Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 38

Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 38
Sundlaugarnar hafa verið vinsælar í góðviðrinu í sumar. Þessi mynd er úr Sundlaug Grafarvogs. SJÓNARHORN VISSIR ÞÚ ... ...að Egyptar til forna töldu að heil- inn væri algjörlega gagnslaus? ...að John Hanson var fyrsti forseti Bandaríkjanna? ...að heróín var í fyrstu notað sem hóstasaft? ...að skór eru ætir? ...að kerti brenna hægar ef þau hafa verið fryst í um klukkustund? ...að á Ólympíuleikunum árið 1912 voru í fyrsta skiptið veittar gull- medalíur sem voru úr skíragulli? ...að Rómverjar þvoðu sér með ólífu- olíu því þeir áttu ekki sápu? ...að þrjár manneskjur deyja á ári hverju úr því að prófa níu vatta batterí á tungunni á sér? ...að síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar árið 1945 hafa verið háð 140 stríð? ...að hafnabolti fer hraðar í heitu veðri? ...að keltneskir stríðmenn börðust stundum naktir og útataðir í blárri málningu? ...að 75 til 90 prósent læknisheim- sókna eru út af stressi? ...að á skrifstofuborði eru 400 sinn- um fleiri bakteríur en á klósetti? ...að lægsti hiti sem hefur mælst í heiminum er mínus 89 gráður á celsius og það var í Vostok á Suður- skautslandinu þann 21. júlí árið 1983? ...að í Buckingham-höll eru yfir sex hundruð herbergi? 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR12 Blómið: Melasól Melasól ber nafn með rentu því þar sem hún nær að koma sér fyrir lýsir hún upp mela, skriður og grjóthryggi og er alveg ótrúlega nægjusöm á jarðveg. Hún er ná- skyld garðasól og fleiri sólartegundum sem þrífast víða í görðum og heima við hús. Melasól ber yfirleitt ljósgul blóm efst á nokkuð löngum blaðlausum og hærðum stöngli og blómgast í júlí og ágúst. Hún vex um land allt nema á Suður- og Vestur- landi. Hún gekk áður fyrr undir nafninu svefngras því talin var hún góð við svefn- leysi. Heimild: Ágúst H. Bjarnason. Íslensk flóra með litmyndum. Iðunn 1983 og Mynd- skreytt flóra Íslands og Norður-Evrópu. Skjaldborg 1992. Fréttablaðið/Pjetur SVIPMYND PATREKSFJÖRÐUR Patreksfjörður. Kauptún við samnefndan fjörð á sunnanverðum Vestfjörðum. Verslunarstaður frá 1570. Eldra heiti: Eyrar. Íbúafjöldi: 700. Landnámsmenn: Þorbjörn skúmi og Þorbjörn tálkni sem komu út með Örlygi er nam Örlygshöfn. Forn frægð: Um tíma einn helsti togaraútgerðarstaður á Íslandi. Ógnaratburður: Krapaflóð féll á kauptúnið 1983 er varð fjórum að bana og olli miklu eignatjóni. Gott að vita: Patreksdagur er haldinn hátíðlegur 17. mars ár hvert. 38 (12) Allt bak (ER BAK?) 20.8.2004 15:10 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.