Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 30
30
TÍMINN
Sunnudagur 1. júli 1973
UM VÍKINGA
OG VÍNLAND
t RAUN OG VERU lék
hann á franskt horn.
Svo sérhæfði hann sig i
reiknivélum.
Siðan bar það til tið-
inda siðla hausts 1965, að
eiginkonan, Esther,
spurði hann hvers hann
óskaði sér að fá i jóla-
gjöf. — Hnattlikan,
svaraði hann og fór að
kynna sér gömul kort, til
þess að geta tryggt sér
reglulega afbragðsgjöf.
Strax á eftir byrjaði
hann að safna skeggi —
vikingaskeggi.
í ágúst, siðastliðinn,
kom bókin „Viking
America” út. Hún hefur
vakið mikla athygli i
Bandarikjunum.
Hún greinir frá þvi,
hvernig Helluland,
Markland og Vinland
lágu i leið Leifs Eiriks-
sonar kringum árið 1000.
Hann er með kenning-
ar, sem ekki eru stað-
festar af Helge Ingstad.
Aftur á móti hefur
Thor Heyerdahl skrifað
lofsamlega um þetta.
Hljómlistarmaðurinn og stærð-
fræðingurinn James Robert
Enterline, fertugur að aldri, hef-
ur sýnt, að hann hefur lika hæfi-
leika sem könnuður.
Kenningar hans eru byggðar á
þvi, að það verði að lita á gömlu
kortin, til dæmis Vinlandskortið,
sem kom fram i dagsljósið i Yale
háskóla árið 1965, með augum
fortiðarinnar.
Skynsamleg hugdetta, mætti
ætla, þangað til það kemur i ljós,
að Enterline hefur unnið braut-
ryðjandastarf.
Sex ára glæsilegar rannsóknir
og ferðir til tslands og Grænlands
hafa veitt Enterline geysilegt
efni, sem hann kemur vel til skila.
Kenningar hans verða að spenn-
andi ævintýri.
Evrópumenn i Ameriku
síðastliðin 1000 ár.
Enterline býr i leiguhúsi rétt
við Central Park, New York, og
er þekktur meðal nágrannanna
sem maðurinn, sem hefur skrifað
bók um Leif Eiriksson. Þetta er
hans fyrsta bók og önnur er næst-
um tilbúin, þar sem rannsókn-
anna verður getið i smáatriðum.
Honum segist svo frá.
— Norrænir leiðangrar héldu
áfram til Amerfku allt frá timum
Leifs Eirikssonar og fram á daga
Kólumbusar. Norrænu tengslin
við Ameriku stuðluðu að þvi að
koma af stað miklu, evrópsku
landafundaferðunum.
Staðhæfing min gengur þvert á
viðteknar kenningar, þ.e.a.s. að
Amerikufundur Leifs Eirikssonar
hafi verið tilviljun án sögulegrar
afleiöingar.
Ég vil halda þvi fram, að
Evrópumenn hafi verið til i Ame-
riku samfleytt siðastliöin þúsund
ár. Þetta atriði hlýtur að breyta
bæði evrópskri og ameriskri
sögufræðslu.
Enterline talar af miklu öryggi
— og hann er lika tekinn alvar-
lega. Hann tekur fram bók með
blaðaúrklippum, þar sem eru
umsagnir mikils háttar sér-
fræðinga.
Hann heldur áfram.
— Þvi er slegið föstu, að Vin-
landskortið sé frá þvi fyrir daga
Kólumbusar. Sérfræðingarnir i
Yale álita að kortið sé teiknað af
sérfræöingum há miðöldum, sem
hafi byggt á upplýsingum úr forn-
sögunum. En enginn hefur getað
ákvarðaö strandlinuna fyrir vest-
an Grænland. Ég vil halda þvi
fram, að strandlinuna sé að finna
á öðrum norrænum kortum. Lit-
um á gömlu kortin af Skandi-
naviu. Ég komst að þvi, að til-
færslan er samkvæm, svo ég
færði til strandlínuna, sem teikn-
uð er á Vinlandskortið. Nú get ég
fundið hana nákvæmlega á nú-
tima Amerikukorti, en norðar er
hingað til hefur verið álitið, að
hún hafi verið.
