Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 28

Tíminn - 01.07.1973, Blaðsíða 28
28 TÍMINN Sunnudagur 1. júli 1973 ÉG VAR GIFT STEINALDARMANNI Aður en Wyn Sargent kom til Nýju Gineu var Obaharok herskáasti höfðinginn I landinu. En á nokkrum vikum tókst henni að temja hann. Þau gengu í hjónaband og áttu saman fimm hamingjusamar vikur. Hér er húðkaupsmyndin. Að hætti kynflokks síns ber höfðinginn skýlu um lim sinn eina klæða. Lengd skýlunnar sem er gerð úr graskeri fer eftir þvíhve maðurinn er hraustur. STEINALDARFÓLKIÐ i Nýju Gineu kallaði hana „Stóru hvitu gyðjuna”. Indóneskisk yfirvöld á- sökuðu hana fyrir að hafa auglýst sig á kostnað innfæddra. Sjálf segist hún hafa viljað koma á friði milli striðandi kynflokka frum- skógarins. Fyrir nokkrum árum var hún óþekktur bandariskur blaðamað- ur. Nú er Wyn Sargent fræg og bókin, sem hún er að skrifa verð- ur áreiðanlega metsölubók. Hún á að heita: ,,Ég var gift steinaldar- manni”. Hjónabandið með Papuahöfð- ingjanum Obaharok stóð aðeins i fimm vikur og varð þvi töluvert styttra en siðasta hjónaband hennar. Samt sem áður var stór- kostlegt að hún skyldi komast lifs af úr öllu saman. Kynþættirnir i indónesiska hluta Nýju Gineu eru á stein- aldarstigi, og mannát er enn sem fyrr útbreitt meðal þeirra. Fyrir nokkrum árum hvarf Michael Rockefeller, 32 ára gamall sonur Nelsons Rockefeller landstjóra, án nokkurra ummerkja. Enginn vafi er á að lifi hans lauk á mið- degisverðarborði eins kynþátt- anna. Wyn Sargent óttaðist ekki að hljóta sömu örlög. Hún hafði áður búið i þrjú ár með hausaveiðurum á Borneo og stofnaði til vináttu við þá. Hún hafði hjálpað þeim, útvegað þeim lyf og stofnað litið sjúkrahús fyrir fé, sem hún hafði safnað i Bandarikjunum. I Nýju Gineu var vel tekið á móti hinni 46 ára gömlu, unglegu 180 cm háu, rauðhærðu Wyn Sargent. Eftir nokkra mánuði var litið á hana sem sendiboða af himnum. Þegar hún hafði bland- að blóði við innfædda við hátið- lega athöfn, var hún viðurkennd sem ein af þeim. Wyn Sargent er læknir að mennt og hefur árum saman starfað við kennslu. Nú er hún blaðamaður og segir sjálf að hún skrifi aðeins um frumstæðar þjóðir, sem hún heimsæki i hjálparskyni. Hún er kvekara- trúar og kveðst vilja „hjálpa þar sem hjálpar er þörf”. t stað þess að kenna hinum nýju vinum sinum að klæðast fötum og venja sig af frumstæðum siðum, ákvað hún að kenna þeim það sem er mikilvægara, að lifa i friði hverjir við aðra. Brúðkaupið Kynþættirnir hafa öldum eða árþúsundum saman átt i striði sin I milli, og smám saman hafði þeim nær tekiztað útrýma hverjir öðrum. í fyrstu settist hún að i þorpinu Baliem-Tales, en ibúar þess áttu i sifelldu striði við ibúa nágrannabæjarins Mulima. Til þess að reyna að koma á friði heimsótti hún höfðingjann i Mulimam Obaharok, sem hafði orð á sér fyrir að vera herskáast- ur og erfiðastur viðfangs allra Papuahöfðing janna. A nokkrum vikum gerðist nokk- uð furðulegt. Fulltrúar tveggja menningarsvæða, sem eru eins ólik og dagur og nótt, urðu góðir vinir og svo fór að þau giftu sig. Hún ávann sér traust hans með þvi að gefa honum exi, langan hnif og skóflu. Brúðkaupið stóð i fimm daga og gestir streymdu til þorpsins frá nálægum stöðum. Tilkynnt hafði verið að Obaharok hefði samið frið við alla óvini sina. í stað þess að berjast hugðist hann nú njóta hjónabandssælunnar með sjöundu konu sinni. Fréttin um þetta sérstæða brúðkaup barst fljótt um heim allan. I fyrstu lék það orð á; að Wyn Sargent hefði gifzt höfðingj- anum til að afla efnis i bók um sérstætt kynlff ættbálksins. Við heimkomuna til New York neitaði hún að hafa nokkru sinni sagt þetta. „Það er sorglegt að „Ég var gift steinaldarmanni” kemur bók Wyn Sargent til með að heita, sem hún er að skrifa um reynslu sina i Nýju Gineu. Hún er þegar viss um að hún verður met- sölubók. „Móðir min veit alltaf hvað hún er að gera,” segir sonur Wyn Sar- gent, Jimmy Martin 17 ára. Hann tók á móti móður sinni á flugvell- inum þegar hún kom til Kali- forniu frá Nýju Gineu. Wyn Sargent komst aldrei svo langt að flytja til eiginmannsins. Eftir brúðkaupið fékk hún eigin kofa til umráða og ungu hjónin heimsóttu oft hvort annað. Þau lifðu þó aldrei kynlifi. „En við er- um enn gift”, segir blaðakonan bandariska.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.