Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Suuiuidagur 1. júli 197:$ tr ballettinum Jónas i hvalnum. Júlia Claire lengst t.h. dansar hlutverk Jónasar Nanna og Júlía i hlutverkum sinum I Jónasi í hvalnum ásanit þriöju dansmeynni (sitjandi).sem viö kunnum ekki aö nafngreina. í kvöld, sunnudag, hefur nýr dansflokkur frum- sýningu i Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi. Nefnist hann íslenzki dansflokkurinn og verða sýningar hans á fimmtudags- og sunnudagskvöldum i júli og ágúst. í framtiðinni er ætlunin að dansflokkurinn efni til sýninga i Reykjavik og úti á landi: i bæjum, þorpum, skólum og félagsheimilum. Stjórnandi flokksins er brezki ballettmeistarinn Alan Carter og kona hans Júlia Claire er ballettmeistari. Alan Carter er kunnur danssmiður og hefur hann þegar i huga samningu dansa og balletta við islenzkt efni. Þau Alan Carter og Júlia munu starfa hér út árið 1974, ef fjárhagsgrundvöllur fæst fyrir rekstri dans- flokksins, en islenzkur listdans hefur átt erfitt uppdráttar á undanförnum árum, svo sem mörgum er kunnugt. Alan Carter hefur brennandi áhuga á að koma á fót islenzkum atvinnuballett og lætur sér jafnvel detta i hug, að dansflokkurinn nái svo langt að hann komist i framtiðinni i sýningarferð til ann- arra landa. Alan Carter og Júlia Claire komu hingað i marzmánuði sl. á vegum Þjóðleikhússins og Menntamálaráðuneytisins til að vinna að stofnun flokks islenzkra atvinnudansara. Islenzki dans- flokkurinn var formlega stofnað- ur 1. júni, en hefði áður komið fram við skólaslit Listdansskóla Þjóðleikhússins og einnig ferðast um landið og haft sýningar á fimm stöðum við afbragðsmót- tökur. Að svo stöddu nýtur Is- lenzki dansflokkurinn stuðnings Þjóðleikhússins, Menntamála- ráðs og Menningarsjóðs félags- heimila. Dansflokkinn skipa ellefu stúlk- ur, en enginn karlmaður er starf- andi atvinnudansari hér nú. Stúlkurnar eru á aldrinum 15 ára

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.