Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 21
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2004
AF NETINU
Costa del Sol
Sóla
rlottó
Komd
u út í Plús!
• Þú velur áfangastað og ferðadag og tekur
þátt í lottóinu um hvar þú gistir.
• Viku fyrir brottför staðfestum
við gististaðinn.
Sama sólin, sama fríið
en á verði fyrir þig.
*Innifalið er flug, gisting í 7 nætur,
ferðir til og frá flugvelli erlendis,
flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
á mann miðað við 2 eða 4 í stúdíói eða íbúð.
Enginn barnaafsláttur.
Spilaðu með!
Krít
6. og 13. september
Costa del Sol
1. 8. og 15. september
Portúgal
31. ágúst, 7. 14. og 21. sept.
Benidorm
1. 8. 15. og 22. september
Dugnaðarforkar í einkaframkvæmd
Á Nýsi hf starfa dugnaðarforkar. Þeir hafa
verið iðnir við skýrslugerð og ráðgjöf, ekki
síst fyrir sveitarfélögin í landinu. Nýsir ráð-
leggur þeim hvernig best sé að ráðstafa al-
mannafé. Niðurstaðan er iðulega á þann
veg að einkaframkvæmd sé eftirsóknar-
verð. Þar eru hins vegar ekki allir á einu
máli og hefur komið fram í rannsóknum
að einkaframkvæmd hefur yfirleitt reynst
dýr kostur fyrir skattborgarann. Hins vegar
hefur einkaframkvæmd þjónað hagsmun-
um fjárfesta sem fengið hafa opinbera
starfsemi í sína umsjá. Og hverjir skyldu nú
vera harðdrægastir á þessum markaði?
Það er einmitt ráðgjafinn og einkafram-
kvæmdaraðilinn Nýsir hf.
Í gær var sagt frá því að Nýsir hefði keypt
Egilshöllina, íþróttamannvirkið í Grafar-
vogi. Í gögnum frá fyrirtækinu kemur fram
að það hefur nú fengið til einkafram-
kvæmdar fjöldann allan af opinberum
stofnunum. Nýsir hf er eigandi og rekstrar-
aðili fasteigna Iðnskólans í Hafnarfirði,
Íþróttamiðstöðvarinnar Bjarkar, Lækjar-
skólans í Hafnarfirði og leikskóla í Hafnar-
firði og Grindavík.
Ögmundur Jónasson á ogmundur.is
Frá Skotveiðifélagi Íslands hefur
eftirfarandi athugasemd borist:
Fimmtánda ágúst síðastliðinn var umfjöllun í
fréttatíma Ríkisútvarpsins um veiðar skot-
veiðimanna á hrossagauk, lóu og spóa.
Einnig var sagt í fréttatímanum að það tíðk-
aðist að gæsaveiðimenn skytu þessa fugla og
matreiddu í veiðiferðum sínum. Skotveiðifé-
lag Íslands lýsir furðu sinni á þessum frétta-
flutningi. Félagið hefur heimildir fyrir því að
veiðar á áðurnefndum fuglategundum séu
fáheyrðar. Félagið hefur kannað þessi mál í
tvígang, árið 1999 og nú síðast í ár, og hefur
nánast engar heimildir fyrir veiðum af þessu
tagi. Íslenskir skotveiðimenn eru almennt
heiðarlegir og fara eftir settum reglum. Félag-
ið hefur ekki heimildir fyrir því að veiðimenn
hafi verið kærðir fyrir veiðar á hrossagauk,
lóu eða spóa. Frétt Ríkisútvarpsins er því al-
gjörlega tilhæfulaus og jaðrar við rógburð.
BRÉF TIL BLAÐSINS
20-21 Umræðan NR. 2 20.8.2004 18:47 Page 3