Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 11
Sunnudagur 1. júli 1973 TÍMINN 11 til rúmlega tvitugs. t hóþi þeirra er Nanna ólafsdóttir, sem kom hingað til að vera þátttakandi i uppbyggingu Islenzka dans- flokksins frá Noregi, þar sem hún dansaði við Norsku óperuna i Osló. Auk hennar eru I flokknuih- Auður Bjarnadóttir, Helga Bern- hard, Guðrún Pálsdóttir, Ingi- björg Ásgeirsdóttir, Margrói Björnsdóttir, Kristin Björnsdótt- ir, Helga Eldon, Ingibjörg Páls- dóttir, Ólafia Bjarnleifsdóttir og Bjargey Þ. Ingólfsdóttir. 1 þess- um hópi eru þrjár fimmtán ára stúlkur sem luku landsprófi i vor, en ætla að leggja frekara bóknám á hilluna i bili I þeirri von að loks fari að verða hér verkefni fyrir dansara. Bregðist hún hugsa þær sér að snúa sér að skólanáminu að nýju. Á dagskrá íslenzka dansflokks- ins i sumar eru: SKÖPUNIN. Sagt frá sköpun jarðarinnar i dansi. tslenzkt landslag minnir stöðugt á að sköpun jarðar er enn ekki lokið. BOÐORÐIN. Borðorðin tiu eru brotin og fjölskyldan leysist upp undir tónlist Mangelsdorf. Hinir löngu vetur þessa lands eru fullir freistinga engu síður en stuttir vetur landsins fyrirheitna. JÓNAS. Ef til vill þekkti hvalur- inn sem gleypti Jónas (þvi hann vildi ekki hlýða rödd Drottins að uppræta hið vonda i Borginni) hin verðmætu höf Islands. Flestir hvalir eru eða voru kunnugir þeim. Tónlist RAVI SHANKARS á töluverðan þátt I að lýsa upp Frdsögn: Sólveig Jónsdóttir Myndir: Róbert Ágústsson myrkrið, sem umlykur Jónas. Hvalurinn er sýndur með vin- samlegu leyfi landhelgisgæzl- unnar. PARTITA. Andres Segovia leikur á gitar hina frægu selló-svitu I C-moll eftir J.S. Bach. Dansar- arnir svara I fúgum, kanónum og sátnhljómum á myndrænan hátt. -Upfthafið er þögult. STCDÍNUR. Daglegar æfingar dansarans, sem byrja við slána og enda á æfingum á tá. Þessu atriði er ætlað að kynna áhorf- endum hluta úr lifi listdansara. Alan Carter hefur sjálfur samið dansana og tónlistina við þá, nema annars sé getið sérstak- lega. Leikur hann sjálfur undir á ýmis hljóðfæri og les stundum frásögn með dönsunum aö tjalda- baki. Er hún á ensku, en búizt er við að útlendingar verði mikill hluti áhrofenda tslenzka dans- flokksins i sumar, þar sem orlofs- timi fer nú i hönd. íslendingar á ferðalögum út um hvippinn og hvappinn. Carter samdi m.a. dansana i kvikmynd- unum Rauðu skórnir og Ævintýri Hoffmanns. Auk áðurnefndra starfa með tslenzka dansflokknum: Leiksviðsstj óri, Hörður Sigurðsson, ljósameistari, Krist- inn Danielsson, leikhljóð, Sigurð- ur Eggertsson, leikmyndahand- rit, Gunnar Bjarnason, búningar, Fanný Friðriksdóttir, förðun, Margrét Matthiasdóttir. Framkvæmdastjórn, Edda Scheving, Kristin Bjarnadóttir. Nanna ólafsdóttir tslenzki dansflokkurinn er ánægður með aðstöðuna i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og stjórnandinn vonast til að hópurinn geti starfað þar áfram. E9 1 1$. HB! ■PL.'W’ * Hfl- § f*'-' ! 0- t borginni er margvisleg spilling. Jónas umkringdur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.