Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 4
4 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
VIÐSKIPTI KB banki hefur ráðið til
sín hóp stjórnenda og sérfræð-
inga í Svíþjóð frá fjármálafyrir-
tækinu Carnegie.
Með ráðningu starfsmann-
anna hyggst bankinn efla starf-
semi á sviði einkabankaþjón-
ustu. Christer Villard forstjóri
KB banka í Svíþjóð segir það
hendingu að stærsti hluti hóps-
ins hafi komið frá einum aðila.
„Það var ekki svo að við leituð-
um markvisst að fólki frá
Carnegie.“ Hann segir það við-
urkenningu fyrir KB banka að
starfsmenn annarra fjármála-
fyrirtækja sækist eftir að koma í
hópinn. „Það segir okkur að það
er heilmikið að gerast hjá okkur.
Villard segir að eftir erfiðan
tíma hafi undanfarnir mánuðir
verið mjög góðir hjá fyrirtæk-
inu, einkabankamarkaður sé í
örri þróun og eftir niðursveiflu á
mörkuðum hugsi menn til lengri
tíma. „Við teljum mikil tækifæri
í þjónustu þar sem litið er á
skattamál, eignir og tryggingar
sem eina heild,“ segir Christer
Villard. ■
Vonbrigði ef smá-
salar taka ekki þátt
Heilbrigðisráðherra lýsir vonbrigðum með að lyfjasmásalar velti afleiðingum sparnaðaraðgerða
ríkisins yfir á sjúklinga. Verið sé að setja af stað nefnd sem hafi það hlutverk með höndum að
endurskoða lyfjalögin, meðal annars með tilliti til endurbóta á rekstrarumhverfi apótekanna.
LYFJAVERÐ „Það veldur mér mikl-
um vonbrigðum ef smásalarnir
vilja ekki taka þátt í þessu með
okkur, nema með því móti að
sjúklingarnir missi sína af-
slætti“ sagði Jón Kristjánsson
heilbrigðisráðherra um að apó-
tekin séu farin að draga stórlega
úr afsláttum á lyfjaverði til sjúk-
linga í kjölfar sparnaðaraðgerða
ríkisins í lyfjamálum. Ráðherra
bætti við að hann ætti erfitt með
því að trúa því að „smásalan ætti
enga aðra leið heldur en þá að
velta þessu yfir á sjúklingana.“
Hann sagði að mikil
magnaukning hefði verið í lyfja-
sölu á undanförnum árum. Smá-
salan væri mjög „stór pakki,“
álagningin væri tiltölulega rúm
og apótek hér helmingi fleiri á
hverja hundrað íbúa heldur en til
dæmis í Danmörku.
Heilbrigðisráðherra undir-
strikaði að eins og fram hefði
komið í skýrslu ríkisendurskoð-
unar væri lyfjaverð hér um 4
miljörðum hærra heldur en á
Norðurlöndunum. Heilbrigðis-
yfirvöld hefðu brugðist við því
eins og þeim bæri skylda til og
náð góðu samstarfi við lyfja-
heildsala um að taka verðið niður
á tveimur árum, þannig að verð-
ið yrði sambærilegt við meðal-
verð á Norðurlöndum. Sam-
komulag hefði verið gert um þá
aðgerð í góðu samstarfi.
„Þetta fer vitaskuld einnig
yfir í smásöluna,“ sagði heil-
brigðisráðherra. „Ég vonast svo
sannarlega til þess að menn
reyni allar leiðir í þessu máli,
aðrar en að taka afslættina af
sjúklingunum.“
Varðandi boðaðar endurbætur
á rekstrarumhverfi apótekanna
sagði ráðherra að verið væri að
koma af stað nefnd sem hefði
það verk með höndum að endur-
skoða lyfjalögin.
„Það hefur mikið verið að ger-
ast í lyfjamálum og það virðist
góð samstaða um að útrýma
þessum mikla verðmun sem er
afar brýnt og mikið hagsmuna-
mál fyrir alla, bæði skattgreið-
endur og neytendur,“ sagði ráð-
herra og bætti við að nú væri
lyfjaverðsnefnd komin á lagg-
irnar aftur eftir lagabreytingu í
sumar. Hún hefði verið styrkt í
sessi og myndi væntanlega hafa
samskipti við lyfjasmásalana.
Þeir hefðu þó eftir sem áður að-
gang að ráðherra heilbrigðis-
mála, á sama hátt og verið hefði.
jss@frettabladid.is
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
■ EVRÓPA
Á hið opinbera að fjármagna
stækkun Laugardalsvallar ?
Spurning dagsins í dag:
Kemst íslenska handknattleiksliðið í
undanúrslit í Aþenu?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
48,45%
51,55%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
Sjónvarpssendir
Bolungarvík:
Takmarkinu
náð
KNATTSPYRNA Bolvíkingar hafa lok-
ið við að safna 900 þúsund krónum
fyrir sjónvarpssendi til að ná út-
sendingum Skjás eins. Að sögn
Helga Jónssonar, forsvarsmanns
söfnunarinnar gekk söfnunin vel
þar sem fyrirtæki í bænum
styrktu átakið mynduglega en
bæjarbúar lögðu til á sjötta hund-
ruð þúsund króna úr eigin vasa.
