Fréttablaðið - 21.08.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 21.08.2004, Síða 16
Snobb? Í næstu viku verður breskur lögmaður, frú Cherie Booth Blair, gestur á málþingi sem Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræð- um við Háskóla Íslands heldur um „Kon- ur, völd og lögin“. Í fréttatilkynningu sem Rannsóknarstofan hefur sent frá sér er frúin kynnt sem „einn af þekktustu lög- mönnum Bretlands“ sem hafi „fengist við mannréttindamál fyrir Evrópudómstóln- um“. Ekki er vikið einu orði að því að nafn hennar er oftast nefnt í samhengi við annað en lögfræði en hún er eiginkona Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands. Heimsókninni er ekki tekið fagn- andi af öllum. Í grein á vefritinu Múrnum (sem einnig birtist í Fréttablaðinu í dag) segir fræðimaðurinn Sverrir Jakobsson: „Augljóslega er hún þó ekki komin til Ís- lands vegna færni við lögmannsstörf heldur vegna þess að hún er forsætisráð- herrafrú. Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum er einfaldlega að snobba. Í þetta sinni fyrir Tony Blair og ríkisstjórn hans“. Og það finnst Sverri hið versta mál enda hafi breski forsætisráðherrann beð- ið „hugmyndafræðilegt og siðferðilegt gjaldþrot“. Framfærsluskylda? Þegar Siv Friðleifsdóttir lætur af ráðherra- embætti tapar hún ekki aðeins völdum í stjórnmálum heldur lækkar hún verulega í launum og missir fríðindi sem ráðherrar njóta, svo sem einkabílstjóra og pólitískan aðstoðarmann. Margir virðast telja að stjórnvöld hafi sérstaka framfærsluskyldu gagnvart stjórnmálamönnum sem hætta sem ráðherrar án þess að vera komnir á eftirlaunaaldur. Ekki skrýtið því þeir eru gjarnan gerðir að bankastjórum, sendi- herrum eða forstöðumönnum opinberra stofnana. Þeir sem verða áfram í stjórn- málum fá formennsku í vel launuðum nefndum og ráðum. Bæjarrómur er þegar farinn að skima eftir einhverjum slíkum bitlingi handa Siv Friðleifsdóttur án þess að nokkuð liggi fyrir um að hún kæri sig um það. Þannig voru einhverjir búnir að úthluta henni þeim feita bita formennsku í Landsvirkjun, en Halldór Ásgrímsson sagðist koma af fjöllum þegar þetta var borið undir hann eins og lesa mátti í Fréttablaðinu í gær. Það virðist vera orðin hefð að frammámenn Sjálfstæðisflokks- ins flytji ræður á Hólahátíð, sem virðast eingöngu ætlaðar innvígð- um; eru í slíku véfréttarlíki að venjulegu fólki eru þær óskiljan- legar án túlkunar. Séu ræðuflytj- endur hins vegar beðnir um að skýra fyrir oss dauðlegum hvað þeir séu að fara, svara þeir líkt og listamenn á fyrri öld, sem sögðu að þeirra væri að skapa, okkar að skilja. Þannig var með fræga ræðu Davíðs Oddssonar fyrir nokkrum árum, um þær hættur sem steðjuðu að Íslandi frá rúss- nesku mafíunni. Og nú fetaði Björn Bjarnason í þau fótspor með ræðu um fjölmiðla, sem legðu þá menn í einelti, sem fjöl- miðlaeigendum væri illa við. Hann neitaði að rökstyðja mál sitt með öðrum dæmum en því, að harkalega hefði verið veitst að einstaklingi, sem hafði haldið því fram að „hillurými fyrir varning í stórverslunum, færi eftir því hve mikið framleiðandi vörunnar aug- lýsti í fjölmiðlum dagblaðs- og verslunareigandans“! Það er ekki nýtt að stjórnmála- menn taki alla gagnrýni á sig og störf sín óstinnt upp og telji bera vott um einelti og ofsóknir. Fræg- ast er sennilega dæmi Richards