Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 40

Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 40
28 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR „Mér líður mjög vel á Akureyri. Þetta er notalegur bær, rólegur og góður og það verður mikið úr tím- anum. Svo er veðrið afskaplega gott. Akureyringar hafa löngum verið grunaðir um að ljúga til um veðrið en ég get staðfest orð þeirra þess efnis að veðrið er alltaf mjög gott.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Magnús Geir gegnir embætti leik- hússtjóra. Hann sinnti slíku starfi hjá Leikfélagi Íslands í sex ár og býr því að talsverðri reynslu í þeim efnum. Hann segir störfin þó ólík. „Þetta er allt annað umhverfi. LA hefur ákveðnum skyldum að gegna en LÍ hafði ekki aðrar skyldur en það valdi sér sjálft. Hér er líka mikil saga sem þarf að virða.“ Róð- ur LA hefur verið þungur undan- farin ár, fjárhagurinn bágborinn og ýmis vandamál uppi á borðum. Magnúsi finnst það spennandi áskorun að hefja félagið til vegs og virðingar á ný. „Það er gaman að vera með í að þróa félagið upp á nýtt og færa það til nútímans. Grunnurinn í leikhúsi er hins vegar alltaf sá sami, að finna góð leikrit og listamenn og skapa sýningu sem hreyfir við fólki.“ Magnús Geir hafði ekki verið lengi í starfi þegar hann sagði upp fólki sem sumt hvert hafði starfað árum saman hjá LA. Þrátt fyrir eðlilegt sárindi sem af því hlutust telur hann flesta hafa skilið þá ráð- stöfun. „Ég held að flestir séu sam- mála um að nauðsynlegt hafi verið að taka á ýmsum málum. Dæmið gekk einfaldlega ekki upp. Uppi voru deilur vegna ráðningar for- vera míns, skuldirnar voru miklar og einnig voru skiptar skoðanir um listrænar áherslur. Áður fyrr voru umsvifin meiri og félagið bar fleira starfsfólk en skipulagið var úr sér gengið. Það var nauðsynlegt að hagræða og gera starfsemina sveigjanlegri. Vissulega var erfitt að segja upp góðu fólki en ég held að flestir hafi skilið hvatann að baki. Þetta snerist ekki um að fólk- ið væri hæft heldur breytingar á skipulagi.“ Menningin þarf opinberan stuðning Leikfélag Akureyrar nýtur fjárframlaga frá ríki og bæ en sækir sér einnig styrki og stuðn- ing til atvinnulífsins. Þetta er í raun í fyrsta sinn sem fyrirtæki styrkja félagið og gera þau það með myndarlegum hætti. Magnús velkist hins vegar ekki í vafa um ágæti þess að hið opinbera styðji við listina. „Ég tel að menning sé þjóðinni mjög mikilvæg. Listalífið getur ekki staðið algerlega á eigin fótum í fámenninu hér, það hefur sýnt sig bæði í leikhúsinu og öðr- um greinum. Samfélög sem ætla að standa með reisn og spegla sig í eigin menningu verða að styðja við bakið á menningarlífinu. Leik- félag Akureyrar er mjög mikil- vægt íbúum Eyjafjarðarsvæðis- ins og raunar norðausturhluta landsins. Það er nauðsynlegt að þeir geti sótt alvöru menningar- viðburði sem gefa því besta sem gerist annars staðar á landinu, og jafnvel erlendis, ekkert eftir.“ Magnús Geir mun ekki ein- göngu stýra því mikla fleyi sem Leikfélag Akureyrar er, hann ætl- ar líka að leikstýra, enda lærður í þeim fræðum. „Ég er leikhúsmað- ur af lífi og sál og hef áhuga á öllu sem tengist leikhúsi, þar með talið stjórnun. Hins vegar hef ég gríð- arlega gaman af að leikstýra og þykir raunar fátt skemmtilegra. Í samningi mínum og leikhúsráðs- ins er skýrt kveðið á um að auk ábyrgðar á leikhúsinu og list- rænnar stjórnunar þess skuli ég vera virkur leikstjóri. Skipulags- breytingarnar gera ráð fyrir að ég geti leikstýrt einni til tveimur sýningum á hverju ári. Daglegur rekstur hvílir svo að miklu leyti á herðum framkvæmdastjóra.