg-
légt er þvi til þess að vita, að
þessi stórveldi skuli nú iðka og
ástunda hið gagnstæða.
Er ekki rétt munað, að
Lenin hafi fullyrt i friðar-
ávarpi sinu 8. nóvember 1917,
aö rikisstjórn Sovétrikjanna
„hafnar allri launungu i milli-
rikjasamskiptum og lýsir þvi
sem staðfastri ákvörðun sinni,
að ræða alla samninga opin-
skátt og frammi íyrir opnum
augum og eyrum umheims-
ins”.
Var það ekki Wilson forseti
Bandarikjanna, sem lofsöng i
sinum „fjórtán friðar-
punktum” „opinskáa friðar-
samninga, sem gerðir eru
launungarlaust. Siðan á ekki
að gera neins konar einka-
samninga i alþjóðamálum og
öll millirikjasamskipti eiga að
fara fram af fullri hreinskilni
og fyrir opnum augum alls al-
mennings”.
Nú hefir hjólið snúizt heilan
hring hjá riddurum hinnar al-
þjóölegu Watergats-orðu.