Nixons sem taldi sig frá upphafi stjórnmálaferils síns hundeltan að ósekju af fjölmiðlum. Í Wa- tergate-málinu varð þrákelkni tveggja fréttaritara stórblaðsins Washington Post til þess að Nixon neitaði að hafa nokkur samskipti við blaðið og fréttaritari þess í Hvíta húsinu fékk engan aðgang að upplýsingum, sem öðrum fréttariturum stóðu til boða. Það þarf engan að undra að stjórnmálamenn vilji hafa þjála fjölmiðla og eftirláta, sem sjá hlutina sömu augum og þeir sjálf- ir. Þess vegna hefur á síðustu ára- tugum orðið til ný stétt manna, svonefndir spunameistarar, sem gegna því hlutverki að fá fjöl- miðla til að flytja fréttirnar frá sjónarhóli valdhafanna. Oft tekst þeim vel að koma ár sinni fyrir borð. Svo vill til að Morgunblaðið greindi nýlega frá því að Was- hington Post bað lesendur sína af- sökunar á fréttaflutningi sínum. Ekki fyrir að hafa lagt valdhafa í einelti eða reynt að koma á þá höggi. Nei, þvert á móti. Þeir við- urkenndu að hafa brugðist landi sínu og þjóð með gagnrýnislaus- um fréttaflutningi af rökstuðn- ingi Bush fyrir innrásinni og stríðinu í Írak. Það var meðal annarra starfs- manna blaðsins einmitt frétta- haukurinn Bob Woodward, sá hinn sami og Nixon taldi leggja sig í einelti, sem kvað upp úr með það að hann hefði ekki unnið verk sitt nógu vel. „Við hefðum átt að vara lesendur við og segja þeim að upplýsingarnar væru ótraust- ari en margir teldu.“ Einn af starfsmönnum blaðsins var Walt- er Pincus, rúmlega sjötugur blaðamaður. „Hann var fullur efa- semda en fréttirnar hans voru yf- irleitt ekki birtar“, segir í frétt Morgunblaðsins. Vissulega voru birtar fréttir, sem voru andstæð- ar fyrirætlunum stjórnvalda, en þær voru hafðar inni í blaðinu og því virtist fréttaflutningur þess ákaflega einhliða. Það getur vissulega verið erfitt að halda vöku sinni í and- rúmslofti eins og því sem skapað- ist í Bandaríkjunum eftir 11. sept- ember 2001. Krafan um hefndar- viðbrögð reis strax hátt og stjórn- völd lögðu kapp á að tengja saman Al-kaída, Saddam Hússein og Írak. Fullyrt var að traustar heim- ildir lægju fyrir um gífurlegt ger- eyðingarvopnabúr Saddams. Tony Blair lagði til fullyrðinguna um að Saddam gæti með 45 mínútna fyr- irvara hæft hvaða skotmark sem væri á Vesturlöndum. Engan tíma mætti missa til að bíða nokkra mánuði eftir lokaúrskurði vopna- leitarmanna Sameinuðu þjóðanna. Frakkar og Þjóðverjar urðu fjandvinir. Efasemdarmenn, heima og erlendis, voru kallaðir vinir Hússeins og hryðjuverka- manna og fjandmenn Bandaríkj- anna. Eftir nokkurra mánaða stríðsæsingaherferð hafði tekist að skapa þá hjarðhugsun í samfé- laginu að fáir þorðu að skera sig úr, heimta pottþétt rök og sannan- ir. Jafnvel hér, á nyrstu nöf, hri- fust foringjar þjóðarinnar með og stilltu Íslandi upp í hópi hinna „staðföstu og viljugu“. Yfirvarpið var að Bandaríkjamenn hefðu alltaf verið vinir okkar. Hin raun- verulega ástæða kom glöggt fram hjá Hjálmari Árnasyni alþingis- manni Framsóknar, þegar hann taldi þessa ákvörðun lykil að því að varnarliðið héldist áfram í landinu og 1700 manns héldu vinnunni. Og þessi straumhvörf í utanríkisstefnu þjóðarinnar voru ákveðin án samráðs við þing- flokka, án samráðs við utanríkis- nefnd, án umræðu í þinginu, hvað þá úti á meðal þjóðarinnar. Því erum við Íslendingar hafðir að háði og spotti í