Helgi segir að ekki hafi náðst í
yfirmenn Skjás eins til að láta þá
vita að söfnuninni væri lokið, en
þegar er búið að leggja inn pöntun
fyrir sendi. Patreksfirðingar hafa
einnig lokið söfnun fyrir sendi og
vitað er að íbúar á Fáskrúðsfirði
eru með samskonar átak í gangi.■
STERKARI STAÐA
Erfiðleikar einkenndu fyrsta hluta starfsemi
KB banka í Svíþjóð. Bankinn er í sókn og
hefur tekist að næla sér í lykilstarfsmenn
frá keppinautunum.
KB banki sækir á í Svíþjóð:
Nældu sér í starfsmenn keppnauts
BOLUNGARVÍK
Bæjarbúar lögðu til á sjötta hundrað þús-
und úr eigin vasa.
BÍLVELTA VIÐ FOSSÁLA Ökumaður
slapp með minniháttar áverka
þegar bíll hans valt við Fossála,
austan við Kirkjubæjarklaustur, í
gærmorgun. Að sögn lögreglunn-
ar í Vík í Mýrdal missti ökumað-
urinn stjórn á bílnum í lausamöl
með þeim afleiðingum að bíllinn
fór eina veltu. Bíllinn skemmdist
mikið og er óökufær.
ÁTÖK Í VINNUDEILUM Serbneska
lögreglan þurfti að stöðva átök
verkfallsvarða og öryggisvarða í
lyfjaverksmiðju í norðurhluta
Serbíu. Nítján slösuðust í átökun-
um. Miklar deilur hafa staðið um
verksmiðjuna frá því hún var
einkavædd í árslok 2002 og hófu
starfsmenn verkfall fyrir þremur
mánuðum.
HANDTEKNIR Á NÝ Tveir mann-
anna sem voru handteknir vegna
hryðjuverkaárásanna í Madríd í
mars en síðan sleppt hafa verið
handteknir á ný. Ný sönnunar-
gögn tengja þá við íbúð þar sem
sjö hryðjuverkamenn sprengdu
sig í loft upp þegar lögregla réðst
til atlögu gegn þeim.
HEYRNARDAUFIR HERMENN
Meira en 15.000 núverandi og
fyrrverandi írskir hermenn hafa
fengið greiddar samtals rúma 24
milljarða króna í bætur vegna
heyrnartjóns sem þeir hafa orðið
fyrir. Heyrnartjónið er rakið til
þess að engar eyrnahlífar voru
notaðar við æfingar á skotsvæðum
írska hersins fyrr en árið 1987.
LYFJAVERÐ „Við höfum bent á, og
það er staðreynd, að þessar sparn-
aðaraðgerðir stjórnvalda í lyfja-
málum koma afar hart niður á
smásölunni,“ sagði Sigurður Jóns-
son, framkvæmdastjóri Samtaka
verslunar og þjónustu, um þau úr-
ræði apótekanna að minnka af-
slátt á lyfjaverði til sjúklinga.
Sigurður sagði, að afar brýnt
væri í sambandi við endurskoðun
á lyfjalögum, að komið yrði á lag-
færingum og aðgerðirnar gerðar
auðbærari fyrir smásölurnar. Þar
mætti nefna breytingu á mönnun
lyfjafræðinga í apótekum, strang-
ar reglur um starfsmannaaðstöðu
og fleira.
Meginatriðið væri þó, að við
slíkar breytingar fengju hags-
munaaðilar að koma að málinu
snemma í ferlinu, þannig að
þeirra sjónarmið kæmust að og
að tekið yrði tillit til þeirra eftir
atvikum.
„Það hefur borið á því að smá-
salan hefur ekki verið boðuð til
samráðs þegar til hafa staðið
breytingar. Sem dæmi má nefna,
að í nefnd sem sér um endurskoð-
un lyfjalaganna situr enginn full-
trúi frá smásölunni né lyfjafram-
leiðslunni. Við höfum sent ráð-
herra bréf til að árétta þetta en
ekki fengið neitt svar.“ ■
SVÞ um sparnaðaraðgerðir í lyfjamálum:
Koma hart niður á smásölunni
LYFJAVERÐ
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir heilbrigðisyfirvöld ekki hafa nógu
mikið samráð við lyfjasmásala.
VONBRIGÐI
Heilbrigðisráðherra lýsir vonbrigðum með þá afstöðu lyfja-
smásala að velta afleiðingum sparnaðar yfir á sjúklingana.
Bobby Fischer:
Tapaði lotu
JAPAN, AP Japanskur dómstóll hef-
ur neitað að verða við beiðni
Bobby Fischer um að koma í veg
fyrir framsal hans til Bandaríkj-
anna. Lögmaður
Fischer var við-
búinn þessari
niðurstöðu og
hafði þegar farið
fram á að hann
yrði ekki fram-
seldur strax ef
niðurstaðan yrði
þessi.
Masako Suzuki, lögmaður
Fischer, sagði að það bryti gegn
rétti hans til sanngjarnra réttar-
halda ef honum yrði þegar vísað
úr landi og hann framseldur til
Bandaríkjanna. Hann óskaði þess
einnig að Fischer fengi landvist-
arleyfi af mannúðarástæðum þar
sem hann ætlaði sér að kvænast
japanskri konu. ■
LÖGMAÐUR
FISCHER OG
HEITKONA
04-05 20.8.2004 21:02 Page 2