Tíminn - 01.07.1973, Qupperneq 23

Tíminn - 01.07.1973, Qupperneq 23
Sunnudagur 1. jú'H 1971$ TÍMINN ' ' 23 Aðalfundur Hjartaverndar: Aherzla lögð á rannsóknir á fólki úti á landsbyggðinni AÐALFUNDUR Hjartaverndar, landssamtaka hjarta- og æða- verndarfélaga á íslandi, var haldinn i Tjarnarbúð 4. júni sl. 1 upphafi fundarins minntist prófessor Sigurður Samúelsson, formaður samtakanna, Sigurliða Kristjánssonar, kaupmanns, en Sigurliði var einn af stofnendum samtakanna og átti sæti i fram- kvæmdastjórn þeirra. t skýrslu framkvæmdastjóra kom fram, að starfsemi Hjarta- verndar hefir verið framkvæmd eftir þeirri áætlun, sem samin var 1972 til júniloka 1973, en áætlun þessi fellur inn í þann ramma, sem ákveðinn var við byrjunar- rannsókn samtakanna 1967. 1 höfuðatriðum var starfsemin framkvæmd i fjórum þáttum: 1) Lokið við II. áfanga kvenna- rannsóknar i Reykjavik. 2) Þjónustu við tilvisunarsjúkl- inga með sama hætti og áður. 3) Sept.-okt. 1972 voru rannsak- aðir ibúar Siglufjarðarhéraðs á aldrinum 41-60 ára. 4) 1 nóvember sl. hófst rann- sókn kvenna í Arnessýslu, sem mættu til rannsóknarstöðvar Hjartaverndar. Stutt yfirlit um rannsóknarstörf hjartaverndar frá byrjun, eða ár- inu 1967, sýnir að lokið er kerfis- Dagana 20. til 22. júni s.l. var 20. landsþing Kvenfélagasambands Islands haldið að Hallveigarstöð- um. Þingið sátu fulltrúar frá 21 héraðssambandi og einu kvenfé- lagi, sem er beinn aðili að K.Í., en það er Kvenfélagið Likn i Vest- mannaeyjum. Innan héraðssam- bandanna eru 240 kvenfélög og alls eru tæplega tuttugu þúsund konur félagsbundnar i aðildarfé- lögum K.I. Eitt samband gekk i K.l. á þessum fundi, Bandalag kvenna i Hafnarfirði, en það var stofnað s.l. vetur. Fulltrúar og gestir sem sátu þingið voru um 60. Meðal álytkana og áskorana, sem samþykktar voru á þinginu voru þessar: 1) 20. landsþing Kvenfélaga- sambands Islands, haldið að Hallveigarstöðum dagana 20.-22. júni 1973, heitir á alla landsmenn að sýna órofa samstöðu um það lifshagsmunamál þjóðarinnar. að fá viðurkenndan rétt hennar yfir 50 milna fiskveiðilögsögu við strendur landsins. Einnig þakkar þingið skips- höfnum landhelgisgæzlunnar. hve þær hafa gætt mikillar hófsemi og prúðmennsku i störfum við erfið- ar og hættulegar aðstæður. 2) 20. landsþing Kvenfélaga- sambands íslands telur óviðun- andi þann vanda, sem mikill fjöldi heimila og einstaklinga á við að striða vegna skorts á sjúkrahúsarými og ófullnægjandi meðferðaraðstöðu fyrir geðsjúkl- inga og þar með talda áfengis- sjúklinga. Skorar þingið á rikis- stjórnina að fylgja eftir ákvæði stjórnarsáttmálans um að leysa vandkvæði þessara sjúklinga og taka nú þegar fyrstu skrefin i þá átt með þvi að hefja byggingu geðdeildar Landspitalans á þessu ári. Jafnframt verði lögð áherzla á að ljúka byggingu hælis fyrir áfengissjúklinga að Vifilsstöðum sem fyrst. Ennfremur verði unnið bundinni rannsókn á Reykviking- um á aldrinum 33 ára til 60 ára, tveim áföngum karla og tveim áföngum kvenna. Þriðji og siðasti áfangi af báðum kynjum er eftir, sem lokið verður 1975-76. A næsta starfsári er aðal- áherzla lögð á rannsóknir á fólki á landsbyggðinni, og verður lagt kapp á að ljúka