Fréttablaðið - 19.08.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 19.08.2004, Síða 40
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Gíslína S. Gísladóttir (Didda Gísla) áður á Brunnstíg 7, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 13.30. Stefán Jónsson, Edda Magnúsdóttir, Jón Örn Stefánsson, Hildur S. Guðmundsdóttir, Linda M. Stefánsdóttir, Víðir Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir, Hulda Björg Stefánsdóttir og langömmubörn. „Ég er eiginlega ekki búinn að ákveða hvað ég mun gera,“ segir Kristinn H. Gunnarsson alþingis- maður, sem er 52 ára í dag. „Ég ætla að reyna að vera í fríi meðal minna nánustu og reyna að gera eitthvað skemmtilegt í hvers- dagsleikanum.“ Hann segist jafn- framt gjarna vilja vera farinn vestur á firði, en aðstæður leyfi það ekki. „Ég er að mestu leyti að dóla mér í fríi en það er mikil um- ræða innan flokksins um ráð- herraskipan og ég tek þátt í því.“ Konur innan Framsóknarflokks- ins hafa ályktað að gæta þurfi að jafnréttisstefnu flokksins þegar uppstokkunin verður í ráðherra- liðinu og tekur Kristinn undir þær raddir. „Það er fín umræða þegar menn koma fram opinberlega undir nafni og segja sína skoðun. Þetta er miklu betra en þegar ráð- herrar og aðrir eru að láta hafa eftir sér í fjölmiðlum undir nafn- leynd. Þetta kallar fram rök- stuðning fyrir ráðherravali, að það séu skýrar málefnalegar ástæður til að velja á milli manna. Núna er helmingur þingmanna ráðherrar og þá geta þeir ráðið niðurstöðunni með því að standa saman og þingmenn utan ráð- herrastóla hafa því minni áhrif.“ Kristinn segist sammála því að jafnræði þurfi á milli kynja og segir það fráleita niðurstöðu ef ein kona og fjórir karlmenn verða ráðherrar flokksins. „Konur hafa ákveðna eiginleika sem er mikill fengur í pólitíkinni. En þær þurfa þá að halda þeim fram en ekki til- einka sér stjórnunarhætti karl- anna.“ Sjálfur segist hann vera tilbúinn að verða ráðherra en ekki skilyrðislaust. „Ég læt undan flokksviljanum og flokkssam- þykktum, þótt ég hafi verið þeim ósammála. En ég er ekki tilbúinn að láta segja mér að gera eitthvað sem ég tel ekki rétt. Ég er ekki til- búinn að ganga á ákveðin réttindi eins og mannréttindi því það er ekki hægt að stíga á slíkar línur á grundvelli þess að meirihluti flokks eða Alþingis ákveði að það megi gera.“ ■ 28 19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR BILL CLINTON Fyrrverandi Bandaríkjaforseti er 58 ára í dag. ANDLÁT Anna Pálína Jónsdóttir, frá Sauðhús- um, Ögurási 3, Garðabæ, lést sunnu- daginn 15. ágúst. Gunnar S. Þorleifsson bókbandsmeist- ari, Fögrubrekku 47, Kópavogi, lést mánudaginn 16. ágúst. Haraldur S. Jónsson, Hólabergi 58, Reykjavík, lést fimmtudaginn 5. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Stefán Borg Reumart, Traneholmen 11, 3460 Birkeröd, Danmörku, lést fimmtu- daginn 5. ágúst. Útför hefur farið fram. JARÐARFARIR 3.00 Sesselja Kristín Kristjónsdóttir, Hvassaleiti 56, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. 13.30 Karla Stefánsdóttir, Kópavogs- braut 1b, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju. 13.30 Ólöf Aldís Breiðfjörð Guðjóns- dóttir verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 15.00 Ingibjörg Andrésdóttir, Grjótási 2, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ. 