Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.08.2004, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 21.08.2004, Qupperneq 50
ÓLYMPÍULEIKAR Það hefur verið mikil vinnsla í íslenska liðinu í fyrstu þrem leikjunum á ÓL og liðið virk- aði á köflum gegn Kóreu eins og það væri að verða bensínlaust. Sú barátta og grimmd sem ein- kenndi leik liðsins í fyrstu leikjun- um var ekki til staðar í gær. Vakn- ar því óneitanlega sú spurning hvort liðið sé að verða bensínlaust. Þeirri spurningu verður svarað í leiknum gegn Rússum. Leikurinn fór fram kl. 9.30 að staðartíma og það var ekki margt um manninn í Pavilion-höllinni þegar leikurinn byrjaði. Ágæt byrjun í leiknum Liðin virkuðu bæði mjög þreytt til að byrja með enda léku Kóreu- búarnir ákaflega hægt. Þeir náðu þó 2-0 forystu en þá rankaði ís- lenska liðið við sér, skoraði þrjú mörk í röð og tók forystuna. Það hélt þeirri forystu allt þar til tíu mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik. Í stöðunni 11-11 komu fjögur mörk frá Kóreumönnum í röð og þeir héldu þriggja marka forystu í leikhléi, 16-13. Íslenska liðið var síðan í stans- lausum eltingarleik í síðari hálf- leik. Þrisvar sinnum náði það að minnka muninn í eitt mark en þá stigu Kóreumenn á bensínið á ný, enda virtist nóg vera á tanknum þeirra, og náðu 3-4 marka forystu á ný. Þetta er saga síðari hálfleiks- ins og Kórea vann sanngjarnan fjögurra marka sigur þegar upp var staðið. Ólafur Stefánsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu í leiknum þótt hann hefði verið nokkuð seinn í gang. Hann sýndi vilja til þess að vinna leikinn en því miður virtust félagar hans ekki finna þann neista sem Ólafur hafði í síðari hálfleiknum. Sigfús komst vel frá sínu sem og Garcia í sókninni en hann var afleitur í vörninni. Aðrir leikmenn voru langt frá sínu besta. Róbert var heillum horfinn á línunni og náði ekki að fylgja eftir góðri frammi- stöðu gegn Slóvenum. Guðjón Val- ur náði aldrei takti við leikinn og ekki heldur Snorri Steinn. Þegar þessir lykilmenn ná sér ekki á strik er ekki við góðu að búast. Engin markvarsla Eitt helsta áhyggjuefnið er þó markvarslan. Hún hefur verið langt frá því að vera viðunandi á þessu móti og virðist sem Guð- mundur þjálfari hafi veðjað á vit- laust par til þess að fara til Aþenu. Það verður ekkert tekið frá Kóreumönnum í þessum leik enda eru þeir með skemmtilegt og létt- leikandi lið. Þeir eru samt ekkert betri en íslenska liðið og með álíka leik og gegn Slóvenum hefði þessi leikur unnist. Svo virðist sem Slóvenaleikur- inn hafi verið undantekning frá reglunni því íslenska liðið var far- ið að glíma við sömu gömlu draug- ana í gær sem eru markvarsla, nýting dauðafæra og að ráða ekki við að leiða leiki. Þessa drauga þarf að hrekja á brott hið fyrsta því annars er ekki hægt að búast við hagstæðum úrslitum gegn Rússum. henry@frettabladid.is 38 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR Bensíntankurinn að tæmast? Íslenska handboltalandsliðið virkaði þreytt og þunglamalegt þegar það tapaði fyrir Kóreu, 34-30, í