mynd Michaels Moores, Fahrenheit 9/11, sem all- ir þeir sem láta sig heimsmálin og öryggi þessara þjóðar nokkru varða ættu að sjá. Við höfum ver- ið gerð meðábyrg um fjöldamorð og pyntingar í Írak. Og öryggi okkar felst ekki í fjórum F-16 flugvélum á Miðnesheiði. Hættan kemur ekki úr háloftunum. Hinu má heldur kvíða að hryðjuverka- menn taki þátttöku okkar í hópi hinna „staðföstu og viljugu“ al- varlega og fari að hvatningu ferðamálaráðs: „Ísland, sækjum það heim“. Áður en til þess kemur skulum við koma okkur út úr þessum miður hugnanlega félags- skap lygalaupa og stríðsæsinga- manna. Hættan, sem nú steðjar að lýð- ræðinu, liggur ekki í því að fjöl- miðlar séu að ofsækja stjórnmála- menn og leggja í einelti, heldur hinu þegar fjölmiðlar af einhverj- um ástæðum „bregðast landi sínu og þjóð“og gerast talhlýðnir tagl- hnýtingar valdhafanna. ■ Þ egar leiðarahöfundur Morgunblaðsins fagnaði ákvörðun DavíðsOddssonar um að taka að sér utanríkisráðuneytið lagði hannáherslu á að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti á öllu sínu að halda í nýrri ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar. Leiðarahöfundur vildi að flokkurinn nýtti afl sitt til að knýja fram þrjú mál, sem hann sagði helstu stefnumál Sjálfstæðisflokksins. Í fyrsta lagi ný fjölmiðlalög, í annan stað setningu nýrra laga um hringamyndun og síðast en ekki síst breytingar á stjórnarskránni. Sjálfsagt hafa margir sjálfstæðis- menn orðið hálfklumsa yfir þessari upptalningu og velt fyrir sér hvers vegna ekki væri minnst á helsta kosningamál flokksins frá því fyrir ári; skattalækkanir. Eða þá sölu Landssímans og áframhaldandi einka- væðingu og aukna þátttöku einkaframtaks í verkefnum ríkisvaldsins. Eða þá endurskoðun landbúnaðarstefnunnar og lækkun matarverðs á Íslandi. Eða þá tiltekt og uppstokkun í ríkisrekstri með það að mark- miði að fara betur með fé og veita betri og skilvirkari þjónustu. Eða þá endurmat á varnarhagsmunum Íslendinga. Eða þá stefnumótun í skólamálum og nýja markmiðssetningu varðandi almannatryggingar og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Hvað er það við þessi þrjú baráttu- mál Morgunblaðsins – sem leiðarahöfundur vill gera að stefnumálum Sjálfstæðisflokksins – sem skyggir á þessi brýnu verkefni? Í sjálfu sér er eðlilegt að endurskoða lagaumhverfi fjölmiðla og meta þörf á lagasetningu varðandi samkeppni og hringamyndun – að ekki sé talað um endurskoðun stjórnarskrárinnar. En í ljósi skrifa leiðarahöfunda Morgunblaðsins undanfarna mánuði er blaðið ekki að leggja áherslu á þetta. Þegar Morgunblaðið nefnir þessi þrjú atriði á það við að fyrirtækið Norðurljós verði brotið upp með lögum, að rík- isvaldið komi í veg fyrir að tiltekin fyrirtæki geti vaxið meir en orðið er og helst að þau verði brotin upp og að forseti Íslands verði sviptur málskotsrétti sínum. Andstaða mikils meirihluta þjóðarinnar við fjöl- miðlafrumvarp Davíðs Oddssonar, sem var leiðarahöfundi Morgun- blaðsins sérstaklega að skapi, er löngu ljós og öllum kunn. Sömuleiðis hefur komið skýrt fram að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að forseti Íslands geti beitt taumhaldi á vald stjórnmálaflokka á þingi og í ríkis- stjórn og meirihluti fólks var sammála núverandi forseta þegar hann beitti málskotsréttinum í fyrsta sinn nú í sumar. Hugsanleg