Fréttablaðið - 21.08.2004, Síða 28
Margt er nauðsynlegt að hafa í bílnum og eitt
af því er sjúkrakassi. Í sjúkrakassa er hægt að
finna allt til alls til skyndihjálpar. Sjúkrakassar
fást í öllum helstu apótekum landsins.
Í lok þessa árs mun nýr og sport-
legur Ford Fiesta ST koma á göt-
una. Margir eru eflaust orðnir
frekar óþolinmóðir að bíða eftir
þessum bíl þar sem hann var
kynntur á bílasýningu í Genf í
mars á þessu ári.
Ljóst er að bíllinn verður bú-
inn tveggja lítra vél sem skilar
150 hestöflum. Til samanburðar
er rétt að geta þess að Ford
Focus ST skilar 170 hestöflum.
Bíllinn verður búinn nýjum
stuðara og vélarhlíf að framan
og einnig nýju fjöðrunarkerfi.
Bíllinn verður einstaklega
sportlegur að innan og með þar
til gerðum sportsætum. Hann
verður búinn sautján tommu
álfelgum.
Þetta er fyrsti bíllinn sem lít-
ur dagsins ljós frá samstarfs-
hópnum TeamRS. Sá hópur var
settur á laggirnar til að skerpa
áherslur félagsins á sportlega
en alþýðlega bíla. ■
Á mótorhjólasýningu Intermot
sem hefst í Bæjaralandi 15. sept-
ember mun BMW-umboðið frum-
sýna nýtt ofursporthjól sem heit-
ir K1200 S. Vélin þykir mjög full-
komin og hallar hún fram um
fimmtíu gráður í grindinni en
þannig er hægt að fá fram lágan
þyngdarpunkt án þess að það
komi niður á beygjuhalla hjóls-
ins. Hefur hjólið vakið sérstaka
athygli fyrir nýtískulegan fjöðr-
unarbúnað sem er hægt að stilla
með því einu að ýta á takka á
stýrinu og er það í fyrsta skipti
sem það er hægt á mótorhjóli.
Vélin skilar 167 hestöflum. ■
Cayenne-jeppinn frá Porche hef-
ur að undanförnu vakið athygli
og virðist fjölga jafnt og þétt á
götunum. Farið var að selja
þennan bíl hér á landi fyrir um
hálfu öðru ári og hafa viðtökurn-
ar verið afskaplega góðar eins
og raunar um heim allan.
„Um 40 bílar eru komnir á
götuna hér heima,“ segir Bene-
dikt Eyjólfsson hjá Bílabúð
Benna og bætir við að einnig sé
nokkuð selt úr landi. „Biðtíminn
eftir Turbo útgáfunni í Englandi
er átta mánuðir,“ segir hann
inntur eftir ástæðu þess að verið
sé að selja bílinn erlendis. Hér
heima er biðtíminn ekki alveg
svona langur. „Yfirleitt þarf fólk
þó að bíða. Annað hvort eru bílar
á leiðinni eða þeir eru sérpantað-
ir.“ Sem stendur eru til dæmis
engir Cayenne-bílar til en nokkr-
ir viðskiptavinir eru að bíða eft-
ir bílum sem eru í pöntun.
Í Cayenne má segja að sam-
einist allt þrennt, fólksbíll,
sportbíll og jeppi. Bíllinn er þó
fullkominn jeppi með lágu drifi
fyrir torfærur. Hann fæst í
þremur útfærslum, Cayenne,
Cayenne S og Cayenne Turbo.
Meðal helstu nýjunga er vél-
búnaður bílanna. Cayenne er 250
hestöfl, Cayenne S er 340 og
Cayenne Turbo er 450 hestöfl og
er hröðunin í honum 5,6 sekúnd-
ur úr kyrrstöðu í 100 km hraða
og sá bíll nær 266 km hámarks-
hraða. Þrátt fyrir þetta gríðar-
lega afl og snerpu er útblástur
frá bílunum langt undir þeim
mörkum sem gilda um útblástur
hvar sem er í heiminum.
Porsche Cayenne er mjög rúm-
góður bíll enda er hann um 4,8
metrar á lengd og rúmlega 1,9
metri á breidd.