gær. Stanslaus eltingarleikur. Lykilleikmenn náðu sér ekki á strik og markvarslan var skelfileg. ÓLYMPÍULEIKAR „Það er einn leikur eft- ir og við verðum að klára hann. Þetta er ekki búið,“ sagði niðurlút- ur landsliðsþjálfari Íslands, Guð- mundur Guðmundsson, eftir leik- inn en hann var alveg klár á því hvað hefði vantað í íslenska liðið í leiknum. „Mér fannst klárlega vanta meiri grimmd í liðið. Ég verð að játa það. Við vorum ekki nógu grimmir, hvorki í vörn né sókn.“ Enn og aftur lenti íslenska liðið í því að vera í vandræðum með að leiða leiki og var lengstum í kunn- uglegum eltingarleik. „Það ætlar að vera erfitt að yfir- stíga þennan þröskuld. Við fengum tækifæri í dag og ég hafði sjálfur á tilfinningunni að það væri aðeins tímaspursmál hvenær við færum 3-4 mörkum yfir. Færin komu en það er ekki hægt að klúðra svona svakalega miklu af færum. Á móti góðum liðum gengur þetta ekki. Þetta er ansi veigamikill þáttur og er viðloðandi vandamál,“ sagði Guðmundur en markvarslan sveik hann eina ferðina enn og þar að auki var vörnin ekki að spila eins vel og áður í keppninni. „Markvarslan var mjög tak- mörkuð og varnarleikurinn var bara ekki nægilega grimmur. Ég reyndi að rótera liðinu eins og ég gat til þess að finna lausnir. Við nýttum breiddina en það bara gekk ekki.“ Það er enn von fyrir íslenska liðið en það verður að bæta leik sinn ansi mikið frá þessum leik ef það ætlar sér að leggja Rússana að velli. „Það er okkar að nýta þetta tækifæri og ég vil ekki vera með miklar yfirlýsingar fyrir þann leik því það er okkar að láta verkin tala á vellinum og sýna í verki úr hverju menn eru gerðir. En þessi úrslit eru gríðarleg vonbrigði. Það er ekki nokkur spurning um það.“ henry@frettabladid.is Guðmundur Guðmunds- son landsliðsþjálfari: Þetta er ekki búið LANDSLIÐSÞJÁLFARINN Guðmundur Guðmundsson var að vonum ekki sáttur við ganga mála í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR ÍSLAND–KÓREA 30–34 (13–16) Leikmenn Mörk/víti–Skot (stoðs.) Ólafur Stefánsson 10/4-11/4 (7) Jaliesky Gracia Padron 6-10 (1) Sigfús Sigurðsson 5-5 (1) Guðjón Valur Sigurðsson 3-6 (2) Gylfi Gylfason 3-6 (1) Rúnar Sigtryggsson 1-1 (1) Dagur Sigurðsson 1-2 (2) Snorri Steinn Guðjónsson 1-4 (2) Einar Örn Jónsson 0-1 (0) Róbert Gunnarsson 0-3 (0) Markverðir Varin/víti–Skot (hlutfall) Guðmundur Hrafnkelss. 4-18/1 (22%) Roland Valur Eradze 9-29/4 (31%) TÖLFRÆÐIN ÍSLAND–SPÁNN Hraðaupphlaupsmörk: 8–5 (Garcia 3, Sigfús, Gylfi, Guðjón, Snorri, Rúnar). Vítanýting (fiskuð): 4 af 4 (Guðjón 2, Sigfús, Snorri Steinn). Varin skot í vörn: 5–1 (Sigfús 2, Ólafur 2, Guðjón Valur). Tapaðir boltar: 19–12 Brottvísanir (í mín): 6–8 (Sigfús rautt). Guðjón Valur Sigurðsson er búinn að vera inni á vellinum í allar 240 mínúturn- ar sem ísland hefur spilað á leikunum. Guðjón Valur meiddist eftir 14 mínútna leik í leiknum í gær en harkaði af sér og kláraði leikinn án þess að fara útaf. Hann hefur heldur aldrei verið rekinn útaf í tvær mínútur. 50-51 (38-39) Sport 2 20.8.2004 20:00 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.