lagasetn- ing um hringamyndun hefur lítið verið rædd opinberlega og því erfitt að meta afstöðu almennings til hugmynda sem enn hafa ekki séð dags- ins ljós. En það má telja víst að ef þær verða í anda fjölmiðlafrum- varpsins sáluga muni rísa upp breið samstaða atvinnulífsins, laun- þega, hagsmunaaðila og almennings gegn því að valdi þings og ríkis- valds sé beitt til að viðhalda og styrkja völd stjórnmálaflokka yfir ólík- legustu þáttum samfélagsins. Hvers vegna eru þessi þrjú mál orðin helstu stefnumál Sjálfstæðis- flokksins? Þrátt fyrir skrif Morgunblaðsins og ræður fáeinna forystu- manna flokksins um þessi og svipuð málefni hefur hvorki blaðinu né forystumönnunum tekist að sannfæra almenning um nauðsyn þeirra – og ekki heldur flokksbundna sjálfstæðismenn. Þessi málarekstur hef- ur reynst almennum flokksmönnum mikil raun. Þeir hafa lent í þeirri stöðu þrásinnis að öflugustu stofnanir flokksins reka áfram mál af of- urafli sem stangast á við lífsskoðanir þeirra – og vel að merkja: stefnuskrá flokksins. Nei, þetta eru ekki helstu verkefni Sjálfstæðisflokksins. Helsta verkefni flokksins er að forystan nái aftur samhljómi við stefnuskrá sína og þar með langflesta flokksmenn. Og forystan getur valið úr fjöl- mörgum brýnum úrlausnarmálum þar sem stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins getur einmitt verið gott leiðarljós. ■ 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Leiðarahöfundur Morgunblaðsins vill að Sjálfstæðisflokk- urinn berjist einkum fyrir þremur málum sem öll njóta gríðarlegrar andstöðu meðal þjóðarinnar. Stefnt gegn þjóðinni Tæpitunga og talhlýðni ORÐRÉTT Nú vandast málið En það er auðvitað goðsögn að hægt sé að finna hæfasta ein- staklinginn til þess að gegna til- tekinni stöðu. Elva Björk Sverrisdóttir blaðamaður. Morgunblaðið 20. ágúst. Þjóðin vill vera inni Feillinn í Reykjavík var, að borg- aryfirvöld hafa aldrei áttað sig á, að haust og vetur og vor er mestan hluta ársins og þjóðin vill eyða frítíma sínum í veður- sæld undir þaki. Jónas Kristjánsson, fyrrv. ritstjóri, um möllin og miðbæinn. DV 20. ágúst. Tímamótayfirlýsing? Hagsmunir heildarinnar að leið- arljósi. Ingimar Sigurðsson, varaformaður skipulagsnefndar Seltjarnarnesbæj- ar, vegna kvartana fjölda íbúa um há- hýsabyggð í bænum. Morgunblaðið 20. ágúst. Betra en að lesa það? Morgunblaðið notað í dragt. Dagblöð eru nýtanlegt til margra hluta eins og ofangreind fyrirsögn á forsíðu Moggans ber vott um. Morgunblaðið 20. ágúst. FRÁ DEGI TIL DAGS Orkuveita Reykjavíkur starfrækir gestamóttöku í Skíðaskálanum í Hveradölum í tengslum við Hellisheiðarvirkjun. Á laugardögum í ágúst verður boðið upp á leiðsögn um virkjunarsvæðið. Framkvæmdum eru gerð skil í máli og myndum í Skíðaskálanum. Opnunartími: 10:00 til 17:00 mánudaga - föstudaga. 10:00 til 18:00 laugardaga. Nánari upplýsingar í síma 617- 6784. Hellisheiðarvirkjun www.or.is gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 f04260404_siv___04.jpg Í DAG STJÓRNMÁLAMENN OG GAGNRÝNI ÓLAFUR HANNIBALSSON Jafnvel hér, á nyrstu nöf, hrifust foringjar þjóðarinnar með og stilltu Íslandi upp í hópi hinna „staðföstu og viljugu“. Yfir- varpið var að Bandaríkja- menn hefðu alltaf verið vinir okkar. ,, 16-17 Leiðari 20.8.2004 19:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.