Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2004, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.08.2004, Qupperneq 2
2 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Kajakmennirnir við Grænland sofa á klöppum eða snjó: Við erum lúnir en galvaskir KAJAKLEIÐANGUR „Við erum orðnir dálítið lúnir, en erum samt gal- vaskir og ætlum okkur að klára dæmið,“ sagði Friðgeir Þráinn Jóhannesson í samtali við Frétta- blaðið í gær. Hann er nú staddur ásamt þremur félögum sínum í 1000 kílómetra kajakleiðangri við suðausturströnd Grænlands. Ferðin er farin til að vekja at- hygli á málstað blindra og sjón- skertra hér á landi, svo og til að safna áheitum fyrir Blindrafé- lagið. „Okkur gengur mjög vel þegar við erum komnir af stað,“ sagði Friðgeir. „Við höfum fengið dá- samlegt veður, en landið er hins vegar rosalega erfitt. Það er snar- bratt niður í sjó, ekkert nema klettar og stórgrjót. Tjaldstæðin eru að mestu leyti klappir eða snjór. En við hvílumst ágætlega þótt það sé dálítið hart undir.“ Leiðangursmenn áætla að komast í Skjöldung á sunnudag. Þá eru þeir hálfnaðir með ferð- ina. Í Skjöldungi ætla þeir að dvelja dag um kyrrt og hvílast. Ferðinni ætla þeir síðan að halda áfram á þriðjudagsmorgun. „Þetta hefur verið óhappalítið hjá okkur og við höfum það gott,“ sagði Friðgeir og bað blað- ið að flytja bestu kveðjur leið- angursmanna heim á Frón. ■ Kergja innan Framsóknar Margir flokksmenn eru afar ósáttir við þær málalyktir að Siv Friðleifs- dóttur sé gert að láta af embætti umhverfisráðherra í september. Þeir óttast að vegna þessa eigi enn eftir að hrynja af litlu fylgi flokksins. STJÓRNMÁL Sú ákvörðun formanns Framsóknarflokksins, Halldórs Ásgrímssonar, að víkja Siv Frið- leifsdóttur úr ráðherraembætti þann 15. september í trássi við óskir margra félagsmanna hefur valdið úlfúð sem ekki sér fyrir endann á. Framsóknarkonur funda í Iðnó í hádeginu í dag og ræða næstu skref. „Það er mikill hiti í okkur. Við ætlum að athuga hvort við getum eflt okkur á annan hátt og skoða stöðuna,“ sagði Bryndís Bjarnarson, jafnréttisfulltrúi flokksins. Fylgi Framsóknar hef- ur ekki verið mikið í skoðana- könnunum og óttast margir að ráðherramálið þýði frekara fylg- ishrun. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður flokksins, telur ljóst að meðan leynd liggur yfir hvers vegna Siv Friðleifsdóttur var fórnað í stað einhvers annars verði deilur um málið innan flokksins. „Það er alveg rétt sem Siv sagði að loknum fundinum að með þessu vali væri farið gegn mörgum stofnunum og venjum innan Framsóknarflokksins. Greinilegt er að þingflokkurinn lítur ekki svo á að efstu menn í hverju kjördæmi séu fyrstu ráð- herrakostirnir. Tvö kjördæmi hafa einstakling úr öðru sæti á ráðherrastóli og sé þetta ný stefna formanns þá þarf að ræða það inn- an flokksins.“ Kristinn gaf lítið fyrir þá ákvörðun Halldórs að frekari hrókeringar yrðu á ráðherraliði Framsóknar fyrir næstu kosning- ar. „Þetta finnst mér slæm ákvörðun. Þetta er vont fyrir þá ráðherra sem nú sitja, það er vont fyrir þingmennina sem vita þá ekki fyrir víst hvernig haga skal starfi sínu og þetta skapar óöryggi.“ Kolbrún Ólafsdóttir, fram- kvæmdarstjórnarmaður í Lands- sambandi Framsóknarkvenna, segir að síðan ákvörðunin um brotthvarf Sivjar var tekin hafi töluverður fjöldi sagt sig úr flokknum. „Þetta er grafalvarleg staða og á skjön við það sem kon- um í flokknum hefur verið talin trú um að flokkurinn standi fyrir.