Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 45

Fréttablaðið - 21.08.2004, Side 45
„Ég lenti einu sinni í því að að tala við mann sem var í sjálfs- vígshugleiðingum. Það var eins og hann væri dópaður þegar hann hringdi og ég byrjaði að tala við hann,“ segir sjálfboðal- iði sem svarar í númerinu 1717. „Svo varð hann alltaf slappari og slappari þannig að ég fór að spyrja hann hvað hann hefði tekið inn annað en vín. Þá kom í ljós að hann hafði tekið inn fullt af töflum og það tók mig mjög langan tíma að sannfæra hann um að hann þyrfti að fara niður á geðdeild. Ég hringdi í neyðarlínuna 1212 og fékk hann til að opna útidyrahurðina fyrir lögregl- unni og sjúkraflutningamönn- unum sem ég hafði hringt í. Þegar þeir komu var hann orðinn það tæpur að hann komst ekki aftur að símanum eftir að hafa opnað útidyra- hurðina. Síðustu fjórar eða fimm mínúturnar heyrði ég bara í bægslaganginum í hon- um þar sem hann klöngraðist frá útidyrahurðinni og aftur að símanum. Þegar löggan kom þá heyrði ég í þeim í gegnum símtólið og fylgdist með því þegar þeir komu honum út og upp á sjúkrahús þar sem þeir dældu upp úr honum töflunum sem hann hafði tekið inn til að taka líf sitt.“ ■ LAUGARDAGUR 21. ágúst 2004 33 Reynslusaga sjálfboðaliða hjá 1717: Hætt kominn um Rauða krossins er að kunna að skilja á milli manns sjálfs sem sjálfboðaliða og einkalífs- ins. „Okkur er kennt að skilja eftir í símaverinu það sem kem- ur upp,“ segir einn sjálfboðalið- anna hjá 1717. Á Vinalínunni fá starfsmenn gælunöfn meðan á samtölunum stendur, slíkt er al- gengt á mörgum sviðum síma- þjónustu og þjónar bæði hags- munum þess sem hringir og sjálfboðaliðans. Í störfum þar sem persónuleiki manna getur verið fyrir fólki í starfi eru oft fundnar upp ýmsar leiðir til að starfsmaðurinn tapi sér ekki í starfinu. Það er algengt að sjá myndir úr stríði þar sem ein- kennisbúningar hylja mennina á bak við búninginn og sólgler- augu skýla sálinni í augunum. Þannig verða allir að engum meðan þeir sinna starfi sínu. Nafn getur þjónað sama tilgangi í símaþjónustu. Gunna sem verð- ur að Þóru bak við símtólið finn- ur ekki eins mikið fyrir því hver hann er. „Ég ákveð bara að þetta sé verk sem ég sé um meðan á því stendur og svo er það búið. Ég hef ekki látið þetta trufla mig. Maður verður að hafa getu til að setja sig í spor annarra og sýna þolinmæði, meðaumkunin er mikilvæg en þetta má ekki verða að einhverri vellu og væli, því að meginmarkmiðið er að- stoða manneskjuna.“ Horft á hamingju annarra “Fólki sem er langvarandi veikt líður sérstaklega illa yfir sumartímann sem og yfir jólin og áramótin. Það er eins og það eigi erfitt með að horfa upp á hamingju annarra þegar því líður illa. Þar þarf að gera grein- armun á skammdegisþunglyndi og alvarlegri afbrigðum þung- lyndis. Þeir sem eru raunveru- lega þunglyndir verða ekki glað- ari með hækkandi sól,“ segir einn sjálfboðaliðanna. Það er nokkuð merkilegt til þess að hugsa að til sé fólk sem líði verr yfir sumartímann þegar maður hefði haldið að mönnum ætti að líða betur í allri birtunni og auknum hita. Greinileg tilhneig- ing er hins vegar til þess að sím- tölum fjölgi þegar tekur að sumra og í kringum stórhátíðir. Þeir sem notfæra sér þjónustuna finna þá hvað mest fyrir því hve aðstaða þeirra er bágborin, með- an aðrir eru umvafðir sínum nánustu og líður kannski betur en oft áður. „Við höfum talað um þetta að þegar allt á að leika í lyndi hjá fólki gerir það það ekki hjá þeim sem eiga í erfiðleikum. Það birtir ekki upp hjá sumum, því miður,“ segir einn sjálfboða- liðanna. Þetta er samdóma álit þeirra sem koma að línunum tveimur og er nokkuð merkilegt því það storkar útbreiddum hug- myndum um að samfara sólinni hækki gleðin í sálinni. Það er í það minnsta ljóst að olnbogabörn samfélagsins finna til smæðar sinnar andspænis hamingju þeirra sem meira mega sín. Manngerðir “Ég sé alla flóru fólks í þessu, það fer eftir persónugerð fólks en ekki atvinnuvegi hvort það vill láta gott af sér leiða. Ég get hjálp- að öðrum og lært heilmikið af þessu sjálf í leiðinni. Maður þarf ekki að fara til útlanda til að að- stoða aðra, það er nóg af fólki hér á landi sem þarf á hjálp að halda,“ segir einn af sjálfboðalið- um Vinalínunnar. Það er ekki hægt að setja einn stimpil á það fólk sem tekur þátt í sjálfboða- starfinu hjá innhringilínum Rauða Krossins þótt ákveðin til- hneiging sé fyrir hendi um að fólk sem hafi lent í erfiðleikum og yfirstigið þá gangi til liðs við samtökin til að miðla af reynslu sinni til annarra. Fólkið er á öll- um aldri og kemur hvaðanæva að og það eina sem því er sammerkt er viljinn til að hjálpa þeim sem geta ekki borið sig sjálfir eftir andlegum nauðsynjum. Jafnvel í litlu samfélagi eins og Íslandi, sem er eins og ein stór vinaleg stofa þar sem allir þekkjast einhvern veginn, verða einhverjir út undan. Það er fal- legt að til sé fólk sem vilji gefa af sér til þeirra sem líður ekki eins og þeir tilheyri einhverju öðru en biðinni eftir betri tíð, sem kemur kannski aldrei, og á sama tíma auðgar sjálft sig með aðstoðinni. ingi@frettabladid.is Fræðsluefni Búnaður Föndurvörur Skólavörur Tómstundir Hannyrðir Skrifstofuvörur Húsgögn Fólki sem er langvarandi veikt líður sérstaklega illa yfir sumartímann sem og yfir jólin og áramótin. Það er eins og það eigi erfitt með að horfa upp á hamingju annarra þegar því líður illa. ,, 44-45 (32-33) Helgarefni 20.8.2004 19:51 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.