Aðalatriðið er, að það verður að
lita á kortin eins og þau voru skil-
in fyrir mörg hundruð árum. Það
gagriar ekki að bera þau saman
við rétt nútimakort og visa þeim
gömlu á bug sem gagnslausum, ef
smáatriöin koma ekki strax heim
og saman.
Vinlandskortið er einungis eitt
af mörgum kortum og skjölum,
sem munu leiða i ljós vitneskju
um landgöngu norrænna manna i
Ameriku, sem hingað til hefur
verið ókunn.
Kenning min gengur i berhögg
við viðurkenndar kennisetningar
að tvennu leyti.
Ég held þvi fram, að ætt Leifs
Eirikssonar hafi haldið yfir til
Ameriku, eftir að hún yfirgaf
Grænland og breiðzt yfir til
Alaska og Norður-Ameriku, eftir
að hafa látið Evrópu i té land-
fræðilega vitneskju, sem að sinu
leyti hafi veitt Kólumbusi inn-
blástur.
Og ég held þvi einnig fram, að
þaö Vinland, sem Leifur Eiriks-
son fann, hafi ekki svignað af vin-
þrúgum, né hafi verið i tempraða
beltinu á austurströnd Amerlku,
heldur hafi það verið beitiland
norður undir heimskautahéruð-
um Kanada.
Helge Ingstad hefur fundið at-
hyglisverðar, norrænar rústir i
L’Anse au Meadows á norðurodda
Newfoundland. Margir halda, að
þarna hljóti að hafa verið Vin-
land. Ég efast um það. Slikt er
einungis óskhyggja. Það verður
að hagræða tslendingasögunum
til hins ýtrasta, til þess að fá þær
til að koma heim og saman Við
það, að L’Anse au Meadows hafi
verið Vinland. Það er sérstaklega
erfitt að imynda sér, að Leifur Ei-
riksson hafi farið-að sigla upp i
gegnum „Black Duck Brook”
þrátt fyrir sjávarföll. Uppgröftur
Ingstads sýnir samt sem áður, að
Norðmenn voru i Ameriku á
söguöld.
Islendingasögurnar segja frá
öðru kristnu landi fyrir sunnan
Vinland, Hvítramannalandi.
Hvitramannaland er I öðrum sög-
um kallað „Stóra trland” og það
styður kannski þá irsku fullyrð-
ingu, að trar hafi fundið Ameriku
á undan Leifi Eirikssyni.
t þessu samfélagi hafa bersýni-
lega bæði verið trar og Norð-
menn, en á að minnsta kosti ein-
um stað hafa Norðmenn verið
yfirgnæfandi.
Sigldu til Ameríku.
t kringum áriö 980 var Ari Más-
son á ferð ásamt fullri áhöfn og
fjölskyldum skipverja. Stormur
bar hann að landi á ókunnri
strönd, sem sagan segir, að hafi
heitið Hvitramannaland. Sagt er,
að landið hafi verið handan Vin-
lands, það er að segja sunnan
þess, sex daga siglingu i vestur
frá Irlandi. Hér settist Ari að sem
og aðrir skipbrotsmenn. Frá
syðsta hluta vesturstrandar Ir-
lands liggur L’Anse au Meadows i
hávestur, raunar sex daga sigl-
ingu þaðan eftir norrænu máli.
Ingstad-leiðangurinn fann viðar-
kolabút, sem er talinn vera frá
þvi um árið 900 og annan frá 890
eöa öld á undan Vinlandstlman-
um.
Hvitramannaland hefur verið
byggt fyrir daga Ara Mássonar
og það má telja býsna sennilegt,
að L’Anse au Meadows hafi verið
Hvitramannaland.