15.00 Finnbogi Sigmarsson, Garðavegi 15, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Víðistaðakirkju. Adolf Hitler, kanslari Þýskalands, var á þessum degi árið 1934 kos- inn forseti landsins og hafði þá sölsað undir sig meiri völd en áður þekktist í sögu landsins. Árið 1932 var þáverandi for- seti, Paul von Hindenburg, orðinn gamall, þreyttur og dálítið kalkað- ur. Hann hafði þó náð endurkjöri en missti talsvert fylgi yfir til Nasistaflokksins. Nánustu sam- starfsmenn forsetans vildu vinna nánar með nasistum og Hinden- burg féllst á að gera Franz von Papen að kanslara en sá var tilbú- inn til að gefa liði Hitlers meira svigrúm. Hitler vildi meira og hætti ekki fyrr en hann fékk sjálf- ur kanslaratignina með von Papen til vara. Papen lofaði forsetanum á móti að hann myndi hafa hemil á verstu tilhneigingum Hitlers en allir vita hvernig það gekk. Þegar gengið var til forseta- kosninga í ágúst 1934 vann Hitler með 90% atkvæða og munaði þar mest um ótta þjóðarinnar við kommúnista og hræðslu við Hitler sjálfan sem var farinn að taka andstæðinga sína föstum tök- um. Eftir sigurinn slakaði hann hvergi nærri á klónni enda búinn að ná því takmarki sínu að verða einræðisherra. ■ ÞETTA GERÐIST HRIFSAÐI ALLA VALDATAUMA Í ÞÝSKALANDI TIL SÍN MEÐ STÓRSIGRI Í FORSETAKOSNINGUM 19. ágúst 1934 „Ég hef ekki borðað á McDonald´s frá því að ég varð forseti.“ – Afmælisbarnið Clinton veit greinilega að stórir forseta- strákar verða að huga vel að mataræði sínu. Hitler verður forseti Þýskalands Kallar á rökstuðning AFMÆLI: KRISTINN H. GUNNARSSON ER 52 ÁRA Óperuverkið Sweeney Todd eftir Stephen Sondheim verður frum- sýnt í Íslensku óperunni þann 8. október en það er í fyrsta sinn sem sýningin er sett upp á Íslandi. Ráðið hefur verið í öll hlutverk en leikstjórnin er í höndum Magnús- ar Geirs Þórðarsonar. Fyrst ber að nefna Ágúst Ólafsson, sem þreytir frumraun sína í Íslensku óperunni í hlutverki rakarans morðóða. Hann tekur þá upp fyrri iðju sem bartskeri, en nú sker hann fleira en hár og skegg og eiga ekki allir viðskiptavinir aft- urkvæmt úr stólnum hans. Í sama húsi hefur frú Lovett nú loks fengið úrvals hráefni í gómsætar kjötbökur sínar sem seljast hrað- ar en nokkru sinni fyrr. Blóðug og grimm sagan einkennist þó af húmor og litríkum persónum. Maríus Sverrisson er snúinn aftur frá glæstum ferli í Þýskalandi þar sem hann sló í gegn í söngleiknum Titanic og varð að stjörnu í þýsk- um leikhúsheimi. Hann fer með skemmtilegt hlutverk í Sweeney Todd en aðrir leikendur eru Hulda Björk Garðarsdóttir, Davíð Ólafs- son, Þorbjörn Rúnarsson og Snorri Wium. Örn Árnason leikari tekur einnig þátt í uppsetningunni og fer með sitt fyrsta hlutverk í Íslensku óperunni. Hljómsveitar- stjóri er Kurt Kopecky en Gísli Rúnar Jónsson vinnur nú að ís- lenskri þýðingu verksins.■ ÓPERA: SWEENEY TODD SÝNT Í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Maríus í óperunni Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, kristjana ágústsdóttir áður Suðurgötu 39, Akranesi verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 20. ágúst kl. 14.00. Sigríður I. Söebeck Kristjánsdóttir, Einar Már Einarsson, Guðrún Ágústa Kristjánsdóttir, Sveinn M. Sveinsson, Þröstur Kristjánsson, Rósa Þórisdóttir, Rakel Kristjánsdóttir, Guðmundur Haraldsson, Arnfríður Kristjánsdóttir Bhasker, Ravi Bhasker, Kristján Söebeck Kristjánsson, Inga Dögg Steinþórsdóttir, Valgerður Kristjánsdóttir, Pálmi Hannesson, Jón Ágúst Gunnlaugsson, Margrét Sigurðardóttir, Kolbrún Kristjánsdóttir, Hjálmar Guðmundsson, Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir, Benedikt Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. KRISTINN H. GUNNARSSON Hafði vonast til að komast vestur á sinn uppáhaldsstað en kemst líklega hvergi. SÖNGLEIKJASTJARNAN Maríus Sverris- son er snúinn aftur frá Þýskalandi og mun fara með hlutverk í Sweeney Todd í Ís- lensku óperunni.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.