Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 43

Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 43
LAUGARDAGUR 21. ágúst 2004 debenhams S M Á R A L I N D ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 55 80 08 /2 00 4 Þú færð 2.000 kr. gjafaávísun í Debenhams þegar þú verslar fyrir 10.000 kr. eða meira í barnadeild. Tilboðið gildir til og með 25. ágúst. Glaðningur fylgir kaupum í barnadeild. E-kortshafar fá 2,5% endurgreiðslu af því sem keypt er í Debenhams. TILBOÐ sem klæðir börnin Live at the Apollo (1963) Margir tónlistargagnrýnendur eru á því að þessi tónleikaplata sé besta útgáfa James Brown á ferl- inum. Hún er hljóðrituð í Apollo leikhúsinu í Harlem. Platan hreyfir enn við fólki og endaði hún í 24. sæti yfir bestu plötur allra tíma á lista sem Rolling Stone birti í janúar á þessu ári. Mikið hefur verið samplað af þessari plötu, enda er James Brown líklegast einn mest „samplaði“ tónlistarmaður sögunnar. Cold Sweat (1967) Smáskífan Cold Sweat boðaði stefnubreytingu hjá Brown, sem var á þessum tíma hægt og rólega að fjarlægjast blúsinn, og byrjaður að þróa með sér fönkið. Cold Sweat var fyrsta breiðskífa Brown sem var ekki safn eldri smáskífna, heldur hljóðritaði hann í fyrsta skiptið ný lög, bara fyrir þessa breiðskífu. The Payback (1973) Metnaðarfyllsta plata James Brown frá áttunda áratugnum. Mikið er lagt upp úr grúfinu og lögin öll í lengri kantinum. Platan er 73 mínútur að lengd, þrátt fyrir að lögin séu bara átta talsins. Eftir þessa plötu datt botninn úr tunnunni og Brown fór í nokkurra ára lægð. Black Caesar (1973) James Brown fylgdi í kjölfar Curtis Mayfield og Isaac Hayes og gerði tónlist við blaxploitation-mynd. Hon- um þótti takast mjög vel til og platan Black Caesar er hinn eigulegasti gripur. The 50th Anniversary Collect- ion (2004) James Brown átti 50 ára starfsafmæli í bransanum í ár og fagnaði því með frábærri safnplötu sem inniheldur nánast allt sem þú þarft að eiga með kappanum. 50 lög, og í raun er platan viðbót við safnplötuna sem hann gaf út fyrir 10 árum, sem þá innihélt 40 lög. Hér eru allir slagararnir Please Please Please, Papa’s Gotta Brand New Bag, I Got You (I Feel Good), It’s a Man’s Man’s Man’s World, Mother Popcorn, (Get Up I Feel Like Being a) Sex Machine, Soul Power, Hot Pants, The Payback og Funky President. Af einhverjum ástæðum vantar þó Living in America. [ SMS ] UM PLÖTUR JAMES BROWN 42-43 (30-31) Helgarefni 20.8.2004 19:50 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.