Allt frá þvi, að Þorfinnur Karls-
efni reyndi að sigla i kjölfar Leifs
heppna snemma á 11. öld, hefur
fólk leitað að Vinlandi. Fjöldi
Vínlandskorta i mörgum söfnum
sýna.að jafnvel lærðirmenn, sem
voru i persónulegri snertingu við
hina fornu, norrænu menn á Is-
landi og Grænlandi, voru ekki á
einu máli um, hvar Vinland væri.
Islendingasögurnar gefa til
kynna, hvar Vínland hafi verið,
en lausnina er að finna i lýsing-
unni á hinum tveim stöðunum,
sem fundust i sömu ferö, en það
voru Markland og Helluland. Það
þýðir þá, að Vinland er ekki hægt
að finna aftur, fyrr en Markland
og Helluland eru fundin.
Nálægt 985 ætlaði Bjarni
Herjólfsson að halda frá tslandi
til föðurhúsanna'á Grænlandi. 111-
viðri bar hann i suðurátt og siðan
til vesturs. Hann fékk að lokum
landsýn, komst að raun um, að
það gæti ekki verið Grænland og
hélt áfram i átt að ákvörðunar-
stað. Tvisvar varð hann lands
var, án þess að kanna það nánar.
Sagan um þetta var umræðuefni i
grænlenzku byggöinni i mörg ár,
þangað til Leifur heppni fór I sína
frægðarför. Hann fékk skip
Bjarna, fylgdi leiðsögn hans og
fann land, þrjú lönd: Helluland,
Markland og hið syðsta — Vin-
land.
Sérfræðingar um heim allan
eru sammála um, að Helluland
hljóti að vera á Baffinslandi, rétt
vestan við Grænland. Á Baffins-
landi eru jöklar, sem eru sam-
bærilegir við Grænlandsjökla, en
þar skortir aftur á móti á byggi-
legt undirlendi við ströndina.
Bjarni hafði þegar lýst þriðju
landsýn sinni þann veg, að þar
væri óbyggilegt, hálent og fjöllótt
og land jökli hulið. Hann áleit
Baffinsland vera eyju, en gekk
samt ekki úr skugga um það. En
Baffinsland hlýtur þetta að hafa
verið vegna jöklanna, þvi að eng-
in eyjanna undan Baffinslandi er
nógu há, til þess að jökull haldist
þar, nema þá nokkrar i norðri, en
þær eru langt úr leið.
Og þegar Leifur Eiriksson hélt
andsælis i kjölfar Bjarna, rakst
hann fyrst á Helluland, sem hann
lýsti á svipaðan hátt og Bjarni.
Bjarni og Leifur hafa rekizt á
einn af þrem skögum, sem ganga
út frá Baffinslandi. Allir eru þeir
að hluta huldir jökli, en langauð-
veldast er að finna af sjó þann
nyrzta — Cumberland-skaga. Hér
er jökullinn i fárra kilómetra
fjarlægð frá opnu Davissundi og
inni á skaganum risa jöklarnir i
meira en 2000 metra hæð.
Hamrarnir ganga þverhníptir i
sjó fram og ekki finnst vottur
freðmýragróðurs.
Cumberland er fyrir norðan
Vestribyggð á Grænlandi (Godt-
hab), en hinir tveir skagarnir eru
nær Eystribyggð (Julianehab).
Þegar Þorfinnur Karlsefni ætlaði
að fylgja i slóð Leifs Eirikssonar,
lagði hann upp frá Júlianehab.
Hann sigldi fyrst norður til Godt-
hab og ég reyni að sýna fram á
með vinda- o,g straumstefnum, að
með þvi að fara frá þessum stað
hafi hann hafnað á Cumberlandi,
það er að segja á Hellulandi. fyrir
sunnan Helluland var Markland,
skógarlandið.
Hluti trjánna var
notaður i húsavið.
