Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 1

Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 1
STJÓRNMÁL Mörgum konum innan Framsóknarflokksins blöskrar sú ákvörðun þingflokksins að láta Siv Friðleifsdóttur víkja úr ráðherra- embætti 15. september næstkom- andi. Hópur framsóknarkvenna, sem birti í vikunni heilsíðuauglýs- ingu með ábendingu til þingflokks- ins, ætlar að koma saman í Iðnó í hádeginu í dag og ræða næstu skref. Þá segir Kolbrún Ólafsdóttir, stjórnarmaður í Landssambandi framsóknarkvenna, að borið hafi á að konur hafi sagt sig úr flokknum síðan ákveðið var að láta Siv víkja, en það fékkst ekki staðfest á skrif- stofu flokksins. Órói er þó víða í flokknum enda óttast margir flokksmenn að með brotthvarfi Sivjar, sem var einna sýnilegust í ráðherrahópnum, sé flokksforystan á hraðri leið til for- tíðar hvað varðar það jafnrétti sem kynnt hefur verið sem eitt helsta baráttumál flokksins í undanförn- um kosningum. Einnig finnst mörg- um undarlegt hvernig Siv á að halda áfram að gegna mikilvægum stöðum og starfi innan Framsóknar þegar hún nýtur ekki trausts þing- flokksins. Ákvörðun Halldórs Ásgrímsson- ar formanns að breyta enn frekar ráðherrahópnum fyrir næstu kosn- ingar þykir ekki heillavænleg. Kristinn H. Gunnarsson segir hana skapa mikið óöryggi, bæði meðal ráðherra og almennra þingmanna. Sjá síðu 2 ▲ SÍÐA 22 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR LOFTBELGIR VIÐ HÁSKÓLANN Háskóli Íslands verður með fjölbreytta dagskrá í dag undir yfirskriftinni „Góður andi“ í tengslum við menningarnótt í Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan fjögur síðdegis. Fyrir framan aðalbyggingu skól- ans verður m.a. vísindatjald og loftbelgir á ferð og flugi. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐAST BJARTVIÐRI SÍST ÞÓ FYRIR austan þar sem búast má við lítilsháttar súld eða rigningu. Milt yfir há- daginn en svalt að næturlagi. Sjá síðu 6 21. ágúst 2004 – 226. tölublað – 4. árgangur Dröfn Þórisdóttir: Ekki fyrsta menningarafmælið VONBRIGÐI RÁÐHERRA Heilbrigðis- ráðherra lýsir vonbrigðum með að lyfjasmá- salar velti afleiðingum sparnaðaraðgerða rík- isins yfir á sjúklinga. Í burðarliðnum er nefnd sem endurskoða á lyfjalögin. Sjá síðu 4 MIKIL ÁHRIF OLÍUVERÐS Lands- samband íslenskra útvegsmanna telur að hækkun olíuverðs þýði 2,4 milljarða kostnað- arauka fyrir útgerðarfélögin. Olíuverð hefur sérstaklega mikil áhrif á togveiðar. Sjá síðu 6 HELGIDÓMURINN YFIRGEFINN Mahdisveitir Muqtada al-Sadr fjarlægðu öll vopn sín úr mosku Imam Ali eftir að samkomulag náðist við helsta leiðtoga sjíamúslima um að hann tæki að sér stjórn og umsjón moskunnar. Sjá síðu 8 GÖMUL VINDMYLLA GROTNAR NIÐUR Í GRÍMSEY Sumum er hún þyrnir í augum, meðan aðrir líta á hana sem minnisvarða. Óljóst virðist hver ber ábyrgð á mannvirkinu, sem var hluti af tilraun Raun- vísindastofnunar H.Í. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 36 Sjónvarp 48 Magnús Geir Þórðarson tók við Leikfélagi Akureyrar í vor og hlakkar til að hefja LA til vegs og virðingar á ný en róðurinn fyrir norðan hefur verið þungur undanfarin ár. James Brown er enn í góðum gír SÍÐUR 30 & 31 ▲ Bjartsýnn á fyrsta leikárið sitt SÍÐUR 28 & 29 ▲ Segist vera hiphopinu það sem Einstein var eðlisfræðinni. Gamli jaxlinn heldur tónleika á Íslandi um næstu helgi. Hann veit ekkert um landið en segir að Reykjavík verði kölluð Heitavík eftir heimsókn hans. ● 39 ára í dag ▲ SÍÐA 50 Artótek: Borgarbókasafnið ● leigir út listaverk gegn vægu gjaldi ▲ SÍÐA 40 Ólympíuleikarnir í Aþenu: Þórey Edda stekkur í dag ● stefnir á að komast í úrslit VIÐ SKRÁNINGU Aldrei hafa fleiri skráð sig í Reykjavíkur- maraþonið. Tíu ára gamalt þátttökumet var slegið. Reykjavíkurmaraþon: Tíu