þessum rann- sóknum þar. Er brýn nauðsyn á að það takist, þar eð siðustu tvö ár af tiu ára áætlun samtakanna eru alveg bundin við framkvæmd kerfisbundnu rannsóknanna i Reykjavik, og þarf þá að rann- saka alla þrjá flokka karla og kvenna, sem verður um 9000 þátt- takendur hvort árið. Reynt verður að veita tilvisun- arsjúklingum sams konar þjón- ustu og verið hefir. Viðvikjandi rannsókn á fólki úr Arnessýslu er þetta að segja: „Af ýmsum ástæðum þótti hag- kvæmtað boða þetta fólk til rann- sóknar á stöðina i Reykjavik. Boðið var til skoðunar öllum körlum og konum, sem fædd voru árin 1907-1934, alls nálægt 2.000 manns. Boðsbréf til kvennahópsins voru send i nóvember og er sýnt að þátttaka mun verða mjög góð, allt að 80%. að undirbúningi annarra ráðstaf- ana, sem nauðsynlegar eru til lausnar á þessu mikla vandamáli. 3) 20. landsþing Kvenfélaga- sambands Islands beinir þeirri áskorun til viðkomandi stjórn- valda, að þau geri allt sem i þeirra valdi stendur, til að bæta úr þeim alvarlega lækna- og hjúkrunarkvennaskorti er rikir enn viða úti á landsbyggðinni. 4) 20. landsþing Kvenfélaga- sambands Islands beinir þeirri áskorun til Alþingis og mennta- málaráðherra, að nú þegar verði gerðar ráðstafanir til að tryggja sem jafnasta aðstöðu dreifbýlis- og þéttbýlismanna til mennta. 1 framhaldi af 2. grein 1. kafla grunnskólafrumvarpsins vill þingið leggja áherzlu á nauðsyn þess, að lögð sé sérstök rækt við að innræta börnum og unglingum trúrækni, ábyrgðartilfinningu, skyldurækni, umburðarlyndi, háttvísi og tillitssemi við aðra, svo og virðingu fyrir skoðunum annarra. Landsþingið beinir þeirr: áskorun til fræðsluyfirvalda, af þau hlutist til um, að móðurmáls kennsla i skólum sé bætt, m.a með stóraukinni kennslu i fram- burði og framsögn og jafnframt verði leitazt við að auka orða- forða nemenda. Þingið telur, að brýn þörf sé á útgáfu kennslubók- ar um þetta efni. Einnig telur þingið nauðsynlegt, að börnum sé kennt að njóta tónlistar þegar i upphafi skólagöngu. Bendir þing- ið á hlutverk hljóðvarps og sjón- varps á þessum sviðum. Landsþingið telur, að gefa eigi fullorðnu fólki kost á endurhæf- ingar- og fræðslunámskeiðum til að kynnast nýjungum á sviði at- vinnuveganna, til upprifjunar eða til að auka þekkingu slna. Slika fræðslu gætu kennslustofnanir á hverjum stað annazt. Komið sé á fót foreldrafræðslu i Framhald á bls. 39. Rannsóknin hófst 6/12. I marz- mánuði hófst rannsókn á körlum i Árnessýslu, og verður væntan- lega lokið að mestu fyrir 1. júli n.k. Næsti áfangi Suðurlandsrann- sóknar verður Rangárvallasýsla og V.-Skaftafellssýsla.” Nauðsynlegt er að ljúka rann- sóknum á fólki á landsbyggðinni á næsta ári. Er hér um stórátak að ræða, sem ekki verður fram- kvæmanlegt nema með mikilli aðstoð frá viðkomandi bæjar- og sveitastjórnum og góðri sam- vinnu við stjórnir Hjarta- og æða- verndarfélaganna úti á landi. Sá alvarlegi atburður skeði á s.l. ári, að samtökin voru svipt tekjustofni sinum, og veitt fjár- framlag kr. 5.000.000.00 á fjárlög- um, sem mun aðeins vera helm- ingur þess, sem samtökin hefðu hlotið, ef þau hefðu notið áfram tekjustofns sins. Siðar var fjár- hæð þessi hækkuð i meðförum