Þeir, sem vilja trúa þvi, að Vin-
land hafi veriö einhvers staðar á
þéttbýlli vesturströnd Ameríku,
halda i bá hugmynd, að Mark-
lands &e að leita frá Labrador-
ströndmni, þar sem skðgurinn er
þéttur og hávaxinn. Hér er aftur á
ferðinni óskhyggja. Maður, sem
var vanur skógleysinu á Græn-
landi, þurfti ekki að sjá stórskóga
Labrador, til þess að nefna lapdið
Markland.
1 Hauksbók stendur, að nokkuð
af trjánum, sem flutt voru til ts-
lands, hafi verið svo há, að þau
hafi mátt nota til húsbygginga.
Nokkuð af trjánum, það gefur
til kynna, að flest þeirra hafi ekki
verið nógu stór. t skógum Labra-
dor þarf ekki að leita að húsaviö,
að minnsta kosti. Auk þess voru
grænlenzk hibýli að mestu byggð
úr torfi og grjóti. Tré voru mest
notuð til styrktar i þök og þar af
leiðandi þurftu þau ekki að vera
lengri en þrir metrar. Leifur
heppni var ekki sérlega hrifinn af
Marklandi, enda yfirgaf hann það
fljótt. Labradorskógur hefði hrif-
ið hann meir.
Ég álit, að Markland hafi verið
næsti skagi við Cumberland.
Skógurinn leit frekar út sem
kjarr eftir okkar skilningi. Leifur
Eiriksson var litt vanur skógum
og hann myndi ekki hafa breytt
nafninu á Marklandi þó að hann
hefði fundið tilkomumeiri gróður
sunnar, þ.e.a.s. i Vinlandi.
Það er gömul staðreynd, að
svokallaðar „skógareyjar” er að
finna I freðmýrum, langt norðan
skógarmarkanna. Þriggja metra
há tré má viða finna á heim-
skautasvæðinu.
Annars stendur i fornsögunum,
að fólkið hafi rutt skóg með öxum,
til þess að afla búfénaðinum beit-
ar.
Labradortré verða ekki
höggvin með handöxi. Þar að
auki er Labradorskógur gisinn,
svo að þar hefur alls ekki verið
þörf á að ryðja búsmalanum
beitiland.
Aftur á móti var það nauðsyn-
legt I þess konar kjarrskógi, sem
Leifur heppni hefur trúlega fund-
ið á Baffinslandi.
Vinland en
ekki Vinland.
Vinland var skammt frá hinum
tveim skögum á Baffinslandi.
Það var ekki hinn þriðji og syðsti
þeirra, að minni hyggju.
En við skulum fyrst lita á,
hvernig Vinlandshugmyndin varð
til.
Fyrir daga Kólumbusar var
Vínland dýrkað sem hið róman-
tiska og dýrlega land. Adam af
Brimum var áreiðanlega fyrstur
til að koma með rómatiska lýs-
ingu. Hann skrifar árið 1076.: ,,...
er kallað Vinland, af þvl að vinber
vaxa þar villt og gefa af sér hið
göfugasta vin. Og að þar sé að
finna geysilegt magn af villtu
korni, höfum við örugga vissu
um, það er ekki um að ræða ævin-
týralegar ýkjur, heldur áreiðan-
legar heimildir frá Dönum.”
Evrópubúar fortiðarinnar
gleyptu með hrifningu við sögu af
þessu tagi, þar sem sagnaróman-
tikin blómstraði.
Hinir gömlu ýkjusagna-
dýrkendur hafa eignazt sina eftir-
menn. Hinn svo kallaði „ameriski
draumur” er hugarfóstur, sem er
I ætt við óskina að finna jarðneska
paradís.
Sá góði Adam af Brimum ber
mikla ábyrgð. Staðhæfing hans,
að landið hafi verið nefnt Vinland,
af þvi aö það hafi flotið I vinþrúg-
um, hefur leitt nútima könnuði á
villigötur, það er að segja allt of
langt suður á bóginn. Fredrick J.
