Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 8
8 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR
WASHINGTON, AP Edward Kennedy er
einn frægasti stjórnmálamaður
Bandaríkjanna en það dugar ekki til
að koma í veg fyrir að honum sé
ruglað saman við hryðjuverkamann
og lendi þar af leiðandi í vandræðum
með að ferðast með flugi innan
Bandaríkjanna.
Kennedy sagði frá því við þing-
yfirheyrslur að honum hefði fimm
sinnum verið meinað að kaupa flug-
miða eða fara um borð í flugvél.
Fyrstu þrjú skiptin fékk hann engar
skýringar en fékk loks að fljúga eftir
að yfirmenn á flugvöllum hleyptu
honum í gegn. Þegar aðstoðarfólk
hans leitaði skýringa hjá flugörygg-
isstjórn kom í ljós að á lista yfir grun-
aða hryðjuverkamenn væri maður
sem notar dulnefni sem svipar til
nafns öldungadeildarþingmannsins.
Þrátt fyrir að flugöryggisstjórn lof-
aði að kippa málum í lag hefur hann
tvívegis verið stöðvaður síðan.
„Ef þeir lenda í þessum vandræð-
um með öldungadeildarþingmann,
hvernig í ósköpunum á þá venjuleg-
ur Bandaríkjamaður sem lendir í
þessu að fá sanngjarna meðferð og
sleppa við að brotið sé á rétti hans?“
spurði hann einn yfirmanna heima-
varnarmála. Sá benti fólki á að hafa
samband við umboðsmann flug-
öryggisstjórnarinnar. ■
ÍRAK, AP Vopnaðir fylgismenn
sjíaklerksins Muqtada al-Sadr
fjarlægðu í gær vopn sín úr
mosku Imam Ali í Najaf þar sem
þeir hafa hafst við meðan á tvegg-
ja vikna uppreisn þeirra hefur
staðið. al-Sadr hafði þá fyrirskip-
að þeim að láta moskuna af hendi
við trúarleiðtoga sjíamúslima og
hafði Ali al-Sistani, helsti trúar-
leiðtogi sjíamúslima, samþykkt að
taka ábyrgð á moskunni.
Blaðamenn á vettvangi sögðu
að þegar komið var fram á kvöld
hafi engin vopn verið eftir í mosk-
unni. Þar hafi aðeins verið óvopn-
aðir meðlimir Mahdisveita al-Sa-
drs og óbreyttir borgarar. Af og
til mátti þó heyra skotbardaga
geysa í nágrenni moskunnar. Inn-
anríkisráðherrann Sabah Kadhim
sagði lögreglu hafa haldið inn í
moskuna og handtekið 400 vopn-
aða vígamenn. Þetta sögðu blaða-
menn að stæðist ekki. Enginn lög-
reglumaður hefði stigið fæti inn í
moskuna og þaðan af síður hefðu
handtökur átt sér stað í henni.
Talsmaður al-Sadr sagði að
vopnaðir vígamenn Mahdisveit-
anna hefðu tekið sér stöður í
gömlu borginni í Najaf og að þar
myndu þeir halda áfram baráttu
sinni gegn Bandaríkjaher og írösk-
um samverkamönnum þeirra.
Harðir bardagar áttu sér stað í
Najaf í fyrradag og frameftir
morgni í gær. Um hádegisbilið
sögðu írösk yfirvöld að 77 manns
hefðu látist og 70 slasast í átökun-
um á þessum tíma.
Aðstoðarmaður al-Sadrs fluttu
ræðu hans við messu í Kufamosk-
unni, nærri Najaf. Þar réttlætti al-
Sadr að vígamenn sínir hefðu leit-
að sér skjóls í helgidómi Imam Ali.