Al- þingis i kr. 6.000.000.00. Við þessa lagabreytingu var ekkert samráð haft við stjórn samtakanna, og er þvi greinilegt, að samtökin eru sniðgengin, þar eð ekki verður séð, að sama hafi verið látið ganga yfir önnur likn- arfélög. Ráðstöfun þessi kom þvi stjórn- inni mjög á óvart, og varð hún þess vegna að gripa til samdrátt- ar i starfsemi rannsóknarstöðvar innar, sem komið hefir fram i minnkuðum afköstum. Framkvæmdastjórn hefir nú þegar snúið sér til Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um leiðréttingu þessa máls. Allar áætlanir Hjartaverndar eru byggðar á þvi, að samtökin njóti þessa tekjustofns til ársins 1976, eins og lögin gerðu ráð fyrir. Skil- yrði fyrir þvi, að lokið verði öllum áætlunum rannsóknanna er þvi, að veitt verði tilsvarandi fjárhæö á fjárlögum næstu ára, en þetta atriði hefir stjórnin lagt þunga áherzlu á við ráðuneytið. Verður máli þessu haldið til streitu, og starfsemi samtakanna haldið áfram samkvæmt áætlun i von um að leiðrétting fáist. Starfslið rannsóknarstöðvar- innar hefir verið að mestu óbreytt. ólafur Ólafsson, for- stöðumaður rannsóknarstöðvar- innar, lét af störfum 1. október s.l., er hann tók við störfum land- læknis. Hann hefir veitt stöðinni forstöðu frá byrjun, eða frá árinu 1967. Átti hann einn mestan þátt i allri uppbyggingu rannsóknar- stöðvarinnar, ásamt Nikulási Sigfússyni, lækni, núverandi for- stöðumanni. Þakkar fram- kvæmdastjórn Ólafi landlækni vel unnin störf i þágu samtakanna á undanförnum árum, um leið og hún óskar honum góðs gengis i mikilvægu starfi, sem honum hef- ir verið falið. A árinu bárust samtökunum nokkrar veglegar gjafir. Guð- bjartur Jónsson, Skipasundi 85, Reykjavik, arfleiddi samtökin að kr. 200.000.00. Guðrún Sveinsdóttir frá Bjarnastaðahlið i Skagafirði gaf þann 19. ágúst á siðasta ári Hjarta- og æðaverndarfélagi Skagafjarðar og Krabbameinsfé- lagi Skagafjarðar þrjár milljónir króna. Akvað hún að stofna sjóð til styrktar þessum félögum og lagði fram stofnframlagið, þrjár milljónir króna. Þetta fé kemur að sjálfsögöu að góðu haldi, þegar rannsókn hefst i Skagafirði, sem væntanlega verö- ur þegar Suðurlandsrannsókn lýkur. I marzmánuði kom hingað til lands yfirlæknir Otto Brusis frá endurhæfingarstöö fyrir hjarta- sjúka i Waldkirch i Suður-Þýzka- landi. Flutti hann fyrirlestur um þessa starfsemi i Landspitalan- um. 1 framhaldi af heimsókn yfir- læknis Brusis, dvaldist prófessor Sigurður Samúelsson til að kynna sér nánar endurhæfingu hjarta- sjúkra, bæði i Waldkirch i Suður- Þýzkalandi um vikutima, og aðra viku á Rikisspitalanum i Kaup- mannahöfn á Hjartasjúklinga- deildinni. Þar kynntist hann yfir- sjúkraþjálfara i þessum fræðum og fekk hana i boði Hjartaverndar til að koma hingað til lands og halda námskeið með islenzkum sjúkraþjálfurum i endurhæfingu hjartasjúkra. Námskeið þetta verður haldið i Landspitalanum dagana 4.-9. júli. Landsþing Kvenfélagasambands Islands: Allir hljóti sömu aðstöðu til mennta Ertu að byggja? Viltu breyta? Þarftu að bæta? Veggfóöur Fjölbreyttasta veggfóður sem völ er á. Vymura og Decorene ásamt fjölda annarra gerða. UTAVER

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.