Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 7
en annað merkir hér girðingar- staura og ennfremur málmhluti, sem við galvanhúðum fyrir aðra. Samkeppnisaðstaða og verðlag á islenzkum járnsaum Arsnotkun af saum og bindivir mun vera nálægt þessu að magni til. Efnisnotkun hjá verksmiðj- unni nam á siðasta ári i krónum 22.351.884 kr. Greidd vinnulaun voru kr. 5.097.529, en salan á árinu nam tæpum 39 milljónum króna. Innlend framleiðsla á nöglum hefur orðið til þess að erlend naglaframleiðsla hefur horfið af markaðinum hér innanlands. Við reynum að fylgjast með verð- þróun á heimsmarkaði og eru islenzku naglarnir á mjög góðu verði. T.d. er norskur saumur mun dýrari en islenzkur, svo eitt- hvað sé nefnt. Þó hafa verðhækkanir á hráefni gert samanburð erfiðan. Þannig var verðið á virnum um siðustu áramót 118 dollarar tonnið, en næsta sending sem við fáum verður á 166.5 dollara tonnið, en efnið, sem við nú erum að vinna kostaði 140 dollara. Þetta eru hrikalegar hækkanir og maður hefur heyrt þvi fleygt að það sé komið I um það bil 200 dollara tonnið núna , en þetta hefur mikil áhrif á verðlagið á framleiðslu okkar. Sölustarf og útflutningur Við seljum framleiðsluna til dreifingaraðila i Reykjavik, sem koma henni svo áfram út um landið. Útflutningur er um það bil að hefjast, en við höfum fengið pöntun frá Færeyjum á nokkrum tonnum af saum. Við erum búnir að fullnýta þetta stóra hús núna og erum farnir að hugleiða stækk- un verksmiðjuhússins. Þá kemur til greina að reyna að sinna frek- ari útflutningi. Eins og sakir standa eru miklar annir hjá naglaverksmiðjunni og eru vaktir i virdrætti og galvan- húðun sökum anna. Engar á- kvarðanir hafa þó verið teknar enn um breytingar á rekstrinum i framtiðinni, segir Páll Guð- bjartsson, framkvæmdastjóri að lokum. Stjórn verksmiðjunnar Virnet hf. skipa þessir menn. Hannes Guðmundsson, lögf. formaður. Aðrir i stjórn eru Ólaf- ur Sverrisson, kaupfélagsstjóri, Guðmundir Ingimundarson, odd- viti, Sæmundur Hermannsson, sjúkrahúsráðsmaður og Gisli Halldórsson, verksmiðjustj. jg- Séð yfir hluta af vfrdráttarsamstæðunni. Þarna er virinn „dreginn” niður I hæfilegan gildleika og valsaður ferkantaður, en þannig fer hann i sláttuvélarnar. Þegar framleiðslan er tilbúin fer hún I pökkun i sérstökum sal. Saumurinn er vigtaður i pakka, sem siðan eru settir Istóra kassa og þá er framleiðslan tilbúin til að fara á markað. Úr kerskálanum. Þar fer galvanhúðunin fram. Mjög erfitt var að mynda þarna, en vonandi fá iesendur samt hugmynd um stærðina Eftir endilöngum skálanum gengur vinda, sem notuð er til að færa varninginn i sinkbaðið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.