“ Eitt helsta hlutverk leikhús- stjóra er að ákveða verkefnaskrá hvers leikárs og segist Magnús hafa afskaplega gaman af að lesa leikrit og velja þeim leikstjóra. En er hann einráður í LA? „Nei, það er ég nú ekki. Ég er ráðinn af leik- húsráði, sem hafði ákveðnar hug- myndir um starfsemina, raunar mjög svipaðar hugmyndir og ég sjálfur. Ráðið hefur sýnt mér mik- ið traust og þegar ljóst varð hvert skyldi stefna afhenti það mér leik- húsið til að stjórna því. Svo hef ég frábært fólk með mér, ekki síst framkvæmdastjórann Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur, og við vinnum náið saman. Eðli leikhúss er hins vegar þannig að þar þarf að vera einn sem stjórnar og ber ábyrgð- ina. Ég geri það og það á enginn að fara í grafgötur með það.“ Ekki hrifinn af gáfumannaleikhúsi Enginn efast um ríkan áhuga Magnúsar Geirs á leikhúsi og kornungur starfrækti hann leikfé- lag sem vakti mikla athygli. En hvað einkennir gott leikhús? „Gott leikhús er leikhús sem snertir fólk á einhvern hátt. Sum verk eru hugsuð með það fyrir augum að kæta fólk og fá það til að hlæja. Önnur verk fá okkur til að standa á öndinni eða sjá hlutina í nýju ljósi. Mér finnst að leikhús eigi að vera tilfinningaþrungið og að áhorfendur skynji að sýningin skipti leikarana og aðra listamenn máli. Þannig hrífast áhorfendur með. Sjálfur er ég ekki hrifinn af gáfumannaleikhúsi þar sem fólk mætir með nefið upp í loft og horfir úr fjarlægð á það sem fyrir augu ber. Ég vona að Leikfélag Akureyrar snerti við fólki, við höfum í það minnsta valið verk sem eru tilfinningaþrungin hvert á sinn hátt.“ Leikhússókn Íslendinga er mikill, meiri en gengur og gerist meðal flestra þjóða. Leikhúsmenn sakna þó ungs fólks á áhorfenda- bekkjunum og Magnús Geir legg- ur ríka áherslu á að fá það í leik- húsið í vetur. „Við ætlum að reyna að ná til fólks á aldrinum 12 til 25 ára en sá hópur hefur almennt verið afskiptur í leikhúsi. Fólk fer sem börn með foreldrum sínum á barnasýningar og kemur svo ekki aftur fyrr en það er orðið eldra og hefur komið sér fyrir í lífinu. Það blasir við að verkin þurfa að höfða til ungs fólks, án þess þó að þau séu sérstök unglingaverk. Slíkt er raunar algjört tabú, þetta þarf að vera alvöru leikhús og hafa alvöru erindi. Við vitum að ungt fólk vill fara í leikhús en það hefur ekki ráð á því. Við fengum því Lands- bankann, einn sjö máttarstólpa fé- lagsins, til að niðurgreiða áskrift- arkort fyrir 25 ára og yngri sem gildir á fjórar sýningar. Kortið kostar 3.250 krónur og leik- húsmiðinn er því á bíóverði. Ég er mjög stoltur af að leikfélagið geti, í samtarfi við bankann, boðið upp á þetta og vona og trúi að ungt fólk á Akureyri verði stærri hluti gesta okkar en verið hefur.