Pohl hefur tekizt að ætla Vinlandi
stað i nánd við Cape Cod I Massa-
chusetts. Aðrir hafa komizt með
það allt suður til Virginiu.
Hér er um að ræða nýtt tilbirgði
rómantikur. Heimamenn I þess-
um suðrænu ríkjum vilja gjarnan
skreyta sig með þvi amerlska
heimilisfangi, sem fyrst var
kunnugt um, Vinlandi.
Ég verð að valda þessu fólki
vonbrigðum. Þvi að Vinland
þýddi ekki I hinni upprunalegu
gerð vin-land, heldur beitiland.
Hér er lika um að ræða fram-
burðaratriði. A að bera Vinland
fram eða i eða i?
Við skulum ekki ganga út frá
áreiðanleika Adams sem gefnum
hlut. Hann hefur gefið þessa skil-
greiningu á Grænlandi.: „Fólkið
er blágrænt vegna saltvatnsins,
þess vegna er svæðið kallað
Grænland.”
Norðmenn vita að minnsta
kosti, að Eirikur rauði nefndi
landið Grænland, til þess að laða
að landnema.
Það var nokkuð djarft af Adam
að túlka orðið Vinland, þvi að
meðal Skandinava, sem voru uppi
á hans dögum, var orðið ekki til.
Hinn latinu-lærði Adam hefur
freistazt til að innleiða Vinlands-
merkinguna með þvi að rita það á
norrænu eins og það væri latneskt
orð með löngi i.
Það er sannast sagna, að
Skandinavar þessara tima höfðu
litla hugmynd um vinþrúgur.
Að frátöldum íslendingasögun-
um, sem ritaðar voru löngu eftir
að Adam var allur, er aðeins á
einum stað i norrænum bók-
menntum fyrri tima vikið að vini
(eða vin) með löngu i, en það er i
bibliuþýðingu Stjórnar.
Og orðið vin viðkomandi áfengi
og Grænlandi ber einungis á
góma, þegar biskup einn gerði
misheppnaða tilraun til að
brugga krækiberjavin eftir upp-
skrift Sverris konungs.
En það orkar ekki tvimælis, að
orðið vin kemur fyrir I ts-
lendingasögunum. Nansen, Hov-
gard og Ingstad hafa lika velt þvi
fyrir sér, hvort bera eigi orðið
fram með stuttu i, þvi að vinland
var hið forna orð yfir beitiland,
sumir sérfræðingar halda þvi
fram, að orðið hafi horfið úr nor-
rænni málnotkun á elleftu öld.
Það kann að vera, að Skandi-
navar hafi gleymt orðinu, en lik-
legt má telja, að orð sem þetta
hafi varðveitzt meðal frænda
þeirra á tslandi og Grænlandi.
Auk þess eru langtum meiri lik-
ur á þvi, að orðið vinland i merk-
ingunni beitiland sé rétt af hag-
nýtum ástæðum. Þvl að það var
einmitt beitiland, sem norrænir
sæfarendur gáðu fyrst að, þegar
þá bar að nýju landi. Þeir fluttu
með sér búsmala á skipunum.
Svo er annars að gæta. Græn-
lendingar snerust fljótt til kristni.
Og I kaþólsku kirkjunni er þörf
fyrir vin, til þess að hafa við
sakramentið. Þeir hefðu þvi lik-
legast hafið vingerð, ef þeir hefðu
haft hráefnið til þess.
Ég geng út frá þvi, að Græn-
lendingar hinir fornu hafi litið á
Vinland sem land hinna miklu
bithaga og hafi borið nafnið fram
með stuttu i.
Vinland i Kanada.
Þegar fallizt hefur verið á
þessa tilgátu mlna, verður strax
auðveldara, að samþykkja að
Vinland hafi verið langtum norð-
ar en hingað til hefur verið álitið.
Og svo er það spurningin, hvar
var Vinland? Var það þriðji og
siðasti skaginn á Baffinslandi?
Varla. Það kemur ekki heim við