Margir hafa orðið til að gagnrýna
það framferði vígamannanna þar
sem með því hafi þeir aukið hætt-
una á að moskan yrði fyrir
skemmdum. „Eru þeir sem finna
sér skjól í helgidómnum sekir og
þeir sem varpa sprengjum á hann
heiðvirðir?“ spurði al-Sadr í gegn-
um aðstoðarmann sinn. ■
SVONA ERUM VIÐ
FJÖLDI VERKEFNA
STARFSMANNA UMFERÐAR-
DEILDAR RÍKISLÖGREGLU-
STJÓRA ÁRIÐ 2003
Of hraður akstur 508
Ökuskírteini ekki meðf. 107
Önnur umferðarlagabrot 1.246
Önnur brot og verkefni 867
Samtals 2.728
HEIMILD: ÁRSSKÝRSLA RÍKISLÖGREGLUSTJÓRA 2003
JÁKVÆTT NÁMSKEIÐ UM
HJÓNABAND OG
SAMBÚÐ.
9. VETURINN Í RÖÐ.
Mánudaginn 23. ágúst hefst skráning á hið feikivinsæla hjóna
og sambúðarnámskeið Hafnarfjarðarkirkju. Námskeiðin eru
ætluð öllum sem eru í hjónabandi eða sambúð, ekki aðeins
þeim sem eiga við vandamál að stríða, heldur hinum líka sem
vilja styrkja samband sitt.
Á námskeiðunum er fjallað um væntingar, vonir og vonbrigði í
sambúðinni, gleðina, húmorinn, kynlífið og auðvitað ástina.
Fyrst og fremst er rætt um þær leiðir sem hægt er að fara til að
til þess að fyrirbyggja deilur og samskiptaörðugleika í sambúð
og hvernig styrkja má innviði fjölskyldunnar.
Þátttakenndur geta skráð sig í einkaviðtöl mánuði eftir að nám-
skeiðinu lýkur, þyki þeim þörf þar á. Einnig er vísað til annarra
fagaðila er geta veitt nánari stuðning, sé þess óskað.
Námskeiðið fer fram í formi samtals milli þátttakennda og leið-
beinanda þar sem pörin eru m.a. látin vinna ýmis verkefni,
hvert fyrir sig. Kennd er hjónaslökun. Enginn þarf að tjá sig
frekar en hann vill.
SKRÁNINGARSÍMI ER 8917562.
Leiðbeinandi á námskeiðunum er sr. Þórhallur Heimisson,
prestur Í Hafnarfjarðarkirkju, en hann samdi einnig námsefnið.
Vínuppboð á vegum Globus hf. í tengslum við Menningar-
nótt, í dag kl. 16.00
Boðin verða upp fjölmörg gæðavín sem mörg eru sjaldséð
og illfáanleg hér á landi.
Vínsmökkun milli kl. 15:00 og 16:00. Smökkunargjald er
aðeins 1.500 kr.
Ekkert kostar að taka þátt í uppboðinu.
Sérstakur menningarmatseðill í kvöld með eða án
eðalvína á mjög hóflegu verði. Tekið verður á móti öllum
matargestum báða dagana með glasi af hinu margrómaða
kampavíni Veuve Clicquot Ponsardin -Brut.
Vínsmökkun og vínuppboð
á Menningarnótt
á Hótel Holti
Frægur öldungadeildarþingmaður í vandræðum með að ferðast:
Ruglað saman við hryðjuverkamann
BEÐIÐ EFTIR FLUGI
Fjöldi fólks hefur lent í vandræðum vegna þess að nöfnum þess svipar til nafna
meintra hryðjuverkamanna.
Helgidómurinn
yfirgefinn
Mahdisveitir Muqtada al-Sadr fjarlægðu öll vopn sín úr mosku Imam
Ali eftir að samkomulag náðist við helsta leiðtoga sjíamúslima um að
hann tæki að sér stjórn og umsjón moskunnar.
SKÝLA SÉR FYRIR SKOTHRÍÐ
Bardagar héldu áfram fram eftir morgni í gær og lítið eitt fram eftir degi. Þessir bandarísku hermenn þrýstu sér að jörðu til að forðast
skothríð Mahdisveita Muqtada al-Sadr.
08-09 20.8.2004 20:35 Page 2