“ Magnús nefnir líka að öllum krökkum í gagnfræðaskólum Ak- ureyrar og nágrennis verði boðið á eina leiksýningu í vetur auk þess sem boðið verður upp á leik- list sem valgrein í skólum bæjar- ins. Allt miðar þetta að því að ala upp leikhúsgesti framtíðarinnar. Ég á mér draum Magnús Geir var ráðinn til Leikfélags Akureyrar til þriggja ára og hefur, eins og fram hefur komið, metnaðarfull áform um að gera LA að kraftmiklu og áhuga- verðu leikhúsi. Hann sér framtíð- ina í skýru ljósi. „Ég á mér þann draum að Leikfélag Akureyrar verði, eins og það hefur oft verið, frábært leikhús sem gefi því besta sem gerist á Íslandi og ann- ars staðar í Evrópu ekkert eftir. Ég á mér þann draum að áhorf- endur flykkist í leikhúsið, að lista- menn þrái að koma og vinna á Akureyri og að okkur takist að auka erlent samstarf. Ég á mér þann draum að leikhúsið verði eitt af helstu aðdráttaröflum Akur- eyrarbæjar og að fólk komi hing- að til að fara á skíði, í sund, út að borða og á sýningu hjá LA.“ bjorn@frettabladid.is Magnús Geir um leikritin í vetur: Spennandi, krefjandi, hjartnæmt, djarft, fyndið Svik Samstarfsverkefni LA, Sagnar og Á senunni. Eftir Harold Pinter. Leikarar eru Ingvar E. Sigurðsson, Jóhanna Vig- dís Arnardóttir og Felix Bergsson og Edda Heiðrún Backman stígur sín fyrstu skref á leikstjórnarbrautinni. „Með bestu verkum Pinters, afar vel skrifað. Fjallar um klassískan ástarþríhyrning og er flutt aftur á bak. Hefst á að ástarsam- bandi er slitið og síðan er sagan rakin aftur. Áhorfendur vita meira en persón- urnar. Ótrúlega spennandi. Ég skal hund- ur heita ef þetta heillar ekki leikhús- gesti.“ Ausa og Stólarnir Samstarfsverkefni LA og LR. María Reyndal leikstýrir og leikarar eru Ilmur Kristjánsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Þráinn Karlsson og Skúli Gautason. „Þetta eru tvö verk, Ausa er eftir Lee Hall og fjallar um 9 ára einhverfa stúlku sem greinist með krabbamein. Í verkinu kynnumst við vangaveltum hennar um lífið og tilveruna. Stólarnir eru eftir Eu- gene Ionesco og segir af geggjuðum gamalmennum. Bæði verkin eru krefj- andi og í senn húmorísk og dramatísk.“ Óliver Magnús Geir leikstýrir, ekki hefur verið ráðið í helstu hlutverk. „Þetta er saga sem allir þekkja. Einn rómaðasti og vinsælasti söngleikur allra tíma. Sagan er hjartnæm, spennandi og fyndin og lögin eru hvert öðru betra. Fimmtán hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands annast tónlistarflutning. Við leggjum mikið í þessa uppsetningu. Senn hefst leitin að barnastjörnunum þremur.“ Pakkið á móti Agnar Jón Egilsson leikstýrir þessu verki Henry Adams. „Fjallar um heiminn eftir 11. september og segir af litlum karli sem allt í einu dregst inn í veröld sem við fylgjumst með í fréttunum. Hans einkamál verða að heimsmálum og heimsmálin að hans einkamálum. Þetta er flugbeitt, djarft og drep fyndið verk. Skrifað af pólitískri ranghugsun.“ Gestasýningar Brim. Sýning Vesturports. Hárið. Sýn- ingin úr Austurbæ. Koddamaðurinn. Sýning Þjóðleikhússins. Ærandi þögn. Erlendur leikhópur. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Leikhúsmaður af lífi og sál Magnús Geir Þórðarson var ráðinn leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í mars og varði vori og sumri í endurskipulagningu starfseminnar, stefnumótun félagsins og undirbúning fyrsta leikársins. Hann er bjartsýnn á góðan og skemmtilegan leikhúsvetur og ber Akureyringum vel söguna. 40-41 (28-29) Helgarefni 20.8.2004 15:03 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.