Fréttablaðið - 19.08.2004, Page 56
Ein frumlegasta uppákoma sem
prýðir dagskrá Menningarnætur að
þessu sinni er tilfinningaflóðið sem
haldið verður í Víkurkirkjugarði.
Þá gefst fólki loksins tækifæri til að
bera tilfinningar sínar óheftar á
borð almennings en öllum er frjálst
að halda reiðilestur, fara með ástar-
játningu eða taka gott afbrýðisem-
iskast í pontu. Þjóðþekktar persón-
ur tjá sig um tilfinningar, rökræður
fara fram í felum í tjaldi og einnig
má finna sérstakan stað fyrir til-
finningalega lokaða einstaklinga.
Guðfinna Svavarsdóttir heldur
mínútulestra um hina dularfullu
hegðan tilfinninga og Alexandra
Kjuregej kennir áhugasömum list-
ina að veita faðmlög. Tilfinninga-
torgið er ein verðlaunahugmynda
úr hugmyndasamkeppni Lands-
bankans um miðbæ Reykjavíkur og
verður framkvæmd á torginu við
Aðalstræti 9 kl. 11 á menningar-
laugardag. ■
19. ágúst 2004 FIMMTUDAGUR
Söluhæsta fartölvan í Evrópu
ACER
tækni
SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
WWW.SVAR.IS
tækni
FARTÖLVUR
Torg tilfinninganna
Dagskrá Borgarbókasafns á
Menningarnótt verður fjölbreytt í
ár en þar geta gestir meðal annars
skoðað Artótek safnsins sem er ný
þjónusta í samstarfi við Samband
íslenskra myndlistarmanna og
felst í útlánum á íslenskri sam-
tímalist. Klukkan 14 hefst
Draugagangur í barnadeildinni í
umsjón barnabókavarða safnsins.
Deildin verður þá skreytt í viðeig-
andi búning og á hálftíma fresti
verða lesnar skemmtilegar og
skuggalegar draugasögur.
Hugleikur Dagsson stjórnar
pallporði um myndasögur klukkan
fimm þar sem getraun um mynda-
sögur fer fram og veitt verða veg-
leg bókaverðlaun. „Við Bára
Magnúsdóttir, Bára Hlín Krist-
jánsdóttir, Neptúnus Egilsson og
Pétur Yngvi Yamagata ætlum að
tala um myndasögur í klukkutíma,
ímynd myndasagna á Íslandi, inni-
hald þeirra og frásagnaformið
sjálft. Einnig verður rætt um það
hvort myndasögur flokkist til
myndlistar, bókmennta eða hvort
tveggja. Ísland hefur verið lítil
myndasöguþjóð hingað til og ræð-
um við örlítið um viðhorfið sem
virðist vera að breytast. Í Borgar-
bókasafninu er stærsta mynda-
sögusafnið á landinu en undanfar-
in ár hefur áhugi almennings á
myndasögum aukist til muna með-
al allra aldurshópa. Við stöndum
fyrir voðalega afslöppuðu spjalli,
svörum spurningum fólks og
hvetjum alla áhugasama að
mæta,“ segir Hugleikur. Hann
hefur sent frá sér fjórar mynda-
sögubækur sem seljast líkt og
heitar lummur í versluninni Nex-
us á Hverfisgötu. Hugleikur ætlar
einnig að troða upp með hljóm-
sveit sinni, Útburðir, í Nýlista-
safninu á Menningarnótt. ■
Myndasögur á
Menningarnótt
MENNINGARNÓTT
MYNDASÖGUR
■ og draugagangur í Borgarbókasafn-
inu.
HUGLEIKUR DAGSSON
Myndasöguhöfundurinn verður í Borgar-
bókasafni með nýjustu bók sína Our
Prayer.
FÁÐU ÚTRÁS
Á laugardaginn verður öllum frjálst að tjá sig
um tilfinningar sínar á torginu við Aðalstræti.