ára met fallið MENNINGARNÓTT Tíu ára þátttöku- met í Reykjavíkurmaraþoninu fellur í dag. Rétt undir fjögur þús- und hlauparar hafa skráð sig til leiks, þar af 500 útlendingar. Fyrra metið var 3.700 þátttakend- ur árið 1994. Til samanburðar voru um 450 manns í fyrsta hlaup- inu árið 1984. Hjördís Guðmundsdóttir, kynningarfulltrúi hlaupsins, segir 300-400 ætla að hlaupa fullt mara- þon en erfitt sé að skjóta á ná- kvæma tölu vegna erfiðleika í tölvukerfi. Frímann Ari Ferdinandsson, framkvæmdastjóri Íþrótta- bandalags Reykjavíkur, segir þátttakendur geta valið um fjór- ar vegalengdir. Skemmtiskokk, þar sem fólk gengur og skokkar eftir getu og áhuga; 10 kíló- metra hlaup, sem allir ættu að ráða við sem stunda reglulega líkamsþjálfun; hálfmaraþon, sem kallar á nokkurn grunn í hlaupum; og svo maraþon, en í það leggja ekki nema vanir hlauparar sem stundað hafa reglulega hlaupaþjálfun yfir langt tímabil, gjarnan í nokkur ár. ■ Magni Ásgeirsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Eins og karl á nýjum bíl ● bílar Menningarnótt: Góð spá í Reykjavík VEÐUR Gott veður verður í Reykja- vík í dag að sögn Þorsteins V. Jóns- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Gert er ráð fyrir tíu til fimmtán stiga hita í dag og hægri norðlægri átt. Frekar léttskýjað verður að deginum til en einhverjar skúrir gætu orðið síðdegis. Þorsteinn seg- ir að hiti ætti ekki að fara niður fyrir tíu stigin fyrr en um nóttina. Annars staðar er gert ráð fyrir frekar björtu og góðu veðri. Á sunnudag breytist vindur í suðvest- anátt og búast má við að þykkni upp síðdegis eða á mánudag. Hætt er við rigningu á þriðjudag. ■ SIF GUNNARSDÓTTIR FYLGIST MEÐ FRAMKVÆMDUM Verkefnastjóri Menningarnætur, Sif Gunnarsdóttir, segir fjölmörg svið hafa verið byggð um miðborgina til að sem flestir geti notið skemmtiatriðanna. Engin þeirra séu þó byggð af Reykjavíkurborg heldur af þeim fyrirtækjum og hópum sem sjái um skemmtunina. Órói innan Framsóknar vegna brotthvarfs Sivjar Friðleifsdóttur úr ráðherrastól: Forystan á hraðri leið til fortíðar MENNING Búist er við þriðjungi þjóð- arinnar í miðbæinn í dag þegar Reykvíkingar halda sína níundu Menningarnótt. Boðið verður upp á 230 skemmtiatriði og fylgjast um eitt hundrað lögreglumenn með mannfjöldanum fram á nótt. Sif Gunnarsdóttir, verkefna- stjóri Menningarnætur í annað sinn, segir lögregluna hafa talið um 80 þúsund manns í miðbænum í fyrra. „Það er svona frekar varlega talið og ég á ekki von á því að það verði færri núna,“ segir Sif og telur fólksfjöldann jafnvel verða um 100 þúsund. Karl Steinar Valsson, aðstoðar- lögregluþjónn í Reykjavík, segir undirbúning öryggismála hafa tek- ist vel. Hann segir flesta lögreglu- menn verða við störf um miðnætti og fjöldi lögreglumanna einblíni á drykkju ungmenna. Eins verði hóp- ur sjálfboðaliða í samstarfi við lög- regluna. Foreldrum verði gert að sækja unglinga sem drekki. Takist það ekki fari málið í hendur barna- verndaryfirvalda. Hægt verði að leita ásjár lögreglu og slökkviliðs í Sölvhólsgötu en fólk geti einnig snúið sér til næsta lögreglumanns þurfi það aðstoð. Sif segir að þó hún hafi reynsl- una með sér hafi skipulagningin síður verið auðveldari nú en í fyrra. „Þetta er rosalega stór og mikil há- tíð. Ég sé ekki ein um skipulagning- una heldur sprettur hún upp nánast í hverju húsi og bakgarði í miðbæ Reykjavíkur. Eðlilega kemur hátíð- in því alveg jafn mikið á óvart og hún gerði í fyrra.“ ■ Hundrað þúsund í miðbænum Um 230 skemmtiatriði verða í boði fyrir gesti Menningarnætur. Eitt hundrað lögreglumenn ásamt sjálfboðaliðum gæta öryggis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N 01 Forsíða 20.8.2004 22:23 Page 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.