Á Benni sjálfur Porche
Cayenne? „Já, ég á sjálfur 250
hestafla Cayenne. Þessi bíll er
ótrúlega lipur í bænum en nýtur
sín kannski allra best á íslensk-
um þjóðvegum, hvort sem er á
möl eða ósléttu malbiki. Ég varð
eiginlega fyrst reglulega ánægð-
ur með bílinn þegar ég keyrði
Holtavörðuheiðina.“ Benni full-
yrðir að þetta sé besti bíll sem
hann hafi nokkurn tíma keyrt og
hafi hann þó keyrt marga. „Þetta
er alger yfirburðabíll.“ ■
[ TRYLLITÆKI VIKUNNAR ]
Lotus Elise 111-S
Tryllitæki þessarar viku er Lotus Elise 111-S sportbíll árgerð 2004 en eigandi
hans er Bergur Guðnason. Bílinn keypti Bergur fyrir fimm mánuðum frá Þýska-
landi en frændur hans hjálpuðu honum að flytja hann inn gegnum netið. Bíll-
inn kom til landsins með öllu og Bergur er eingöngu búinn að einangra í brett-
inu þar sem hann var óeinangraður. Bíllinn er allur úr áli og með Rover 1800
mótor. Bíllinn er 4,6 sekúndur í hundrað og eyðir mjög litlu. Bergur er einmitt
nýbúinn að keyra hringinn og eyddi bíllinn að meðaltali aðeins um 5,6 lítrum á
hundraði. Vélin skilar 160 hestöflum og bíllinn er einungis 760 kíló. Að sögn
Bergs er hann afskaplega fljótur af stað og það sýndi sig í spyrnukeppni á Akur-
eyri 17. júní. Þá sá Bergur hina bílana bara í speglinum. Bergur segir það algjöra
nautn að keyra bílinn og hann sé bíla bestur í bleytu og beygjum. Bíllinn hefur
unnið til fjölda verðlauna í sportbílageiranum og hefur átta atriði sem eru best í
heimi. Til dæmis er hann fljótastur að stoppa og aðeins 2,8 sekúndur úr 0 í
100 kílómetra hraða.
Vélin í nýja ofursporthjólinu frá BMW
þykir mjög fullkomin.
Nýtt mótorhjól frá BMW frumsýnt í september:
167 hestafla ofursporthjól
Nýr Ford Fiesta mun koma á markað í lok þessa
árs og verður mun sportlegri en sá sem fyrir er.
Loksins kemur Fiestan:
Einstaklega sportlegur
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
[ HYUNDAI GETZ SLÆR Í GEGN ]
Hyundai er aðalstyrktaraðili Ólympíu-
leikanna í Aþenu sem fara fram þessa
dagana. Fjögur þúsund Hyundai bílar
eru því í Aþenu nú og hefur Hyundai
Getz verið útnefndur bíll Ólympíuleik-
anna 2004.
Hyundai kostar alla fólksflutninga
sem varða framkvæmd leikanna. Flytja
þarf þúsundir keppenda, dómara, fjöl-
miðlafólks, eftirlitsaðila og fram-
kvæmdaaðila á milli staða og hefur
Hyundai lagt til fjögur þúsund bílstjóra
vegna þessa.
Hyundai hefur verið meðal stærstu
styrktaraðila ólympíuleikanna síðan
1988 þegar þeir fóru fram í Seoul í
Suður-Kóreu. Þessi suður-kóreski bíla-
framleiðandi hefur þess vegna lagt
ríka áherslu á að leggja öðrum stórum
íþróttaviðburðum lið. Hyundai hefur til
dæmis verið aðalstyrktaraðili Evrópu-
meistaramótsins í knattspyrnu síðan
árið 2000. Hyundai var aðalstyrktarað-
ili heimsmeistaramótsins í knattspyrnu
árið 2002 og verður það einnig árið
2006. ■
Bíll Ólympíuleikanna 2004
Fjögur þúsund Hyundai bílar eru í Aþenu
meðan á Ólympíuleikunum stendur.
Benedikt Eyjólfsson í Porche Cayenne bílnum sem hann fullyrðir að sé sá besti sem hann hefur nokkru sinni keyrt.
Porche Cayenne:
Yfirburðabíll
að mati Benna
Porsche Cayenne
250 hestafla
Verð 6,6 milljónir með leðri, rafmagni í
sætum,12 hátölurum, air condition,
kæliboxi í hanskahólfi og fl.
Eyðsla 10,6 l á hundraði á 90 km
hraða á langkeyrslu
28-29 ( 02-03) Allt bílar 20.8.2004 15:05 Page 2