Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 1. júlí 1973 TÍMINN 9 Frægar byggingar byggja dómkirkju, sem átti að verða svo stórkostleg, að hinar kirkjurnar á eynni urðu að vikja ásamt nokkrum klaustrum i grenndinni. Byggingameistarar þeirra tima hljóta að hafa verið snill- ingar i stærðfræðilegum útreikn- ingum og hljóta einnig að hafa haft mikilfengleg verkfæri undir höndum, til að geta unnið slikt verk. Þúsundir Parisarbúa unnu alla sina ævi við kirkjubygg- inguna, við að höggva steininn og flytja hann út á eyjuna. Alexander páfi III lagði horn- stein kirkjunnar 1163 og um 1240, tæpum 80 árum siðar, var kirkjan næstum tilbúin, samkvæmt áætlun Sullys biskups. Hver arkitektinn var, er ekki vitað, en andstætt við svo margar aðrar kirkjubyggingar, virðist Notre Dame hafa verið byggð samkvæmt áætlun, sem haldin var. Veggir, dyr og gluggaskot voru rikulega skreytt lágmyndum og alls kyns styttum. Dómkirkjur miðalda voru fyrst og fremst stórar myndabibliur úr steini og sögðu bibliusögur þeim, sem ekki gátu lesið sjálfir. Hvað Notre Dame viðkemur, er það fyrst og fremst saga Mariu guðsmóður, þar sem kirkjan var reist henni til heiðurs. En þar getur einnig að lita margt annað — allt frá sköpun heimsins til dómsdags. Hinir stóru gluggar voru skreyttir miklum málverkum, sumir teknir úr kirkjum, sem rifnar höfðu verið. öll þessi dýrð fékk að vera i friði i þrjú hundruð ár, eða þar til arkitekt Lúðviks 14. fékk leyfi til að „endurbæta” hana. Hann vildi gera kirkjuna á svip eins. Versali fulla af glitrandi dýrð. En vinsældir hennar dvinuðu við það og fleira fylgdi á eftir. Ýmsar trúarstefnur urðu til þess að sum listaverkin voru tekin og eyðilögð, m.a. súla ein mikil, sem var kristslikneski. betta var á miðri átjándu öld, en þó var nægilega mikið skilið eftir til að byltingarmenn gætu eyðilagt eitt- hvað um 1790. Kóngasalurinn með 28 miklum styttum var þá fjarlægður og afgangurinn af eigum kirkjunnar i fjársjóðum, var ýmist seldur að bræddur upp til að útvega peninga i byltingar- kassann. Guðsþjónustum fækkaði og i stað altars var reist mikil stytta af skynsemisgyðjunni og henni til heiðurs voru svo haldnar veizlur, sem liktust mest kjöt- kveðjuhátið eða grimudans- leikjum. öll var kirkjan nú svo illa farin, að ákveðið var að selja hana til niðurrifs. En eins og áður segir, urðu mistök i formsatriðunum, þannig að kaupandinn fékk leyfi til að nota kirkjuna sem pakkhús I staðinn. Eins og Frakka sæmir, geymdi hann þarna 1500 stórar vinámur. Verra gat ástandið varla orðið. Allt var horfið, meira að segja klukkurnar hans Quasimodos og veður og vindar áttu greiðan aðgang út og inn. Aftur til upprunans Um 1800 tók hin gamla Notre Dame að vakna til lifsins á ný. Kaþólska kirkjan tók i sinar hendur, það sem eftir var af hinni fyrrum glæstu dómkirkju og Napóleon gerði henni þann heiður, að láta krýna sig þar til keisara árið 1804. Það var einkennileg athöfn: Napóleon þvingaði Pius páfa til að koma til Parisar til að krýna sig, en á siðustu stundu lækkaði hann Veggirnir eru heii biblía úr steini, sem kom þeim til góöa, sem ekki gátu lesið sjálfir. páfann eitthvað i tign með þvi að taka af honum kórónuna og krýna sig sjálfur. Notre Dame var ennþá aðeins skugginn af sjálfri sér og franskur almenningur virti hana litils, þegar Victor Hugo tók upp hjá sjálfum sér að gera eitthvað i málinu. Hann hóf athuganir og skrifaði bókina, sem áður er nefnd og eftir það var kirkjan á allra vörum. Eftir miklar umræður var ákveöið, að færa kirkjuna i fyrra form og verk- efnið var falið arkitektinum og sagnfræðingnum Viollet-le-Duc, sem endurskapaði dýrð miðalda styttu fyrir styttu og stein fyrir stein. Ekkert af þvi,sem sjá má nú i Notre Dame, er ekta miðaldalist, frá fyrstu öldum kirkjunnar. I bezta falli eru hlutirnir gerðir úr rústum, sem fundust i kirkjunni, eða eru eftirlikingar af sams konar hlutum i Reims, Amiens eða öðrum gotneskum kirkjum. En verkið er af slikum hagleik gert, að jafnvel allra hæfustu menn eiga erfitt með að sjá muninn. Þrengingum Notre Dame var þó ekki lokið enn. Parisarkomm- únan reyndi árið 1871 að rifa og brenna kirkjuna, en sjálfboða- liðar frá sjúkrahúsi i grenndinni komu i veg fyrir það á siðustu stundu. 1 heimsstyrjöldinni siðari var frelsun Parisar haldin hátiðleg með hámessu i Notre Dame i ágúst 1944. Þá skaut leyniskutta á De Gaulle inni i kirkjunni, og her- menn niðri i garðinum skiptust á skotum við félaga hans uppi i turnunum. Þegar komið er inn i Notre Dame úr sólskininu úti á torginu, liður dálitil stund, þar til augun venjast myrkrinu fyrir innan og hægt og hægt opinberast dýrðin manni. Maður sér gegn um hið 130 metra langa miðskip kirkj- unnar hina risavöxnu glermósaik á austurgaflinum. Hér og þar loga kerti undir dýrlingastyttum, flest undir Notre Dame, verndar- dýrlingi kirkjunar. Fegurstu listaverkin i kirkjunni eru rósirnar þrjár, griðarstórir kringlóttir gluggar úr glermósaik i hreinum, sterkum litum, sem á töfrandi hátt breyta dagsljósinu i himneska fegurð. En annars er Notre Dame fátæk að heimsins gæðum, I samanburði við margar aðrar kirkjur i Evrópu. Það er byggingin sjálf, sem er mesta listaverkið, hinn hreini, gotneski still, sem varð fyrirmynd flestra gotneskra dómkirkna i Evrópu, allt frá Saint Nicosia á Kýpur, til Uppsala i Sviþjóð. —SB Saab99 ÁRGERÐ 1973 LÚXUS OG ÖRYGGI í allri byggingu og frógangi ber SAAB 99 örugg einkenni fógaðrar formmenn- ingar, samfara því að vera glæsilegur fulltrúi einkunnarorða SAAB-verk- smiðjanna „öryggi framar öllu". „ÖRYGGI FRAMAR öLlU" SAAB 99 er öruggur bíll. Stálbitastyrkt yfirbygging verndar ökumann og farþega. Fjaðrandi höggvari varnar skemmdum — SAAB þolir ákeyrslu á 8 km. hraða án þess að verða fyrir tjóni. Ljósaþurrkur tryggja fullt Ijósmagn ökuljósa við erfiðustu skyggnis- aðstæður. SAAB 99 liggur einstaklega vel á vegi, er gangviss og viðbragðsfljótur. SAAB er traustur bíll, léttur í viðhaldi og í háu endursöluverði. Lúxus og oryggi BJÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.