“ Hjá flokksskrifstofu Fram- sóknar höfðu engar úrsagnir borist seint í gærdag að sögn Einars Gunnars Einarssonar. Magnús Stefánsson, þingmað- ur, undrast fjölmiðlafár vegna málsins. „Legið hefur fyrir í langan tíma að Framsókn missti eitt ráðuneyti,“ sagði hann og taldi eðlilegt að sá ráðherra sem missti ráðuneyti sitt missti stöð- una. „Ef landbúnaðar- eða félags- málaráðuneytið hefðu verið í skiptum í staðinn fyrir umhverf- isráðuneytið er líklegt að þeir ráð- herrar hefði farið í stað Sivjar.“ albert@frettabladid.is KAJAKLEIÐANGUR Leiðangursmenn við Grænlandsströnd hafa verið afar heppnir með veður á ferð sinni. Þeir áætla að taka hvíldardag í Skjöldungi á sunnudaginn Ráðstefna í Kína: Fuglaflensa í svínum HEILBRIGÐISMÁL Alþjóðaheilbrigð- isstofnunin hefur kallað eftir nánari upplýsingum um möguleg smit á fuglaflensu í svínum í Kína. Kínversk rannsóknarstofa á sviði dýralækninga greindi frá því á ráðstefnu í Peking í gær sem hald- in er um HABL og fuglaflensu að smit hefði greinst. Óttast er að fuglaflensan stökkbreytist í svínum og verði að nýjum flensustofni sem lagst gæti á fólk. Alþjóðaheilbrigðisstofn- unin segir áhrif nýs flensustofns sem leggist á fólk geta orðið grafalvarleg og hefur uppi við- búnað um heim allan vegna þessa. Hér á landi miðar viðbúnaðarstig Landlæknis við að fuglaflensan sé til staðar í Asíu, en smitist ekki á milli manna. ■ „Jú, mikil steypa.“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt borgina fyrir að eiga Malbikunarstöðina og vill að hún verði seld til að ýta undir samkeppni. SPURNING DAGSINS Vilhjálmur er þetta ekki tóm steypa? Síbrotamaður: Dæmdur í fangelsi DÓMSMÁL Tuttugu og fjögurra ára síbrotamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, fyrir fjölda brota svo sem vopnað rán, bíl- þjófnaði, fjársvik, innbrot, skjala- fals, umferðarlagabrot og fíkni- efnabrot. Maðurinn rændi verslun á Laugarvatni vopnaður rörtöng. Hann ógnaði afgreiðslustúlkunni í versluninni og braut gler í af- greiðsluborðinu. Við aðalmeðferð málsins sagðist hann ekki hafa beitt ofbeldi eða hótunum þegar hann framdi ránið. Eigandi versl- unarinnar elti manninn uppi frá Laugavatni til Þingvalla þar sem ræninginn var í biluðum síma- klefa og náði að yfirbuga hann með hjálp vegfaranda. ■ Slökkvilið kallað út: Eldur í Smáralind ELDUR Kalla þurfti á slökkvilið þegar eldur kom upp í verslunar- miðstöðinni Smáralind í Kópavogi á fjórða tímanum í gærdag. Að sögn talsmanns Slökkviliðsins í Reykjavík kviknaði í rusli undir þakþili byggingarinnar þegar verið var að eyða mosa af veggj- unum með kósangasi. Við það myndaðist nokkur reykjarmökkur en eldur var ekki mikill og búið að slökkva hann þegar slökkviliðið mætti á svæð- ið. Ekki var talin hætta á að eldur- inn breiddist út þar sem steinull, stál og steypa eru undir þilinu. ■ Lögreglan á Blönduósi: Ökuníðingar frá Ítalíu LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Blöndu- ósi segir það standa upp úr í ágústmánuði hversu margir suður-Evrópubúar hafa verið sektaðir fyrir hraðakstur. Algengt sé að þeir keyri um á 130 til 140 kílómetra hraða. Að sögn lögregl- unnar gerðu glannar frá Ítalíu og Spáni verulega vart við sig. Lögregluþjónn segist hafa spurt ítalskan ökuþór út í málið og mun hann hafa sagt ágústmánuð vera aðalfrímánuð Ítala. Ferða- menn sem eru sektaðir fyrir hraðakstur þurfa að staðgreiða sektina eða greiða með greiðslu- korti. ■ SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR Fjölmargir Framsóknarmenn furða sig á hvers vegna hún er látin fara en lítið er um svör hjá flokksforystunni. Deilur magnast innan flokksins yfir vali formannsins og þegar hafa margar konur sagt sig úr flokknum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ÓTTAST OLÍUHÆKKUN Hátt olíu- verð gæti orðið til þess að hag- vöxtur í Evrópu á næstu árum verði mun minni en spár gera ráð fyrir. Hagfræðingar telja að þótt Evrópa sé ekki eins viðkvæm fyrir hækkun á olíuverði og áður þá kunni mikil hækkun engu að síður að hafa neikvæð áhrif. DÓMSMÁL Ákæra á hendur tveimur mönnum, sem smygluðu saman- lagt 325 grömmum af kókaíni inn- vortis á síðasta ári, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu fíkniefnin sem komið hafði verið fyrir í endaþörmum mann- anna. Annar mannanna var viðstadd- ur þingfestinguna og játaði inn- flutning á þeim rúmu 159 grömm- um sem hann flutti inn í enda- þarmi en neitaði sök á þeim 166 grömmum sem félagi hans var með innvortis. Hann sagði efnin þó ekki hafa verið ætluð til sölu í hagnaðarskyni. Þá sagðist hann ekki sekur af tollalagabroti en þeir félagarnir eru ákærðir fyrir að hafa ekki greitt toll af 45 box- hönskum og þremur höfuðhlífum, samtals að verðmæti um 85 þús- und króna. Hinn maðurinn býr og starfar á Spáni og mætti ekki í dómsal í gær. Verjandi hans, Sveinn Andri Sveinsson, segir skjólstæðing sinn mæta þegar málið verður tekið fyrir um miðjan september. ■ EITURLYF Í SMOKKUM Algengt er að eiturlyfjasmyglarar komi efnum fyrir í smokkum og annað hvort gleypi eða feli í endaþarmi. Smygluðu kókaíni í endaþörmum: Ákærðir fyrir innflutning á kókaíni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Skemmdir í rannsókn: Gert við Öskju NÝBYGGING Rannsókn á skemmd- um á náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, Öskju, stendur yfir. Ríkharður Kristjánsson, for- stjóri Línuhönnunar, segir við- gerðatilraunir nauðsynlegar til koma í veg fyrir frekari flögnun málningar á klæðningu bygg- ingarinnar. „Við erum að reyna að finna leið til að stöðva ryðmyndun og frekari flögnun á málningunni. Við þurfum fyrst að finna út hvað veldur tæringunni og svo hvort við getum stöðvað hana og hvern- ig,“ segir Ríkharður. Niðurstaðan liggi fyrir í septembermánuði. Náttúrufræðihúsið var vígt í apríl. Heildarkostnaður við bygg- ingu hússins frá 1997 nam um 2,2 milljörðum samkvæmt bráða- birgðauppgjöri. ■ ■ EVRÓPA Glanni í Vík: Tekinn á 158 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Vík í Mýrdal hefur stöðvað tvo öku- menn á ofsahraða undanfarna tvo daga. Á fimmtudag var maður á þrítugsaldri stöðvaður á 158 kíló- metra hraða þar sem hámarks- hraði er 90 kílómetrar á klukku- stund. Í gær var annar ökumaður á þrítugsaldri stöðvaður á 151 kílómetra hraða. Mennirnir mega eiga von á að verða svipt- ir ökuleyfi í þrjá mánuði og 50 til 60 þúsund króna sekt. Hefðu þeir verið mældir á 160 kíló- metra hraða eða meira hefðu þeir verið sviptir ökuréttindum á staðnum. ■ 02-03 20.8.2004 22:03 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.